Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 22
 - Fréttir úr bæjarlífinu22 Þ verholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Tillaga að deiliskipulagi Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5 ha. lóð með landnr. 213970. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í sex frístundalóðir þar sem heimilt verður að reisa fimm frístundahús allt að 130 m² og eitt allt að 200 m². Aðkoma að lóðunum er um veg sem liggur frá Nesjavallavegi. Tillagan er aðgengileg í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig kynnt á vef Mosfellsbæjar á slóðinni www.mos.is/skipulagsauglysingar Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag@mos.is. Athugasemdafrestur er frá 23. júní til og með 8. ágúst 2022. Skipulagsfulltrúi í Mosfellsbæjar Kristinn Pálsson Þann 10. júní var merkisstund á Reykja- lundi þegar íþróttakennarinn og ung- barnasundþjálfarinn Óli Gísla stýrði sínum síðasta tíma í ungbarnasundi. Óli Gísla hefur boðið upp á tíma í ung- barnasundi í sundlaug Reykjalundar allt frá árinu 2001. Sundkennsla hans hefur notið gríðarlegra vinsælda og hafa flest árin verið bæði í boði byrjendanámskeið og fram- haldsnámskeið í ungbarnasundinu. Óli hefur nú ákveðið að draga sig í hlé á þessum vettvangi og afhent Fabio La Marca keflið en Fabio mun taka við ung- barnasundtímum í Reykjalundarlauginni næsta haust. Hafdís Huld söng í síðasta tímanum Það var fjöldi manns viðstaddur þennan síðasta kennslutíma Óla Gísla. Söngkonan Hafdís Huld stýrði söngnum í tímanum ásamt gítarleikara en allir tímarnir ganga mikið út á söng og leiki með börnunum. Sérstakur gestur var Snorri Magnússon en hann er nánast guðfaðir ungbarnasund- kennslu hér á landi. Reykjalundi fannst vel við hæfi að færa Óla smávægilega kveðju á þessum tíma- mótum en það var Myndagleði Heklu og Röggu sem smellti af fjölda mynda við þetta tækifæri, meðal annars þessari sem fylgir fréttinni. Á myndinni eru frá vinstri: Helgi Kristj- ónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Reykjalundar, Óskar Jón Helgason, fram- kvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar á Reykjalundi, Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar, Óli Gísla sjálfur, Fabio La Marca og Snorri Magnússon. Reykjalundur þakkar Óla kærlega fyrir samfylgdina og samstarfið á öllum þessum árum og óskar honum allra heilla í nýjum verkefnum. Síðasti ungbarnasundstími Óla Gísla eftir 22 ára starf að loknum síðasta sund- tímanum á Reykjalundi „Við erum að gera lífið skemmtilegra! Þessi leikjakerra er stórskemmtileg, full af alls- konar dóti og leikjum sem hægt er að setja upp með litlum fyrirvara við ýmis tilefni,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Þetta er regnhlíf fjölmargra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu, Kraganum svokall- aða. Afturelding og aðildarfélög eru innan sambandsins. UMSK hefur ráðið tvo starfsmenn til að aka með leikjakerruna um höfuðborg- arsvæðið í sumar. Annar þeirra er Jörgen Nilsson sem margir þekkja úr Ungmenna- búðum UMFÍ bæði í Sælingsdal og á Laug- arvatni. Hann ætlar ásamt þýska íþrótta- fræðinemanum Lennart Zepper að aka um sambandssvæði UMSK á höfuðborgar- svæðinu og setja upp leikjagarða þar sem kerran stoppar. Leikjavagninn í Mosó næstu daga Ferð leikjakerrunnar hefst við Hlégarð í Mosfellsbæ og verður hún þar í nokkra daga. „Við erum búnir að aka um Mosfellsbæ þveran og endilangan. Fólk hefur mikinn áhuga á dótinu okkar enda er kerran full af skemmtilegheitum. Öllu fólki á öllum aldri er velkomið að koma og skemmta sér með okkur. Leikirnir eru endurgjaldslausir og stórskemmtilegir fyrir alla,“ segir Valdimar Gunnarsson. Leikjavagn UMSK við Hlégarð 24., 27., 28. og 29. júní Gera lífið skemmti- legra með leikjakerru

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.