Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 36
Hátíðarblað Mosfellings kemur út 23. ágúst Skilafrestur efnis og auglýsinga er til hádegis föstudaginn 20. ágúst Bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 26. - 28. ágúst m o s f e l l i n g u r @ m o s f e l l i n g u r . i s MOSFELLINGUR Hátíðarblað Bæjarhátíð MosfellsBæjar 26. - 28. ágúst 2022 í túninu heima Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Ingibjörg Gróa Víðisdóttir kom í heiminn 08.08.21 kl. 00:05 Hún var 3.614 gr og 50 cm Foreldrar hennar eru Embla Rún Gunnarsdóttir og Víðir Björnsson. Hvað finnst þér vanta? Hversu oft skyldi maður hafa verið spurður af því hvað það sé sem maður virkilega sér við Mosfellsbæ? Það hefur oft verið leikur einn að svara því, við höfum tvær yndislegar sundlaugar, frábæra golfvelli og klárlega flottustu útivistarsvæðin á höfuðborgar- svæðinu. En það er eitt sem mér fannst oft vanta við bæinn og það var að geta leitað í hollari skyndibita. Það lítur samt heldur betur vel út fyrir Mosfellinga ef marka má slúðrið í bænum, allavega hef ég heyrt að bæði Wok On og Serrano séu að setjast að í bænum. Þá fyrst er nú lítið sem maður þarf að fara út fyrir Mosfellsbæinn ekki nema þá einna helst til að fara í vinnu, bíó eða ef mann vantar eitthvað í verkfærakistuna eða eina, tvær skrúfur til að klára að hengja upp sjónvarpið í stofunni. Það var var nú eitt sinn búð hér í bæ sem hét Bymos og það var eins og vera kominn á götumarkað úti í Evrópu, það var alltaf eitthvað fyrir alla og þeir áttu nánast alltaf það sem þig vantaði, hvort sem það voru skrúfur, blöðrur eða bara framlengingasnúra. Ég veit svo sem lítið um af hverju þessi ágæta verslun þurfti að loka en hún er ekki sú eina sem hefur þurft að loka dyrum sínum hér í bæ og má nefna til dæmis að í sama húsi var Draumakaffi sem var klassískur staður til að fara og horfa á enska boltann og sötra bjór. Það sem mig langar helst að koma á framfæri er að það er mikilvægt fyrir Mosfellinga að taka vel á móti nýjum rekstri í bænum og vera dugleg að leita til þeirra fyrirtækja sem hér eru að bjóða upp á sína þjónustu til þess að einfald- lega geta haldið áfram að bjóða upp á hana hérna í sveitinni ef sveit má kalla. En það er svo sem ekkert hægt að efast um Mosfellinga í þessum málum miðað við stækkunina sem hefur átt sér stað hér á síðustu 15 árum eða svo. Ég man þegar ég var svona átta ára og bjó í Breiðholti þá gerði maður sér ferð í Mosfellsbæ til þess að sækja Varmárlaug og fara svo á KFC eftir á, ekki bara því KFC var ekki í grennd við Breiðholt heldur líka bara því það var stærsta og skemmtilegasta leiksvæðið í Mosó. Ég vona að það sé einhver lítill átta ára sem ekki býr í Mosó sem óskar þess eins og ég að geta farið í Mosó því að það er besti staðurinn til að vera á. bragi thor - Heyrst hefur...36 Í eldhúsinu Sigga og Sverrir skora á Elísu og Viktor að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Sigríður Helga Sigurðardóttir og Sverrir Hermann Pálmarsson deila með okkur uppskrift að þessu sinni. Fiskréttur sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og oft eldaður á heimilinu. Sælkerafiskur fyrir fjóra • 800 gr þorskur (eða annar fiskur) • 3 msk olía • 1 laukur • 1 paprika • 1 epli • 4 gulrætur • 1 tsk karrý • 1 tsk flögusalt • 1 tsk Season All • 1/2 tsk sítrónupipar • 1 msk kjötkraftur • 100 gr hreinn rjómaostur • 1 matreiðslurjómi Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið grænmetið og eplið fremur smátt og mýkið í olíunni. Bætið kryddi og rjómaosti við á pönnuna þegar grænmetið er orðið mjúkt. Gott að taka frá ca.1/2 tsk sítrónupipar. Bætið matreiðslu- rjómanum á pönnuna og hitið að suðu. Skerið fiskinn í bita og raðið ofan á sósuna á pönnunni. Stráið sítrónupipar yfir. Lokið sett yfir og fiskurinn eldaður í 10 mínútur. Borið fram með soðnum hrísgrjónum eða soðnu byggi. Verðiykkuraðgóðu Sælkerafiskur hjá siggu og sverri heyrst hefur... ...að Telma og Jökull í Kaleo hafi trúlofað sig á dögunum. ...að staða bæjarstjóra í Mosfellsbæ sé nú laus til umsóknar til 28. júní. ...að Kristín María og Teddi eigi von á sínu fyrsta barni í desember. ...að búið sé að opna MotoMos brautina á Tungumelum. ...að engin tilboð hafi borist í bygg- ingu nýrra þjónustubyggingar að Varmá og verði byggingin endur- skoðuð hjá nýjum meirihluta. ...að danshljómsveitin Blek og Byttur ætli að endurtaka leikinn á Barion og blása í sveitaball á föstudagskvöld á bæjarhátíðinni. ...að verið sé að undirbúa byggingu útisviðs í Álafosskvos þar sem brekkusöngurinn á bæjarhátíðinni fer gjarnan fram. ...að Hrannar Guðmunds hafi fagnað miklu þrítugsafmæli á dögunum. ...að Arna Hilmars hafi farið holu í höggi á 7. braut á Hlíðavelli. ...að Sindri Snær og Hildur Laxdal eigi von á barni. ...að í sumar verði opnunartími sundlauganna lengdur um hálfa klukkustund á virkum dögum. ...að ærslabelgurinn í Ævintýragarð- inum sé kominn upp aftur. ...að Kjalarnesdagar verði haldnir hátíðlegir um helgina. ...að Guðrún Erna og Georg hafi gift sig um síðustu helgi. ...að Tjaldanes, fremst í Mosfellsdal, sé til sölu. ...að körfuboltagoðsögnin LeBron James hafi kíkt í Laugarvatnshella til Hilmars Stef í vikunni. ...að Leikjavagn UMSK verði við Hlégarð í kringum næstu helgi. ...að íbúar í Bjarkarholti séu æfir yfir breytingum á deiliskipulagi í miðbænum með tilkomu risablokka og skertu útsýni. ...að Örn Kjærnested og Bakki hafi gefið Körlum í skúrum fullkomið hjartastuðtæki. ...að Afturelding geti komist í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla í fyrsta skipti í sögunni á mánudag þegar liðið mætir Kórdrengjum ...að Valdimar Birgis úr Viðreisn sé nýr formaður stærstu nefndar bæjarins, skipulagsnefndar. ...að Afturelding mæti Þór á Malbik- stöðinni á föstudag og áhorfendur geti kíkt í klippingu á leiknum. ...að Ísleifur Sveins hafi farið holu í höggi á Bakkakotsvelli á dögunum. ...að Jóhann Ingi og Vallý séu að fara að gifta sig fyrstu helgina í júlí. ...að bókasafnið verði lokað á laugar- dögum í júní og júlí. ...að Óli Valur og BL séu búin að kaupa 38 hektara athafnasvæði við Tungumela til að byggja upp. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.