Mosfellingur - 13.01.2022, Qupperneq 31
Það var árið 2008 sem við „Á allra vörum“
stöllurnar hittum Ásgeir Sveinsson í fyrsta
skiptið, en hann var þá framkvæmdastjóri
Halldórs Jónssonar ehf., umboðsaðila Dior
á Íslandi.
Ástæða fundarins var að fá hann til liðs
við okkur þegar við undirbjuggum okkar
fyrsta átak þ.e. að selja varagloss til styrkt-
ar góðu málefni. Markmiðið var að vekja
þjóðina til umhugsunar um brjóstakrabba-
mein kvenna og safna fyrir lokagreiðslu í
nýju brjóstamyndatæki fyrir Krabbameins-
félagið.
Þrautseigi Ásgeir
Það gilda strangar reglur um sölustaði
hjá snyrtivörumerki eins og Dior og þegar
Ásgeir kynnti hugmyndina fyrir því magn-
aða fyrirtæki fékk hann vægast sagt dræmar
viðtökur. En hann lét ekki segjast og eftir
ótal símtöl og heimsókn til höfuðstöðva
fyrirtækisins í París tókst honum að sann-
færa fólkið um að taka þátt í þessu einstaka
átaki. Þar með fékkst leyfi til að selja Dior
í stórmörkuðum, til fyrirtækja og einstakl-
inga sem skilaði frábærum árangri og upp-
skárum við 20 þúsund seld eintök. Það má
fylgja sögunni að Diorfólk hafði svo sann-
arlega ekki búist við öðrum eins árangri
og botnaði hvorki upp né niður í þessari
glossglöðu þjóð. Það er alveg á hreinu að
þrautseigja og úthald Ásgeirs hafði allt um
það að segja að leyfi fékkst.
Pottþétti Ásgeir
Við kynntumst Ásgeiri bæði persónu-
lega og viðskiptalega á þessu brölti okkar. Í
stuttu máli má segja að allt hafi staðist eins
og stafur á bók. Við höfum oft talað um það
okkar á milli að hann eigi mikið í velgengni
Á allra vörum og það sé ekki síst honum
að þakka hversu vel okkur tókst að kynna
átakið. Það skipti máli að vera með ábyggi-
legan samstarfsaðila og getum við þakkað
hversu vel var vandað til verka í upphafi og
var Ásgeir stór hlekkur í þeirri keðju.
Dugnaðarforkurinn Ásgeir
Ásgeir starfaði náið með okkur í öllum
undirbúningnum, lánaði okkur húsnæði og
var boðinn og búinn að létta undir á allan
hátt. Við nutum góðs af hans hæfileikum
í rekstri og stjórnun auk þess sem alltaf
var hugsað í lausnum með þau fjölmörgu
verkefni sem komu upp og þurfti að leysa.
Hann er skipulagður og hefur einstakt lag
á að fá fólk til að vinna með sér, enda lagði
hann alltaf áherslu á liðsheild og passaði
að allir hefðu hlutverk og væru á réttum
stað á réttum tíma, enda tók starfsfólk HJ
þátt með okkur af heilum hug eftir hans
hvatningu.
Áfram Ásgeir
Um leið og við þökkum Ásgeiri stuðn-
inginn við okkur stöllur í gegnum tíðina
viljum við hvetja hann til dáða í baráttunni
um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Mos-
fellsbæ fyrir næstu kosningar. Þú ert réttur
maður á réttum stað og íbúar geta hrósað
happi að fá annan eins dugnaðarfork og
framkvæmdamann sem oddvita Sjálfstæð-
isflokksins í Mosó.
Áfram þú, elsku Ásgeir!
Gróa, Elísabet og Guðný.
Á allra Vörum.
Gleðilegt ár kæru Mosfellingar og
takk fyrir stuðninginn við okkur í
Aftureldingu á liðnu ári. Á sunnu-
daginn sl. vorum við í Aftureldingu
með okkar árlegu uppskeruhátíð.
Hátíðin var smá í sniðum þetta
árið en alltaf jafn dásamlegt að fá
að taka þátt í að upplifa uppskeru
með fólkinu okkar.
Hver deild tilnefnir sitt íþróttafólk sem
nefnd á vegum Aftureldingar tekur svo að
sér að velja úr. Öll sem tilnefnd voru eiga
það sammerkt hversu sterkar og góðar
fyrirmyndir þau eru og mikið eiga yngri
iðkendur okkar það gott að eiga ykkur til
þess að líta upp til.
Hlutskörpust í kjörinu í ár voru þau
Þórður Jökull Henrysson karate og Thelma
Dögg Grétarsdóttir blaki, þau hafa bæði
skarað fram úr í sinni grein og átt gríðar-
lega gott ár.
Vinnuþjarkur Aftureldingar er einn af
uppáhalds titlunum í mínum huga en við
erum svo heppin að eiga marga og góða
sjálfboðaliða sem alltaf eru boðnir og
búnir, í þetta sinn varð fyrir valinu Haukur
Sörli Sigurvinsson. Í mörg ár hefur Haukur
verið lykilmaður i meistaraflokksráði karla
í handbolta og verið formaður þess síðan
2018. Haukur er harðduglegur og leggur
mikinn metnað í störf sín fyrir félagið sitt.
Sterk keðja
Öll erum við sem komum að
Aftureldingu hlekkir í sterkri
keðju. Afreksfólkið okkar, allir
iðkendur, þjálfarar, sjálfboðalið-
ar, velunnarar, styrktaraðilar og
Mosfellsbær. Við erum ekkert án
hvers annars og í ár þökkuðum
við Bakka byggingafélagi sérstak-
lega fyrir okkur. Bakki hefur stutt ríkulega
við Aftureldingu í um 30 ár og verið okkur
ómetanlegur bakhjarl bæði í afreksstarfinu
sem og barna- og unglingastarfinu, en án
góðra styrktaraðila og velunnara værum við
ekki þar sem við erum í dag.
Ég ætla ekki að telja alla upp hér sem
fengu viðurkenningu enda yrði það langt
mál, allar upplýsingar má finna á heim-
síðunni afturelding.is, en mig langaði að
nefna þessa hér að ofan og þakka fyrir mig
og óska ykkur öllum innilega til hamingju.
Fram undan er vonandi gott ár hjá okkur
og vonandi getum við sem fyrst farið að
starfa óhindrað og taka á móti ykkur sem
áhorfendum kæru stuðningsmenn af því
að það er svo gaman. Það er fátt betra en
að tilheyra svona flottum hóp sem Aftur-
elding er.
Áfram Afturelding,
Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar.
Uppskera
Áfram Ásgeir!
Ég, Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir,
býð mig fram í fyrsta sætið í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins þann 5.
febrúar.
Ég er kennari og lýðheilsufræð-
ingur að mennt og er að ljúka
námi í stjórnun menntastofnana.
Ég hef setið sem bæjarfulltrúi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í tvö
kjörtímabil. Áður var ég varabæjarfulltrúi
og formaður fjölskyldunefndar. Nú er ég
formaður fræðslunefndar og eiga skóla-
málin því stóran part af hjarta mínu. Ég
hef búið í Mosfellsbæ frá 9 ára aldri og hér
liggja mínar rætur. Ég býð mig fram í fyrsta
sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég
hef reynslu, þekkingu og getu til að leiða
stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ.
Mín sýn
Ég vil áfram styðja við okkar mikilvæga
skólastarf og halda áfram að byggja upp
góða leikskóla. Ég mun halda áfram að
styrkja innviðina samhliða fjölgun íbúa
eins og nauðsynlegt er. Mikilvægt er að
fötluð börn fái þjónustu við hæfi og þarf að
endurskoða stefnuna um skóla án aðgrein-
ingar. Það krefst samtals við ríkið um meira
fjármagn til skólanna fyrir börn sem þurfa
meiri stuðning.
Ég vil hefja stórsókn í að skapa skilyrði
fyrir fyrirtæki sem vilja byggja upp skap-
andi greinar eða græna nýsköpun þar sem
hringrásarhagkerfið verður í hávegum haft.
Mosfellsbær er í góðri stöðu til að bjóða til
sín slíkum fyrirtækjum og er atvinnusvæðið
í Blikastaðalandi t.d. kjörið til slíkrar upp-
byggingar. Fyrsta skrefið verður að móta
áræðna atvinnustefnu sem hefur bæði
jákvæð umhverfis- og efnahagsleg áhrif
fyrir bæjarfélagið.
Við ætlum að vera eitt lið
Mosfellsbær er fyrsta sveitarfélagið sem
varð Heilsueflandi samfélag og vil ég styrkja
þá starfsemi enn frekar. Bærinn á
að vera leiðandi í heilsueflingu
með kröftugum markmiðum eins
og fram koma í nýrri lýðheilsu-
stefnu bæjarins.
Mosfellsbær er íþrótta– og
heilsubær umkringdur fallegri
náttúru og er fyrsta val fólks sem
vill búa, njóta og vinna þar sem
slíkar aðstæður eru fyrir hendi. Þá vil ég
tengja saman íþróttafélögin, skólana,
Reykjalund og atvinnulífið – fella múra
og að við verðum eitt lið sem hefur það að
markmiði að efla heilsu allra bæjarbúa. Ég
treysti mér fyllilega til að leiða þetta mik-
ilvæga verkefni því ég veit að það er mikill
mannauður í Mosfellsbæ sem vill hefja
þennan leiðangur saman. Þannig gerum
við Mosfellsbæ að sönnum íþrótta– og
heilsubæ.
Íþrótta– og tómstundafélögin kalla á
meira fjármagn og betri aðstöðu til iðkunar
og hefur samráðsvettvangur Aftureldingar
og bæjarins sett fram stefnu um uppbygg-
ingu að Varmá. Það er metnaðarfullt plan
sem vonandi flestir geta sæst á. Það þarf
stöðugt að hugsa til framtíðar og halda
áfram að byggja upp. Börn og ungmenni
hafa mikið val um íþróttir og tómstundir
og þannig viljum við að það verði áfram.
Það þarf reynslu, þekkingu og dugnað
Til að láta drauma okkar rætast þarf kraft-
mikla forystu sem hefur reynslu af rekstri
sveitarfélagsins. Okkar helsta aðalsmerki
hefur verið góð fjármálastjórn og ábyrg-
ur rekstur og það verður að vera áfram. Í
framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
eru einstaklingar með fjölþætta reynslu
og bakgrunn. Ég vil leiða þennan hóp til
áframhaldandi góðra verka fyrir okkar góða
samfélag. Gerum þetta saman.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi og fram-
bjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Forysta með framtíðarsýn
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum
má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins:
www.mos.is/storf
Laus störf í Mosfellsbæ
SÆTI
Rú r Br i Guðlau sson
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ
5. FEBRÚAR 2022
OKKAR BÆR - BETRI BÆR
95D3FF
SÆTI
Rúnar Bragi Guðlaugsson
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ
5. FEBRÚAR 2022
OKKAR BÆR - BETRI BÆR
95D3FF
SÆTI
Rúnar Bragi Guðlaugsson
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ
5. FEBRÚAR 2022
OKKAR BÆR - BETRI BÆR
95D3FF
SÆTI
Rúnar Bragi Guðlaugsson
í prófkjöri Sjálfstæðisflo ksins í Mosfellsbæ
5. FEBRÚAR 2022
OKKAR BÆR - BETRI BÆR
95D3FF
Aðsendar greinar - 31