Mosfellingur - 13.01.2022, Side 32
- Aðsendar greinar32
25
13
Janúar
2022
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS
7654
14121110
2120191817
28272624
31
OPNUM
AFTUR
love and joy
VARÚLFUR
25
13
Janúar
2022
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS
7654
14121110
2120191817
28272624
31
OPNUM
AFTUR
love and joy
VARÚLFUR
Dagskrá Bólsins
„Brotin loforð alls staðar, brotin
hjörtu á dimmum bar, brotnar sálir
biðja um far, burt, burt heim.“
Texti Bubba Morthens í sam-
nefndu lagi lýsir stöðu fjölmargra
sem geta ekki borið hönd fyrir höf-
uð sér, átta sig ekki á hvers vegna
minna er á milli handanna og ekki
sé hægt að bjóða börnum sínum
betra viðurværi. Verst er þegar aðilar í sam-
félagi okkar gefa sig út fyrir að vera bestir
til að veita bjargirnar og þeir langbestu til
að gæta fjárhags ríkis og sveitarfélaga án
innstæðu. Hefur það verið raunin? Já, svo
sannarlega. Flestir stjórnmálamenn, þ.á m.
öll vinstri stjórnin 2009-2013, voru tilbúnir
að láta almenning borga verðbætur langt
umfram það sem eðlilegt var. Aðeins einn
aðili kom þarna til móts við fólkið í land-
inu, þ.e. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
ásamt þeirri ríkisstjórn sem hann stýrði
eftir kosningarnar 2013.
Á tímabili eftir hrun fjármálakerfisins
2008 mátti sjá fulltrúa margra flokka ganga
gegn hagsmunum almennings og voru til-
búnir, jafnvel sem þingmenn og ráðherrar,
að ganga ansi langt í að brjóta bæði loforð
og lög í landinu gagnvart þeim sem þá áttu
um sárt að binda og misstu eignir sínar og
lífsviðurværi.
Nýlega kom ég í pontu í bæjarstjórn
Mosfellsbæjar og gerði athugasemd við
brotin loforð meirihlutans í Mosfellsbæ
þegar kemur að leikskólagjöldum. Á fundi
bæjarstjórnar númer 795, þann 8. desem-
ber 2021, vitnaði ég í loforð meirihlutans
sem lesa má í málefnasamningi V- og D-
lista frá 5. júní 2018 en þar segir orðrétt:
,,Við viljum: að leikskólagjöld lækki um
25% á kjörtímabilinu án tillits til verðlags-
hækkana.“
Þess ber að geta að undir þennan mál-
efnasamning ritar oddviti VG og Sjálfstæð-
isflokksins. Hver er raunin. Jú, raunin er
sú að lækkunin nam aðeins 14,3% en ekki
25% eins og lofað var. Í ræðu bæj-
arstjórans á fundi nr. 795 í bæjar-
stjórn segir aftur orðrétt (feitletrun
mín):
,,Sko, varðandi þetta síðasta,
lækkun leikskólagjalda þá…
þá…he…þá er mér ljúft að svara
því. Það vill svo bara til ágæti
bæjarfulltrúi að…að það er búið
að gera meira en loforðið segir til um.
Loforðið segir til um það að lækka leik-
skólagjöld um 25% að…að…án tillits til
verðlags. Það er að segja að þetta þýðir
það að 25 prósentin eru ekki…eru með
verðlagsbreytingum inn í. Við erum búin
að lækka þau um 5% á ári og sem þýðir
þá það að við erum búin að lækka þau
meira og sennilega töluvert meira heldur
en…heldur en þetta sem stendur í mál-
efnasamningnum segir. Þannig að það sé
nú á hreinu.“
Undir þetta tók oddviti VG og botnaði
ekkert í athugasemd minni, þrátt fyrir að
hafa lesið og vitnað sjálfur beint í framan-
greindan málefnasamning.
Hvað gengur þessu fólki til? Þess ber að
geta að þeir sem keppa nú um oddvitasætið
í Sjálfstæðisflokknum, formaður bæjarráðs
og formaður fræðslunefndar, gerðu enga
athugasemd við málflutning þennan. Hvers
vegna?
Fólk sem gefur sig út fyrir að vera í
stjórnmálum verður að taka ábyrgð. Þetta
fólk sem að framan er getið er ekki að taka
ábyrgð og beinlínis stunda það að ganga
gegn eigin samningum og gera illt verra
með því að svíkja loforð til kjósenda og
reyna að draga fjöður yfir eigin villur, mis-
tök og vanþekkingu.
Hér er verið að brjóta loforð á barnafólki
í Mosfellsbæ. Vilja bæjarbúar kjósa slíkt
fólk til framhaldandi valda.
Sveinn Óskar Sigurðsson,
bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ
Brotin loforð gagnvart
barnafólki í Mosfellsbæ „Ef hreyfing væri til í pilluformi þá
væri það mest ávísaða lyf í heimi“
Hreyfing snýst um svo miklu
meira en að líta vel út. Hreyfing er
verkfæri og tól sem getur hjálpað
okkur að stuðla að bættri vellíðan.
Hreyfing á ekki að vera kvöð og er
ég talsmaður þess að maður eigi að
finna sér þá hreyfingu sem veitir
ánægju og tilhlökkun. Það er vissulega
mikilvægt að styrkja sig og iðka þolæfingar,
en númer eitt, tvö og þrjú er það að finna
sér afþreyingu sem þú hefur gaman af. Þeg-
ar við höfum gaman þá verður hreyfingin
auðveldari og einfaldar það fyrir okkur að
koma hreyfingunni í fasta venju!
Það ættu allir að geta fundið skemmtilega
afþreyingu við sitt hæfi í dag, þar sem úr-
valið hjá okkur á klakanum er svo fjölbreytt
og svo margt flott í boði. Þegar hreyfingin
er svo orðin að fastri venju, þá má gjarnan
fara að huga að hvað við getum gert til að
bæta hana og okkur í leiðinni.
Þegar við stundum heilsusamlega hreyf-
ingu þá stuðlum við að bættri heilsu, vellíð-
an og betri lífsgæðum. Við getum í kjölfarið
minnkað líkur á kvíða og þunglyndi, vernd-
að okkur frá hinum ýmsum sjúkdómum.
Einu sinni hélt ég að maður yrði að fá
blóðbragð í munninn til þess að
ég gæti kallað mína hreyfingu æf-
ingu. En sem betur fer þá veit ég
betur í dag!
Öll hreyfing er af hinu góða og
númer eitt, tvö og þrjú er einfald-
lega að hreyfa sig. Það skiptir ekki
jafn miklu máli hvernig við hreyf-
um okkur eða hversu mikið við
náum að svitna á meðan á æfingu stendur!
Og æfingin þarf ekki standa yfir langan
tíma í senn, þar sem talið er að 30 mínútna
hreyfing á dag, 5 daga vikunnar geti skipt
sköpum fyrir okkur. Ef þú átt ekki hálftím-
ann, brjóttu hann þá niður í þrisvar sinnum
10 mín., hér og þar yfir daginn. Hugsum í
lausnum, því jú, öll hreyfing skiptir okkur
máli.
Munið að líkaminn okkar spyr ekki um
aldur og fyrri störf þegar hreyfing er annars
vegar, heldur mun hormónakerfið okkur
losa um vellíðunarhormón um leið og við
byrjum að hreyfa okkur.
Hvernig væri að hreyfa sig í dag og sjá
hvort það losni ekki úr læðingi.
Þú hefur engu að tapa, en þú gætir haft
margt að vinna!
Hvatningarkveðja,
Berta Þórhalladóttir
Af hverju hreyfum við okkur!
Sendið okkur myndir af nýjum
Mosfellingum ásamt helstu
upplýsingum á netfangið
mosfellingur@mosfellingur.is