Mosfellingur - 28.04.2022, Page 12
- Fréttir úr bæjarlífinu12
Veitur og Mosfellsbær hafa gert með sér samkomulag
um uppbyggingu innviða fyrir hleðslu rafbíla í bænum.
Markmiðið er að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla
þeim til afnota sem síður geta komið slíkum búnaði upp
heima fyrir.
Innviðir fyrir hleðslubúnaðinn verða byggðir upp á
nokkrum stöðum í landi bæjarins eða á lóðum tengdum
stofnunum sveitarfélagsins. Þeir staðir sem um ræðir eru
miðbær við bæjarskrifstofur, Helgafellsskóli, Krikaskóli,
golfskálinn og aðstaða skógræktarfélagsins við Úlfarsfell.
Í upphafi verður settur upp einn hleðslubúnaður á hverj-
um stað sem annar tveimur hleðslustæðum en gert er ráð
fyrir að hleðslustæðum geti fjölgað í fjögur til átta, mismik-
ið eftir aðstæðum. Þjónustuaðilar munu selja hleðsluþjón-
ustu til rafbílaeigenda, reka viðskiptakerfi, greiða dreifing-
arkostnað rafmagns og annast rekstur búnaðarins.
Horft til fyrri orkuskipta við undirritun
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og
Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu Veitna,
undirrituðu samkomulagið við útilistaverkið Hundraðþús-
undmilljón tonn af sjóðheitu vatni á torginu við Þverholt
í Mosfellsbæ.
Verkið, sem er eftir Kristin E. Hrafnsson, var reist í til-
efni 100 ára hitaveitu á Íslandi árið 2008. Það er við hæfi
að horfa til fyrri orkuskipta, þegar snúið var frá kolum og
olíu yfir í hitaveitu, og þess hversu mikið þau bættu lífsgæði
þegar unnið er að orkuskiptum dagsins í dag, frá jarðefna-
eldsneyti yfir í umhverfisvænt rafmagn.
Auðvelda bæjarbúum að draga úr losun
Bæði Veitur og Mosfellsbær hafa sett sér metnaðarfull og
nauðsynleg loftslagsmarkmið og aðgerðaáætlanir til að ná
þeim. Auk eigin starfsemi ná áætlanir þeirra til að sporna
við hlýnun jarðar einnig til þess að auðvelda almenningi
að draga úr sinni losun. Umhverfisvænni samgöngur – að
hjóla, ganga, nýta almenningssamgöngur eða aka á bílum
sem ganga fyrir hreinni orku – eru þar lykilatriði.
Veitur og Mosfellsbær koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla • Metnaðarfull loftslagsmarkmið og aðgerðaáætlun
Innviðir fyrir hleðslu rafbíla byggðir upp
haraldur sverrisson bæjarstjóri og jóhannes
Þorleiksson forstöðumaður rafveitu veitna
Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjós fyrir sveitarfélögin Garðabæ, Kjós, Mosfellsbæ og
Seltjarnarnes auglýsa hér með orlofsferðir fyrir árið 2022.
28. ágúst – 4. september 2022
Toskana m.a. sigling um strendur Cinque Terre
5. - 12. október 2022
Króatískar strendur og Alpafjöll
23. – 27. nóvember 2022
Aðventuævintýri í Trier
Rétt til að sækja um orlofsferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án
launagreiðslu fyrir það starf.
Upplýsingar um ferðirnar og skráning er á vefsíðunni www.orlofgk.is eða með þvi að senda
tölvupóst á orlofgk@gmail.com
HÚSMÆÐRAORLOF 2022
Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjós fyrir sveitarfélögin Garðabæ, Kjós, Mosfellsbæ og
Seltjarnarnes auglýsa hér með orlofsferðir fyrir árið 2022.
28. ágúst – 4. september 2022
Toskana m.a. sigling um strendur Cinque Terre
5. - 12. október 2022
Króatískar strendur og Alpafjöll
23. – 27. nóvember 2022
Aðventuævintýri í Trier
Rétt til að sækja um orlofsferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án
launagreiðslu fyrir það starf.
Upplýsingar um ferðirnar og skráning er á vefsíðunni www.orlofgk.is eða með þvi að senda
tölvupóst á orlofgk@gmail.com
HÚSMÆÐRAORLOF 2022
Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjós fyrir sveitarfélögin Garðabæ, Kjós, Mosfellsbæ og
Seltjarnarnes auglýsa hér með orlofsferðir fyrir árið 2022.
28. ágúst – 4. ept ber 2022
Toskana m.a. sigling um strendur Cinque Terre
5. - 12. október 2022
Króatískar strendur og Alpafjöll
23. – 27. nóvember 2022
Aðventuævintýri í Trier
Rétt til að sækja um orlofsferð hef r sérhver kona em veitir eða hefur veitt heimili f rstöðu án
launagreiðslu fyrir það starf.
Upplýsingar um ferðirnar og skráning er á vefsíðunni www.orlofgk.is eða með þvi að senda
tölvupóst á orlofgk@gmail.com
HÚSMÆÐRAORLOF 2022
Eva Rún hlaut hljóð
bókaverðlaun
Íslensku hljóðbókaverðlaunin,
Storytel Awards, voru veitt í þriðja
sinn þann 20. apríl. Veitt voru
verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í
flokkum barna- og ungmennabóka,
glæpasagna, skáldsagna, róman-
tískra bóka og óskáldaðs efnis.
Mosfellingurinn Eva Rún Þorgeirs-
dóttir hlaut verðlaun í flokki barna-
og ungmennabóka fyrir Sögur fyrir
svefnin sem lesnar eru af Sölku Sól.
Verðlaunahátíðin fór fram í Hörpu
og segist Eva Rún alveg svakalega
stolt af þessari hljóðbók og mjög
þakklát fyrir verðlaunin.