Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 50
Heilsumolar gaua
- Aðsendar greinar50
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
mikilvægi leiðtoga
Ég hef verið stuðningsmaður
Nottingham Forest síðan ég man
eftir mér. Það er búið að vera sér-
staklega áhugavert að fylgjast með
liðinu á núverandi tímabili en liðið
spilar í næstefstu deild á Englandi.
Eftir fyrstu 7 umferðirnar var liðið
með 1 stig í neðsta sæti. Þáverandi
knattspyrnustjóri var varfærinn og
varnarsinnaður og liðið lagði mesta
áherslu á að reyna að tapa ekki (sem
það gerði samt) og að fá ekki á sig
mörk (sem það gerði). Hann breytti
aldrei um aðferð, sama hvað illa
gekk og á endanum fengu eigendur
félagsins nóg, ráku hann og fengu
Steve nokkurn Cooper til að taka við.
Aðdáendur liðsins voru himinlif-
andi að losna við áhættufælna
knattspyrnustjórann en flestir vildu
fá reynslumeiri og þekktari stjóra en
Steve Cooper. Staðan í dag, þegar
örfáar umferðir eru eftir af deildinni,
er sú að Forest er í toppbaráttu. Liðið
er öruggt um sæti í úrslitakeppni um
að komast upp í úrvalsdeildina og á,
þegar þetta er skrifað, möguleika á
því að enda í öðru sæti deildarinnar
og komast þar með beint upp.
Viðsnúningurinn hefur verið
ótrúlegur frá því að varfærni
stjórinn sem engu vildi breyta kvaddi
klúbbinn. Í dag ríkir bjartsýni og
gleði. Menn þora, trúa og fram-
kvæma samkvæmt því. Samstaða
innan liðs og utan er mögnuð, allir
stefna í sömu átt. Leikmenn njóta
þess að spila jákvæðan fótbolta og
að vera hluti af öflugri liðsheild. Og
þetta smitar, Nottingham er eins og
Akranes, þegar vel gengur í boltan-
um eru allir brosandi og kátir. Allt
verður auðveldara og einfaldara.
Steve Cooper fær fólk til að trúa,
til að vinna saman, til að vera
stolt af fortíðinni og til að gera nútíð
og framtíð betri.
Hann tengir
við leikmenn,
stjórnarmenn,
eigendur og
stuðningsmenn.
Allir skipta máli
hjá honum.
Það er stutt í
kosningar.
Það skiptir máli
hver stjórnar.
Við þurfum ekki öll að sigra heim-
inn. Margt smátt gerir eitt stórt og
þannig ber okkur að hugsa þegar
kemur að aðgengi.
Við skulum fyrst og fremst huga
að okkar nærumhverfi og þeim
verkefnum sem við sjálf vinnum að
og standa okkur nærri. Hér koma
nokkrar hugmyndir um hluti sem
ég tel mikilvæga og ættu allir að geta fundið
eitthvað sem þeir geta gert:
Stofnanir og fyrirtæki þurfa að innleiða
aðgengi í alla sína vinnuferla og hafa að-
gengi til hliðsjónar í öllum ákvörðunum
sem teknar eru. Aðgengismál eiga að vera
hluti af fyrirtækjamenningu. Hér koma
nokkur dæmi um aðgengi innan stofnana
og fyrirtækja:
• Aðgengi hjólastóla, rampar, skábrautir
o.s.frv.
• Skýrar og góðar umhverfismerkingar.
• Gæta þess að handrið sé á öllum
tröppum og þær merktar með afgerandi
lit, þ.e. tröppunef.
• Engar hindranir á gangvegi. Leiðarlínur
og áherslusvæði fyrir blinda og sjónskerta.
• Huga að hljóðvist. Er mikill kliður eða
bergmál?
• Hafa þægilega og góða lýsingu.
• Aðgengi að salernum fyrir fatlaða.
• Góðar og skýrar merkingar á
lyftuhnöppum. Talandi lyftur.
• Aðgengileg heimasíða.
• Ekki aðeins huga að aðgengi fyr-
ir viðskiptavini. Starfsfólk nýtur
einnig góðs af góðu aðgengi.
• Bjóða upp á að hafa samband í
síma, spjallglugga og tölvupósti
eða að koma á staðinn. Sami
samskiptamátinn hentar ekki öllum.
• Huga þarf að aðgengi þegar kemur að
lausnum á borð við sjálfsafgreiðslukassa,
hraðbanka, innskráningarskjái o.fl.
• Huga að aðgengi utandyra sem og
innandyra.
• Vera með augljósar og opnar sam-
skiptaleiðir þar sem almenningur getur
komið ábendingum til skila, t.d. varðandi
aðgengismál.
Þegar verið er að byggja, breyta eða
endurnýja húsnæði skal huga að aðgeng-
ismálum frá upphafi. Kröfur um aðgengi og
algilda hönnun má m.a. finna í núgildandi
byggingarreglugerð. Einnig þarf við hönn-
un, breytingu eða skipulagningu á svæði
utandyra að huga að aðgengi og má þar
nýta sér nýlegar leiðbeiningar um „Hönn-
un fyrir alla – algild hönnun utandyra“ sem
nálgast má á vef Vegagerðarinnar. Við smíði
á nýju vefsvæði eða smáforriti er brýnt að
huga að aðgengismálum frá upphafi og í
gegnum allt ferlið. Notast skal við WCAG
aðgengisstaðalinn þegar kemur að stafrænu
aðgengi, gera notendaprófanir o.s.frv.
Einstaklingar sem vilja láta gott af sér
leiða og stuðla að auknu sjálfstæði blindra
og sjónskertra geta t.d. sótt smáforritið Be
My Eyes og skráð sig sem sjálfboðaliða.
Almenningur getur einnig sent ábend-
ingar á sveitarfélög í gegnum heimasíður
þeirra, komi þeir auga á eitthvað sem betur
má fara, t.d. bilaða ljósastaura, illa farna
göngustíga, óaðgengilegar byggingar eða
vefsíður o.s.frv.
Komum ábendingum áleiðis frekar en að
bölva í hljóði.
Listinn hér að ofan er langt frá því
tæmandi og það er fjölmargt sem við sem
einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir getum
gert, auk ríkis og sveitarfélaga.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, vilt
óska eftir ráðgjöf eða fá frekari upplýs-
ingar, hvet ég þig til að hafa samband við
okkur hjá Blindrafélaginu í síma 525 0000
eða senda tölvupóst á netfangið adgengi@
blind.is.
Hlynur Þór Agnarsson,
aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins
Hvað geta einstaklingar og fyrirtæki
gert til að bæta aðgengi?
Það er ljóst að Borgarlínan komi ekki upp
í Mosfellsbæ fyrr en um eða upp úr árinu
2030. Eigum við að bíða eftir umbótum á
almenningssamgöngum eða eigum við
gera eitthvað strax?
Við hjá Vinum Mosfellsbæjar viljum
kasta fram þeirri hugmynd hvort ekki væri
hagkvæmara að stóru dísel strætisvagnarnir
sem nú ganga á milli Reykjavíkur og Mos-
fellsbæjar fari eingöngu um Vesturlandsveg
í Háholt og til baka um Vesturlandsveg.
Í stað þess að þræða þröngar íbúðagötur
með tilheyrandi mengun og sliti á götum.
Í innanbæjarakstri verði þess í stað notast
við litla, umhverfisvæna söfnunarvagna
sem verði í stanslausum ferðum um hverf-
in, safni saman farþegum og skili í Háholt
þar sem stærri vagnar taka við og flytji fólk
áfram til Reykjavíkur.
Þessa söfnunarvagna má svo nýta áfram
þegar Borgarlínan kemur. Við fyrstu sýn
gæti þessi aðferð lækkað kostnað Mos-
fellsbæjar til almenningssamgangna,
aukið þjónustustig og síðast en ekki síst
minnkað kolefnisspor þessarar þjónustu.
Vinir Mosfellsbæjar vilja beita sér fyrir því
að hugmyndin verði skoðuð í samráði við
notendur þjónustunnar og íbúa alla í anda
íbúalýðræðis.
Viljum við ekki öll vera vinir – umhverf-
isins?
Guðmundur Hreinsson
skipar 2. sætið hjá Vinum Mosfellsbæjar
Strætóleiðir og almenningssamgöngur
Skannið QR kóða til að sjá skýringarmyndband.
Hvernig er Mosfellsbær að standa
sig á landsvísu við að veita nem-
endum, foreldrum og skólum þann
stuðning sem þarf svo að almenn
vellíðan og námsframvinda sé í
hávegum höfð?
Þann 28. maí 2019 tók gildi ný
reglugerð um skólaþjónustu sveit-
arfélaga við leik- og grunnskóla
og nemendaverndarráð í grunnskólum nr.
444/2019. Þar er kveðið á að skólaþjónust-
an eigi að vera stuðningur við nemendur
og foreldra í leik- og grunnskólum. Skóla-
þjónustu ber að veita fjölbreytta ráðgjöf og
stuðning til foreldra og þeirra nemenda
sem glíma við sálfræðilegan, þroskafræði-
legan, félagsfæðilegan eða hreyfifræðilegan
vanda. Oft birtist þessi vandi í formi virkni,
félagslegri færni, hegðun, tilfinningavanda,
samskipta- eða einbeitingarvanda svo eitt-
hvað sé nefnt
Seinni liðurinn í reglugerðinni snýr
að því að veita beri skólum og
starfsmönnum þeirra stuðning og
ráðgjöf eftir því sem við á í formi
kennslufræðilegra leiðbeininga og
aðstoðar.
Á skólaskrifstofunni í Mosfells-
bæ starfar mjög öflugur hópur fag-
fólks hvert á sínu sviði en því miður
of fáliðuð miðað við fólksfjölgun í
bæjarfélaginu síðustu ár. Markvisst þarf að
finna leiðir til að stytta greiningartímann,
hafa greiðan aðgang að meðferðarúrræðum
og fagaðilum svo hægt sé að vinna strax á
þeim þáttum sem einstaklingurinn þarfn-
ast hverju sinni. Æskilegast væri að hafa
þjónustuna sem mest í nærumhverfi.
Svo að efla megi skólaþjónustuna enn
frekar er mikilvægt að ráða sérhæfðan
verkefnastjóra sem myndi skipuleggja og
klára innleiðinguna sem byrjað var á við að
tölvu- og tæknivæða leik- og grunnskólana
í formi kennslu á hugbúnað og þeim mögu-
leikum sem hægt er að nýta við kennslu.
Einnig þyrfti að ráða annan verkefn-
isstjóra sem myndi sjá um að efla lestur,
fjölbreytta kennsluhætti, fjölbreyttara
samskólaval á eldri stigum grunnskóla í
Mosfellsbæ og vera stuðningur í að byggja
upp og innleiða öflugt tengslanet fyrir at-
vinnutengt nám svo eitthvað sé nefnt. Við
höfum því kjörið tækifæri til að gera enn
betur í þessum málum í Mosfellsbæ.
Að auki má velta þeirri spurningu upp
hvað er verið að gera fyrir afburðarnem-
endur? Er það nægjanlegt sem gert er?
Við þurfum fleira sérhæft fagfólk inn í
skólaþjónustuna til að aðstoða nemendur
og aðstandendur þeirra sem og að vera
kennslufræðilegur stuðningur við skólana
inn í langa framtíð.
Örlygur Þór Helgason
Sérkennari við Kvíslarskóla
Skipar 2. sæti á M-lista Miðflokksins í Mosfellsbæ
Eflum skólaþjónustuna í Mosfellsbæ