Mosfellingur - 07.04.2022, Page 26

Mosfellingur - 07.04.2022, Page 26
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Allir íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátaki Mosfells- bæjar og hjálpast að við að gera bæinn fallegan og snyrtilegan fyrir sumarið. VORIÐ ER Á NÆSTA LEITI Dagana 13. apríl – 4. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og nánasta umhverfi. Hreinsun gróðurs og lóða Meðan á hreinsunarátakinu stendur er gott tækifæri fyrir íbúa að taka til hendinni í garðinum og snyrta runna og beð og eru þeir sérstaklega hvattir til að klippa hekk og tré sem ná yfir gang- stéttar og stíga. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum: • Holta- og Tangahverfi – Neðan Þverholts (milli Akurholts og Arnartanga) • Höfða- og Hlíðahverfi – Vörubílastæði við Bogatanga • Teiga- og Reykjahverfi – Skarhólabraut ofan Reykjavegar og við Sunnukrika • Hlíðartúnshverfi – Við Aðaltún • Helgafellshverfi – Efst í Brekkulandi og við Snæfríðargötu • Leirvogstunga – Á stæði við stoppistöð á Tunguvegi • Mosfellsdalur – Á bílastæði við Þingvallaveg Gatna- og stígahreinsun Á þessu tímabili mun einnig fara fram þvottur og sópun gang- stétta og gatna bæjarins. Í fyrstu verða stofngötur og stígar ásamt stofnanaplönum sópuð og í framhaldi verður farið inn í hverfi bæjarins og verða merkingar settar á áberandi staði áður en sú vinna hefst. Til að þetta verði sem best gert þurfum við á aðstoð íbúa að halda með því að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur. Eftirtalda daga verða gatnahreinsunarmenn að störfum í hverfunum. Gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar. 11. apríl - Reykja- og Krikahverfi 12. apríl - Teiga- og Helgafellshverfi. 13. apríl - Holtahverfi. 19. apríl - Tangahverfi. 20. apríl - Hlíða- og Hlíðartúnshverfi. 22. apríl - Höfðahverfi. 25. apríl - Leirvogstunguhverfi. HREINSuNARdAGAR Á OpNuM SVÆÐuM 22. – 24. ApRíL Helgina 22. – 24. apríl verður ráðist í hreinsunarátak á opnum svæðum bæjarins og meðfram nýbyggingarsvæðum. Afturelding og skátafélagið Mosverjar munu að venju aðstoða við hreinsunina og taka vel til hendinni. Umhverfissvið Mosfellsbæjar - Kammerkórinn kveður26 Kammerkór Mosfellsbæjar heldur vortónleika sína 28. apríl næstkomandi. Þetta verða síðustu tónleikar kórsins og um leið eru þetta afmæl- istónleikar því um þessar mundir er tuttugasta starfsári kórsins að ljúka. Símon H. Ívarsson gítarleikari stofnaði Kamm- erkór Mosfellsbæjar árið 2002 og hefur stjórnað honum alla tíð síðan. Kórinn hefur staðið fyrir blómlegu tónlistarstarfi í Mosfellsbæ og víðar. Kammerkórinn er áhugamannakór sem jafnan hefur sýnt metnað í tónlistarvali. Árið 2014 gaf kórinn út hljómdisk sem ber nafnið Mitt er þitt, en þar flytur hann kórverk úr ýmsum áttum ásamt hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og jazzhljómsveit undir stjórn Reynis Sig. Á fordæmalausum Covid-tímum undanfarin tvö ár hefur kvarnast nokkuð úr kórnum, rétt eins og fleiri kórum og tónlistarhópum hér á landi. Fyrir lokatónleikana var ákveðið að bjóða nokkrum eldri kórfélögum að slást í hópinn og verða á tónleikunum m.a. flutt ýmis þeirra laga sem kórinn hefur sungið á liðnum árum. Tónleikarnir verða í Guðríðarkirkju í Grafar- holti fimmtudaginn 28. apríl og hefjast klukkan 20:00. Einsöngvarar með kórnum eru Ásdís Arn- alds, Kristín R. Sigurðardóttir og Björn Trausta- son. Hljóðfæraleikarar eru Guðni Franzson klarin- ettuleikari, Hrafnkell Sighvatsson og Ívar Símon- arson gítarleikarar. Kammerkór Mosfellsbæjar heldur sína síðustu tónleika 28. apríl Afmælis- og kveðjutónleikar kammerkór mosfellsbæjar

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.