Mosfellingur - 13.01.2022, Page 34

Mosfellingur - 13.01.2022, Page 34
Takk og 20 mínúTur Það er margt í kollinum núna. Þakklæti til dæmis. Hitti góðan mann í síðustu viku sem vann fyrir íþróttafélag í fimm ár, en er nú kominn í nýtt starf. Hann sagðist hafa saknað þess að hafa ekki heyrt oftar frá fólki á jákvæðum nótum, fólk var duglegt að hringja þegar eitthvað var að, en nánast aldrei til að hrósa. Þetta er jákvæður og hress náungi og þetta er hárrétt hjá honum, það verður að muna að hrósa og sýna þakklæti fyrir það sem vel er gert. Ég gríp boltann og segi stórt takk til allra ykkar starfsmanna og sjálfboðaliða hjá íþróttafélögum Mosfellsbæjar. Ég veit að það er margt á ykkar könnu og að þið gerið ykkar besta. Ég er líka að velta fyrir mér áherslum frambjóðenda og flokka, sérstaklega á sviði íþrótta og heilsueflingar. Það eru margir góðir í framboði og ég er bjartsýnn á framtíð Mosfellsbæjar. Ég er óflokks- bundinn og verð það áfram, en ég lofa hér með atkvæði á þá sem vilja og ætla hugsa stórt og byggja Íþrótta- þorp á Varmársvæðinu. Íþróttaþorp með aðstöðu fyrir íþróttamenn og almenning til að æfa, borða, setjast niður og ræða málin, horfa á beinar útsendingar, fara í nudd, fá sjúkraþjálfun, og svo framvegis. Allt á einum stað. Íþróttahjarta Mosfellsbæjar. Hugsanlega þarf að fórna einhverju svo þetta geti orðið og endurmeta þörf og áhuga íbúa á aðstöðu og íþróttagreinum, núna og til framtíðar. Ekki festast í halda í aðstöðu og byggingar bara af því að þær stóðu einu sinni fyrir sínu og voru vel nýttar. Hvað er til dæmis oft (full)setið í stúkunni við aðalvöllinn okkar? Svo er hér æfingaáskorun fyrir þá sem eru að byggja sig upp fyrir fella- og fjallgöngur í sumar. 20 mínútur, fram- stigsganga og jafnfætis stökk til skiptist. Utanveg- ar, helst eitthvað upp í móti. Njótið! Heilsumolar gaua - Nýársávarp34 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is www.fastmos.is Við áramót Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Kæru Mosfellingar! Það er góður siður við áramót að líta um öxl, rifja upp það sem gekk vel og ekki síður skoða hvað mun mæta okkur á nýju ári. Árið 2021 var í raun gjöfult ár þótt annað árið í röð þyrftum við að glíma við afleiðingar kórónuveirunnar í okkar daglega lífi. Efnahagslífið tók að rétta úr kútnum, atvinnuleysi fór minnkandi og hagur sveitarfélaganna batnaði lítillega. Við eigum þó nokkuð í land með að ná okkar styrk frá því áður en veiran skæða fór að herja á okkur. Þegar þessi orð eru skrifuð eru smittölur í hæstu hæðum og víðtækar samkomutakmark- anir í gildi. En góðu fréttirnar eru þær að hlutfall smitaðra sem þurft hafa á sjúkrahúsinnlögn að halda er mun lægra en áður í faraldrinum og álit sérfræðinga er að það sé því að þakka hversu hátt hlutfall þjóðarinnar hefur látið bólusetja sig. Bólusetning er besta vörnin gegn Covid-19. Ég hef þá trú að þrátt fyrir háar smittölur þessa dagana þá verði ekki langt að bíða eftir því að þessi faraldur verði að mestu leyti yfirstaðinn. Metnaðarfull áætlun og þjónustan varin Líkt og á árinu 2020 reyndi mikið á skipulag starfsemi Mos- fellsbæjar á árinu 2021. Það hefur verið mikið um sóttvarnar- reglur og samkomutakmarkanir á árinu og veiran komið og farið ef svo má segja. En þrátt fyrir það hefur tekist að halda úti órofinni starfsemi sveitarfélagsins og þjónustan hefur verið varin. Það hefur oft á tíðum ekki verið einfalt verk en starfsfólk og stjórnendur Mosfellsbæjar hafa staðið vaktina af einstakri elju- semi, ábyrgð og festu. Það eru mikil verðmæti fyrir samfélagið okkar hér hversu vel hefur tekist til við rekstur og þjónustu bæj- arins á þessu krefjandi tímum. Fyrir það vil ég þakka starfsfólki bæjarins kærlega fyrir. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 2022 er metnaðarfull. Í henni er gert ráð fyrir að afgangur verði af rekstri bæjarins sem nemi rúmum 200 m.kr. Það er viðsnúningur frá síðustu tveimur árum þegar töluverður halli hefur verið á rekstrinum sem orsakaðist að mestu vegna tekjufalls í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunn- ar. Fjárfestingar verða í sögulegu hámarki en gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir rúmar 2.900 m.kr. á árinu 2022. Þar ber hæst að hafist verður handa við byggingu nýs 120 barna leikskóla í Helgafellshverfi, byggingu íþróttahúss við Helgafellsskóla og nýja þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Þetta eru dæmi um framkvæmdir sem haldast þétt í hendur við öra stækkun sveitarfélagsins. Allt er þetta gert til þess að mæta þörfum íbúa í nútíð og framtíð og á þátt í að auka lífsgæði og velferð þeirra. Á nýju ári munu álögur á íbúa og fyrirtæki ekki hækka að raungildi og lækka í nokkr- um tilfellum. Þjónusta við íbúa hefur eflst jafnt og þétt og þar er sígandi lukka best. Sú fyrirhyggja og ráðdeild sem sýnd hefur verið er ástæða þess að við sjáum aftur fram á bjartari tíma í rekstri bæjarins en við verð- um áfram að vera vakandi yfir rekstrinum. Ég vil leyfa mér að taka byggingu Helga- fellsskóla, sem nú er komin í rekstur, sem dæmi um ráðdeild en skólinn var afhentur á réttum tíma og kostnaðurinn var 2% undir kostnaðaráætlun. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér og liggur ekki hjá einum einstaklingi heldur vaskri sveit starfsmanna og stjórnenda. Persónuleg tímamót Í haust tók ég þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til end- urkjörs í bæjarstjórn í kosningunum sem eru fram undan. Ég mun því láta af störfum sem bæjarstjóri í vor. Ég hafði leitt hugann að því fyrir fjórum árum að þetta kynni að verða mitt síðasta kjörtímabil í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ég hef verið bæjarstjóri frá árinu 2007, lengst allra sem gegnt hafa þessu embætti í Mosfellsbæ. Það hefur verið einstakur heiður að fá að gegna þessu starfi allan þennan tíma og fá að vinna fyrir samfélagið hér í Mosfellsbæ. Íbúum hefur fjölgað um helming á þessum tíma og gríðarleg uppbygging átt sér stað. Heildarfjárfesting bæjarfélagsins nem- ur rúmlega 23 milljörðum króna á tímabilinu. Allt hefur þetta verið unnið á sterkum grunni samstarfs við samstarfsflokk okkar og skýrri framtíðarsýn okkar um það hvað Mosfellsbær stendur fyrir. En þess má geta að á þessu tímabili hefur Mosfellsbær mótað sér heildarstefnu með gildum bæjarins, framtíðarsýn og stefnuáherslum og svo hefur stefnumótun átt sér stað í öllum málaflokkum á grundvelli þessarar heildarstefnu. Fjárfestingin er að stofni til í skóla- og íþróttamannvirkjum og ef litið er yfir farinn veg þá má segja að eftirfarandi beri hæst: Af skólamannvirkjum má nefna byggingu 2. og 3. áfanga Lágafellsskóla, stækkun Huldubergs, byggingu Krikaskóla, Framhaldsskólans, Höfðabergs og Leirvogstunguskóla. Nýjasta skólamannvirkið er svo Helgafellsskóli sem er stærsta einstaka framkvæmdin sem Mosfellsbær hefur ráðist í. Af íþrótta- og tómstundamannvirkjum má nefna byggingu Lágafellslaugar, nýtt gras og stúka á gervigrasvöllinn, byggingu fimleikahúss og tengibyggingu með félags- og skrifstofuaðstöðu fyrir Aftureldingu, stækkun golfvallarins og nýs golfskála, reiðhöll Hestamannafélagsins Harðar, nýtt skátaheimili og svo síðast en ekki síst, fjöl- nota knattspyrnuhúsið okkar Fellið. Á sviði velferðarmála má nefna stækkun félagsmiðstöðvar eldri borgara á Hlaðhömr- um, byggingu hjúkrunarheimilisins Hamra og stofnsetningu áfangaheimilisins Króks, heimilis fyrir börn og frístundaklúbbsins Úlfsins. Það sem er mjög mikilvægt í þessu sam- hengi er að af þessum 23 milljörðum sem varið hefur verið í þessar fjárfestingar hefur því sem næst helmingur fjárins komið úr rekstrinum sjálfum eða sem veltufé frá rekstri. Það er einstakur árangur á alla mælikvarða. En mest um vert er að bæjarbúar eru stoltir af sínu sveitar- félagi, þeir standa vörð um samfélagið og sú þjónusta sem við veitum er í fremstu röð samkvæmt mælingum. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir því að vera bæjarstjóri og vinna þannig fyrir samfélagið hér í Mos- fellsbæ. Ég hef notið hvers dags og er afar þakklátur fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni. Ég mun gegna starfi bæjarstjóra af trúmennsku þar til í vor þegar kjörtímabilinu lýkur. Framtíðin er björt í Mosfellsbæ og með gildin okkar góðu VIRÐINGU – JÁ- KVÆÐNI - FRAMSÆKNI og UMHYGGJU að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir sem fyrr. Gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár kæru Mosfellingar. Haraldur Sverrisson Bæjarstjóri En mest um vert er að bæjarbúar eru stoltir af sínu sveitarfé- lagi, þeir standa vörð um samfélagið og sú þjón- usta sem við veitum er í fremstu röð samkvæmt mælingum. flugeldasýning á þrettándanum 2019 M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.