Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 23. ágúst Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Loksins megum við koma saman á mannamótum og við hátíðleg tilefni. Bæjarbúar fjölmenntu á hátíðarhöldin 17. júní og var létt yfir mannskapnum og ekki annað sjá en lífið væri að komast í eðlilegt horf á ný. Allt var eins og það átti að vera, blöðrur, sleikjóar og rigning á köflum. Þetta tilheyrir allt 17. júní. Talað er um að fræg- asta rigning Íslandssögunnar hafi einmitt verið við stofnun lýðveldisins á Íslandi á Þingvöllum 17. júní 1944. Allt partur af prógrammet? Mosfellingur tekur nú smá sumarfrí, kærkomið eftir kosningar og þrauk í gegnum COVID. Við komum aftur með fullu trukki fyrir bæjarhátíðina Í túninu heima sem haldin verður helgina 26.-28. ágúst. Hátíðarblað Mosfellings kemur út á þriðjudeginum fyrir hátíð, 23. ágúst. Smekkfullt af öllum þeim upplýsingum sem þið þurfið á að halda fyrir hátíðina. Þangað til, njótið sumarsins! Partur af prógrammet Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is 6 - Fréttir úr bæjarlífinu2 SVEITARSTJÓRI Í MOSFELLSSVEIT Fyrsti sveitarstjórinn í Mosfellssveit var Matthías Sveinsson og gegndi því starfi árin 1962-1970. Hann var m.a. mikill áhuga- maður um ljósmyndun og kvikmyndagerð. Á Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar er dágott safn mynda frá árum Matthíasar í Mosfellssveit sem rekja má til hans. Þegar unnið var að gerð heimildarmyndar um starf Skóla- hljómsveitar Mosfellsbæjar árin 1964-2004 fór undirritaður á fund Matthíasar í efnisleit. Hann reyndist eiga kvikmyndafilmur m.a. frá hátíðahöldum 17. júní árin 1964-1970 og gaf fúslega leyfi fyrir notkun á efninu. Ath. nú varðveitt á Héraðsskjalasafninu. Héðan og þaðan Matthías sveinsson 17. júní við varMárskóla 1968 Matthías kom á 40 ára afmælistónleika SkóMos og var afhent eintak af sögu hljómsveitarinnar í 40 ár. Bæði skólahljómsveitin og tónlistarskólinn hófu starfsemi á árum hans sem sveitarstjóri.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.