Mosfellingur - 28.04.2022, Page 44
- Aðsendar greinar44
Í heimi þar sem tækninni fleygir
fram á ógnarhraða er mikilvægt að
stuðla að tækniþróun skólanna og
undirbúa nemendur fyrir framtíð-
ina með því að gera starfsumhverfi
skólanna enn betra.
Einn þáttur í því er að halda
áfram að stuðla að snjöllum skólum
og skapa vettvang til nýsköpunar.
Skólasamfélagið kallar eftir
nýjum leiðum í kennslu þar sem
samþætting námsgreina og fjöl-
breyttir kennsluhættir geti meðal
annars mæst á vettvangi tækni og
nýsköpunar. Okkur þykir mikilvægt
að svara þessu ákalli.
Annars vegar teljum við að það yrði
frábært fyrir skólasamfélagið okkar hér
í Mosfellsbæ að hafa aðgang að Fab Lab
smiðju, en Fab Lab smiðja er sköpunar- og
tæknismiðja útbúin tækjum og tólum til
að búa til nánast hvað sem er, þar sem ein-
staklingum eru gefin tækifæri til að þjálfa
sköpunargáfuna með því að hanna, móta
og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar
tækni.
Að fá hugmynd, setja sér markmið og sjá
hana verða að veruleika er geggjuð tilfinn-
ing. Að fylgjast með nemendum sínum fá
hugmynd, hvetja þá til að setja sér mark-
mið og fylgjast með þeim þróa og skapa
sína hugmynd þar til hún verður að veru-
leika en enn betri tilfinning. Tilfinningin er
eins og heimurinn sé ósigrandi og
hindranir verða bara eitthvað sem
við lærum að finna lausn á.
Við Sjálfstæðismenn ætlum því,
á næsta kjörtímabili, að opna Fab
Lab smiðju með stafrænum tækj-
um og tólum sem gefur ungum
sem öldnum, einstaklingum og
fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa
sköpunargáfuna og hrinda hug-
myndum sínum í framkvæmd.
Hinn þátturinn er að halda
áfram að stuðla að snjöllum skól-
um, en það er áframhaldandi átak
í upplýsingatæknimálum skól-
anna þar sem áherslan verður að
styðja áfram við upplýsingateymi kennara
og stjórnenda innan skólanna.
Við viljum sjá til að þess að þeir hafi
áframhaldandi aðgang að verkefnastjóra til
að hafa umsjón með upplýsingatæknimál-
um og búnaði innan skólanna. Við teljum
það góða leið til að styðja við kennarann
í starfi og styrkja hann þannig til að nýta
tækin og tæknina í kennslu. Við viljum
gera betur í að undirbúa nemendur fyrir
framtíðina og stuðla að því að þau verði
ekki bara neytendur tækninnar heldur líka
notendur.
Arna Hagalíns og Elín María Jónsdóttir,
frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins
fyrir komandi kosningar 14. maí.
Fab Lab smiðja, skapandi
vettvangur nýsköpunar
fyrir skólasamfélagið
Það er öllum hollt að hreyfa sig.
Hjá flestum er það hluti af almennri
heilsubót. Hreyfing getur verið alls
konar og kallar á mismunandi að-
stæður.
Mörgum dugar að ganga um eða
hlaupa í okkar fallegu náttúru eða
bara á gangstéttum og göngustíg-
um bæjarins. Fyrir aðra þarf að
byggja upp aðstöðu.
Það er ekki lögbundið verkefni
sveitarfélaga að byggja og reka
íþróttamannvirki en hins vegar
teljum við það vera sjálfsagt verk-
efni þeirra til að styðja við gott og
blómlegt mannlíf.
Borðaklippingar
Það hefur þótt gott nesti fyrir stjórn-
málamenn að fara í kosningar með loforð
um metnaðarfull íþróttamannvirki eða að
taka í notkun eitt eða fleiri slík korteri fyrir
kosningar.
En þegar búið er að byggja þá tekur
hversdagurinn við, rekstur mannvirkjanna
og líka viðhald sem verður þeim mun
kostnaðarsamara eftir því sem þau eld-
ast. Það er hins vegar ekki jafn líklegt til
vinsælda að skipuleggja viðhald. Því fylgja
engar skóflustungur eða borðaklippingar
að viðstöddum ljósmyndurum.
Stefnuleysi
Það dregur verulega úr notkunarmögu-
leikum og öryggi notenda þessara dýru
mannvirkja ef viðhaldi er ábótavant. Því
miður er þetta orðin staðan hjá okkur víða
þrátt fyrir að margt sé í góðu lagi.
Á fundi sem Öryrkjabandalagið og
Landssamtökin Þroskahjálp boðuðu ný-
verið til hér í bæ og buðu fulltrúum allra
framboða í Mosfellsbæ til, kom fram að
lyfta ætluð fötluðum í íþróttamiðstöðinni
að Varmá hafi verið biluð í mjög langan
tíma. Fólki sem bundið er við hjólastól og
á erindi í íþróttamiðstöðina er rennt inn
um neyðarútgang til að komast inn í húsið.
Það er ekki mikil virðing sem fötluðu fólki
er sýnd með því.
Mosfellsbær státar af mörgu
framúrskarandi íþróttafólki í ýms-
um íþróttagreinum, þar á meðal
í frjálsum íþróttum. Árið 1989
var tekinn í notkun í Mosfellsbæ
fullkomnasti frjálsíþróttavöllur
landsins.
Í kjölfarið varð mikill uppgang-
ur í íþróttinni hér í bæ og blómlegt
starf. Því er það þyngra en tárum
taki að síðan 2011 hafi þessi glæsi-
legi völlur ekki uppfyllt kröfur til
að halda stærri mót, s.s. Íslands-
eða landsmót.
Vegna hvers var það, jú vegna
skorts á viðhaldi! Margt af okkar
fremsta frjálsíþróttafólki æfir nú
og keppir með félögum í öðrum
sveitarfélögum. Því miður er þetta ekki
eina dæmið. Fjölmörg dæmi eru líka um
að ekki hafi verið fjárfest í búnaði til nota
í íþróttamannvirkjum okkar, búnaði sem
myndi auka notagildi þeirra.
Það er mikill ábyrgðarhluti að eigur okk-
ar íbúanna séu látnar grotna niður vegna
skorts á eðlilegu viðhaldi og endurbótum.
Stefna til framtíðar
Þróttmikið íþróttastarf fyrir alla, óháð
aldri, efnahag og félagslegum aðstæðum
eflir og auðgar samfélagið og hefur jákvæð
áhrif á lýðheilsu. Öflugt starf byggir á góðri
aðstöðu og það er hlutverk bæjaryfirvalda
að sjá til þess að sú aðstaða sé fjölbreytt,
góð og mæti þörfum. Aðstöðunni þarf síðan
að halda við og bæta jafnt og þétt svo hún
haldi gildi sínu.
Nauðsynlegt er að móta stefnu til fram-
tíðar um uppbyggingu íþróttasvæða í
bænum, þar með talið viðhald, stefnu sem
unnið er eftir. Það mun Samfylkingin gera
fái hún til þess afl eftir kosningar.
Settu x við S á kjördag.
Ólafur Ingi Óskarsson, skipar 2. sæti
á framboðslista Samfylkingarinnar
Sunna Arnardóttir, skipar 6. sæti
á framboðslista Samfylkingarinnar
Viðhalds er þörf
Þegar þetta er ritað eru rúmar tvær
vikur til sveitarstjórnarkosninga,
kjörfundur fer fram í Lágafellsskóla
laugardaginn 14. maí. Sjö listar eru
í framboði og verður kosið um 11
sæti í bæjarstjórn Mosfellsbæjar,
fulltrúum verður fjölgað um tvo
í samræmi við aukinn íbúafjölda
bæjarins.
Kosningabaráttan er að komast í algleym-
ing, framboð og frambjóðendur keppast
við að kynna sig og sín stefnumál. Þetta er
um margt áhugaverður tími, kosningar eru
tímamót og við horfum í senn til baka og
fram í tímann, um leið og við nýtum okkur
þann lýðræðislega rétt að velja þá sem við
treystum best til að stjórna bæjarfélaginu
næstu fjögur árin.
Sjö málaflokkar
Hér í Mosfellsbæ hafa vinstri-græn boðið
fram undir eigin merkjum frá árinu 2006 og
allar götur síðan hefur hreyfingin sett mark
sitt á stjórn sveitarfélagsins. Á framboðs-
lista VG eru 22 Mosfellingar með ólíkan
bakgrunn en hafa áþekka sýn á samfélagið.
Við viljum stuðla að því að samfélag okkar
hér í Mosfellsbæ sé fjölskylduvænt, um-
hverfisvænt og byggist á félagslegu rétt-
læti og samfélagslegri ábyrgð. Stefnuskrá
V-listans hvílir á þessum grunni og skiptist
í sjö hluta sem eru:
Fræðslumál.
Íþrótta- og tómstundamál.
Velferðarmál.
Jafnréttis- og lýðræðismál.
Menningar- og ferðamál.
Skipulags-, atvinnu- og
umhverfismál.
Fjármál.
Meðal stefnumála V-listans er
að lengja opnunartímann í sund-
laugum bæjarins, auka framboð á
félagslegum íbúðum, gera leikskól-
ann gjaldfrjálsan, vinna aðgerðar-
áætlun í loftslagsmálum og skipuleggja
Hafravatnssvæðið fyrir aukna útivist.
Menningarmál eru okkur einnig ofarlega
í huga og vill V-listinn láta vinna heildar-
stefnu um rekstur á mannvirkjum sem
tengjast menningarstarfsemi í bæjarfélag-
inu.
VG-stofan og fjölskylduskemmtun
Vinstri-græn hafa opnað VG-stofuna
í miðrýminu í Kjarna, þar er tekið á móti
gestum þriðjudaga - föstudaga kl. 16-
18 og kl. 13-16 laugardaginn 7. maí. Og
næstkomandi laugardag, 30. apríl, verður
efnt til mikillar fjölskylduhátíðar í Álafoss-
kvos, meðal annars verður farið í ratleik,
spilað bingó og kynt undir grillinu. Þangað
er að sjálfsögðu allir velkomnir.
Hér að framan var getið um þau tímamót
sem kosningar eru. Við erum stöðugt „að
meta stöðuna“ eins og tekið er til orða,
horfa um öxl og fram á veginn.
Gleymum því þó ekki að njóta andar-
taksins og dagsins - gleðilegt sumar, kæru
Mosfellingar!
Bjarki Bjarnason, skipar 1. sæti V-listans
í kosningunum 14. maí.
Kjósum V-listann!
Undanfarin ár hefur gengið á ýmsu
í lífi okkar allra. Margir upplifðu
stóran skell þegar heimsfaraldur
Covid 19 skall á af miklum þunga.
Fólk er í eðli sínu missterkt til
að takast á við erfiðleika í lífinu en
ég þori að fullyrða að Covid hefur
haft áhrif okkur öll, ekki síst börn-
in okkar. Það hlýtur að vera erfitt
að vera barn á þessum tímum og taka þátt
í umræðum um hluti sem börn eiga ekki
að þurfa að taka þátt í og hafa áhyggjur af
hlutum sem börn eiga heldur ekki að þurfa
að hafa áhyggjur af. Mörg þeirra hafa haft
áhyggjur af sínu nánasta fólki, verið hrædd
um að smita afa sína og ömmur eða aðra
nátengda.
Mikil umræða hefur verið um bólusetn-
ingar barna og maður heyrir þau tala um
kosti og galla bólusetninga eins og þau
heyra fullorðna fólkið gera. Börn hafa ítrek-
að verið send í sóttkví, smitgát, sýnatökur,
þau smitast, þau orðið veik ásamt því að
þurfa að þola annað álag þessum faraldri
samfara.
Við verðum nú sem aldrei fyrr að leggja
við hlustir og heyra hvað börnin hafa að
segja. Hvernig líður börnunum okkar?
Samhliða því að hlusta á raddir barna
gefst tækifæri til að efla umræður um hag
barna og tryggja að sú umræða byggist í
grunninn á öryggi barna, velferð þeirra og
menntun. Mikilvægt er að skólakerfið taki
vel í óskir barna en samhliða tryggi að gæði
náms séu ávallt í fyrirrúmi, að öll umgjörð
skóla taki vel á móti öllum börnum. Þannig
getum við bæði átt gott og gefandi samtal
um skóla framtíðar.
Hvers vegna eru börn hér á
landi látin bíða í marga mánuði
eftir greiningu á fjölþættum vanda
sínum? Hvers vegna er börnum og
aðstandenum þeirra ekki tryggður
greiður aðgangur að þeirri þjón-
ustu sem þeim ber að fá?
Ótal skýrslur hafa verið unnar
um mikilvægi málaflokks barna
með fjölþættan vanda en lítið hefur áork-
ast. Við mjökumst í rétta átt en enn er langt
í land og börn á mikilvægum ferli í þroska
sínum geta ekki beðið.
Nýleg skýrsla um stöðu barna með
fjölþættan vanda, unnin af stjórnendum
í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu,
fjallar m.a. um hve óskaplega lengi mála-
flokkurinn hefur verið vanræktur. Margt
hefur áunnist en einhvern veginn virðast
stjórnvöld vera bæði of sein, á eftir og oftar
en ekki illa undirbúin undir að taka við
börnum með fjölþættan vanda. Getið er í
skýrslunni um fundi með þáverandi vel-
ferðarráðherra 2012 en nú eru liðin 10 ár.
Árið 2020 er málið enn í brennidepli með
tilliti til þarfa og þjónustu við þessi börn.
Enn liggur þó ekki ljóst fyrir hvar kostnaður
vegna þjónustu við börn með fjölþættan
vanda skuli liggja og ekki eru enn fyrir
hendi þau fjölbreyttu úrræði sem ljóst er
að þurfa að vera til staðar. Skýrslan er góð
en er þetta nóg?
Bætum hag allra barna óháð stétt og
stöðu.
Lára Þorgeirsdóttir, kennari við Varmárskóla.
Skipar 7. sæti á M-lista Miðflokksins fyrir
komandi sveitastjórnarkosningar
Hvernig líður börnunum okkar?
Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200
www.artpro.is