Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 34
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar34 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Breytingar Það er hollt að breyta, hætta að gera eitthvað sem maður hefur gert lengi og gera eitthvað annað í staðinn. Það er ekki auðvelt að hætta, sérstaklega ekki einhverju sem maður hefur haft ánægju af lengi, en mín skoðun og reynsla er að það sé betra að hætta á meðan það er enn gaman. Ég er í hætta-ferli núna, er að hætta með ýmislegt sem ég hef gert eða tekið þátt í lengi. Af hverju er ég að hætta? Af því að mig langar að gera aðra hluti og til þess að geta gert þá vel, þarf ég að hafa góðan tíma og mikla orku. Ég er samt ekki að loka dyrum eða skella hurðum á eftir mér. Mér finnst best að hætta þannig að ég eigi möguleika á að taka aftur upp þráðinn seinna. Kannski miklu seinna, kannski aldrei, en ég vil halda endurkomumöguleikum opnum, maður veit aldrei hvernig lífið þróast. Um leið og það er erfitt að hætta, fylgir því mikil tilhlökkun að búa sér til rými til að takast á við nýja hluti og verkefni. Fyrir mér er heimurinn stór og lítill á sama tíma. Það er allt hægt, ef maður trúir og virkilega vill. Og það er gaman að horfa fram á veg og reyna við hluti sem virðast óraun- hæfir og ómögulegir. Ég hlustaði á dögunum á viðtal við Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara karlalandsliðsins okkar í handbolta. Mér fannst bæði áhugavert og hvetjandi að heyra hann tala um verkefnin sem hann sem hefur tekið að sér í gegnum tíðina og hvernig hann hefur brugðist við þeim tilboð- um sem hann hefur fengið. Áskoran- ir og erfið verkefni voru hæst á hans óskalista, hvort sem það var að koma Aftureldingu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins eða að gera Dani að Ólympíumeistur- um í fyrsta sinn. Áfram veginn!

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.