Mosfellingur - 13.01.2022, Síða 30

Mosfellingur - 13.01.2022, Síða 30
 - Aðsendar greinar30 Árið 2019 varð vitundarvakning í umhverfismálum á meðal almenn- ings hér sem annars staðar. Loftslagsverkföll ungmenna vöktu alþjóð til hugsunar um mikilvægi þess að haga lífi okkar á þann veg að það hafi sem minnst raskandi áhrif á umhverfið. Þegar rætt er um þessi mál er augljóst að umbætur þurfa að eiga sér stað í stóra samhenginu og getum við sem erum í um- hverfisnefnd Mosfellsbæjar haft þar áhrif. En margt smátt gerir eitt stórt. Í umhverfisnefnd höfum við sett fram nýja umhverfisstefnu sem við erum stolt af og verður vonandi hvatning fyrir bæinn að fylgja eftir og gera betur í umhverfismálum. Því lengi má gott bæta. Mosfellsbær ætlar að halda áfram að vera til fyrirmyndar og sem hvatning fyrir önnur sveitarfélög til að fylgja okkur eftir í umhverfismálum. Því eins og vitað er þá er eftirsóknarvert að búa í bæ sem er til fyrir- myndar og býður upp á fallegt og vel snyrt umhverfi. Það er eftirsóknarvert að ala upp börn sem geta leikið sér úti í náttúrunni þar sem upplifunin er sveit í bæ eins og við bæjarbúar höfum hér í nærumhverfi okkar. Það eru okkur Mosfellingum sem búum hér forréttindi að geta labbað út frá heim- ilum okkar í náttúruperlur hér allt í kring. Nefni ég sem dæmi Blikastaðahringinn, þar er hægt að sjá fuglalífið og í Leiru- vogi selina. Ganga Álafosskvosina upp með fossinum, meðfram ánni í gegnum skóginn hjá Reykjalundi þar sem maður er eins og í útlönd- um að mér finnst. Göngur upp á Helgafell, Úlfarsfellið og fleiri staði án þess að setjast upp í bíl og keyra. Græn svæði og náttúruperl- ur eru eitt af því sem gefur lífinu lit til að njóta lífsins. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að bæta umhverfið mitt og væri gaman að fá aðra bæjarbúa í lið með mér. Endurgjöf frá bæjarbúum þar sem þeir benda á tækifæri til umbóta er mikilvæg. Ég myndi vilja sjá bæjarskrifstofuna og aðrar stofnanir í bænum hætta með pappa- og plastglös og bjóða frekar upp á fjölnota bolla ásamt því að hvetja fólk til að koma með sína eigin bolla á fundi eða viðburði. Starfsmenn í áhaldahúsinu hafa breytt ýmsu til hins betra. En skipt hefur verið út bensíndrifnum verkfærum í batteríis- verkfæri. Fjárfest hefur verið í nýjum raf- magnsbíl sem notaður verður í garðyrkju og til tæmingar rusladalla. Þau hafa einnig unnið markvisst að því að minnka plast- notkun. Þetta eru allt skref til batnaðar og vonum við að á árinu 2022 verði enn fleiri skref tek- in til sjálfbærrar framtíðar í Mosfellsbæ. Kristín Ýr Pálmarsdóttir Umhverfismál í forgangi Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjör- borðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokk- inn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Ein þeirra er Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi til margra ára, lýðheilsufræðingur með menntun í stjórnun menningar- stofnana, kennari, núverandi formaður fræðslunefndar og fyrrverandi formaður fjölskyldunefndar. Þessi mikla menntun og reynsla í farteskinu gerir Kolbrúnu hæfasta til þess að leiða þann lista sem Sjálfstæðismenn munu tefla fram í sveit- arstjórnarkosningunum í vor. Auk mikillar og fjölbreyttrar menntunar þá er reynsla af því að takast á við fjölbreytta málaflokka og takast á við stjórnsýsluna mikilvæg þeim sem ætla sér að vera leiðandi í bæjarfélagi eins og Mosfellsbæ. Skýr framtíðarsýn, metnaður, eldmóður og rótgróin væntumþykja fyrir bænum eru hennar leiðarljós og ég held að mörg okkar deili þeirri framtíðarsýn sem Kolbrún hefur teiknað upp fyrir Mosfellsbæ. Eða svo not- uð séu hennar orð: „Framtíðartækifærin felast í sterkri tengingu við náttúruna og er Mosfellsbær þar fremstur í flokki sveitar- félaga hvað þau tækifæri varðar. Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu og grænni nýsköpun er hér allt í kringum okkur og er draumurinn að í Mosfellssbæ verði byggð- ur upp öflugur bændamarkaður í bland við matarupplifun í jafnvel mathöll sem enga á sér líka. Matarupplifun í bland við menn- ingu og listir er eftirsóknarverð upplifun fyrir alla fjölskylduna.“ Þetta er framtíð sem ég vil fyrir Mosfellsbæ. Ef við sem trúum því að Mosfellsbær sé bær- inn þar sem við ætlum að ala upp börnin okkar og byggja upp okkar líf í sátt og samlyndi við náttúruna þá er Kolbrún rétti kosturinn. Þegar fólk sem hefur lengi verið við stjórnvölinn ákveður að hætta skapast rými fyrir aðra að komast að. Þegar Haraldur ákvað að bjóða sig ekki fram sem oddvita flokksins eftir að hafa leitt Mosfellsbæ í gegnum gríðarlega stækkun, þróun og uppbyggingu, skap- aðist svigrúm fyrir aðra að bjóða sig fram til verksins. Framboð til oddvita flokkisns þýðir þó alls ekki að við séum að velja okkur bæjarstjóra, þvert á móti, í þessu prófkjöri erum við að velja um hver verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor. Hvort sigurvegarinn verður bæjarstjóraefni er síðari tíma ákvörðun alls listans og kallar fyrst og fremst á að Sjálf- stæðismenn sigri í kosningunum í vor. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu og velja þann aðila til forystu sem hefur mikla reynslu og hefur tekið þátt í að byggja upp Mosfellsbæ frá 2010 með ábyrga fjármálastjórn að leiðar- ljósi. Kolbrún hefur skýra framtíðarsýn og vill byggja upp græna atvinnuvegi í Mos- fellsbæ þar sem náttúran nær að blómstra í sátt og samlyndi við íbúana. Hún hefur tek- ið þátt í að byggja upp skóla og tómstundir þar sem börnin okkar njóta bestu mennt- unar og tómstunda sem völ er á. Kolbrún er leiðtogi framtíðarinnar fyrir Mosfellssbæ, á því leikur enginn vafi. Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi og fyrrverandi formaður fræðslunefndar og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Það skiptir máli hver stjórnar Eins og fram kom í síðasta Mos- fellingi, verður hugarflugsfundur þeirra sem áhuga hafa á stofnum Lista- og menningarfélags Mos- fellinga, fimmtudaginn 20. janúar 2022 kl. 20.00. Í ljósi aðstæðna, þá verður um fjarfund að ræða og mun slóð á fjarfundinn birtast á facebook-síðu Lista- og menningarfélagsins sem fer í loft- ið nú í vikunni. Facebook-síðan mun bera heitið Lista- og menningarfélag Mosfellinga. Áréttað skal hér að hugmyndin með félaginu er að efla menning- ar- og listastarfsemi í Mosfellsbæ og stuðla að auknu framboði og fjölbreytileika í menningar- og listalífi bæjarins. Davíð Ólafsson Lista- og menningarfélag Mosfellinga Ég tel mig vera einn af þeim mörgu Mosfellingum sem eru meðvitaðir um umhverfismál. Þess vegna flokka ég úrgang eins og hægt er og fer reglulega í móttökustöð Sorpu hér í bænum. En ekki er alltaf létt að gera rétt. Flokkun plasts og móttaka þess er til dæmis eitthvað sem má bæta. Mér finnst asnalegt að þurfa að nota plastpoka til að flokka plast í og hef ég þann háttinn á að vera með margnota poka undir plast sem ég sturta svo úr í gám á móttöku- stöðinni. Það hefur hingað til gengið vel, en plastgámurinn sem hefur nýlega verið settur upp þarna er ekki með hlerum sem er hægt að loka heldur opinn. Þegar ég fór síðast með plastið mitt og ætlaði að skila þá fauk allt jafnóðum á móti mér aftur og ég hljóp um allar trissur að safna því aftur saman. Svæðið þarna í kringum móttöku- stöðina er allt í rusli, mest plasti sem hefur fokið úr þessum óhentuga gámi. Til hvers að safna og skila ef þetta er svona? Mót- tökugámar sem eru á nokkrum stöðum í bænum til að taka á móti plasti og gleri eru ekki heldur mjög hentugir. Það gengur með glerið, en að reyna að troða plastinu inn í þetta þrönga gat er oft ógerandi, sérlega þegar það er vindur. Gráa tunnan mín heima er yfir- leitt næstum tóm því við flokkum gler, plast, málma og erum með jarðgerð út í garði undir lífrænan úrgang. Þá kemur það fyrir að sorphirðumönnum finnst ekki taka því að trilla tunnunni okkar út á götu. Skiljanlegt. Fyrir mér mætti tæma sjaldnar, og þeir sem framleiða mikið af rusli og nenna ekki að flokka ættu að fá kost á að fá sér auka tunnu og borga fyrir hana. Ekki nema réttlátt fyrir aukna þjónustu. Góðir bæjarbúar: Reynum nú þegar nýja árið er gengið í garð að hugsa vel um umhverfið okkar. Hvað getum við gert til að minnka magn ruslsins frá heimilinu? Hvernig er best að flokka og skila? Getum við passað okkur á því að lokin á ruslu- tunnunum séu föst á þannig að ekki fjúki úr þeim? Getum við kennt börnunum okkar með góðri fyrirmynd að vera ekki að henda rusli á viðavangi? Getum við nú loksins safnað saman síðustu leifunum af flugeldum okkar og koma þeim á viðeig- andi stað? Bærinn okkar er allt of fallegur til þess að allt sé í rusli. Gleðilegt nýtt ár. Úrsúla Jünemann Allt í rusli?

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.