Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 26
Opinn kynningarfundur vegna
nýs skipulags á Blikastöðum
Íbúafundur vegna skipulags verslunar-, þjónustu- og
athafnasvæðis á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ verður
haldinn mánudaginn 27. júní nk. kl. 17:00-18:30 í sal
framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fmos, Háholti 35.
Á fundinum kynna hönnuðir og ráðgjafar skipulagsins
hugmyndir og áform um uppbyggingu. Í framhaldi verða
umræður og spurningar. Fundurinn er öllum opinn.
Skipulagið er í kynningu og má nálgast gögn á vef
sveitarfélagsins: www.mos.is/skipulagsauglysingar
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
- Fréttir úr bæjarlífinu26
Vel heppnuð tónleikaröð
Skátafélagið Mosverjar stóð fyrir skemmti-
legri tónleikaröð á dögunum þar sem safn-
að var fyrir eldhúsi í skátaheimilið.
Haldnir voru fernir tónleikar á fimmtu-
dagskvöldum og komu fram hinir ýmsu
listamenn sem gáfu vinnu sína. Sölvi Kol-
beins og Birgir Steinn djössuðu, Bræðra-
bandið spilaði, Svavar Knútur mætti með
gítarinn og hljómsveitin Piparkorn lokaði
dagskránni 2. júní.
Haustið 2016 festi skátafélagið kaup á
Álafossvegi 18. Með aðstoð góðra velunn-
ara og sjálfboðaliða var húsið standsett
undir starfið og salur innréttaður í austur-
enda hússins. Hægt og rólega hefur einnig
lóðinni verið breytt þannig að hún nýtist
starfinu betur og eitt og annað verið lagað
og fært í betra horf. Það hefur lengið verið
auðséð að eldhúsið í húsinu hentar alls
ekki fyrir starfið og að það þurfi að ráðast
í breytingar á því. Því var ákveðið að prufa
nýja fjáröflunarleið; Fjáröflunartónleika.
Vorkvöld í Álafosskvos • Fjáröflunarkvöld Mosverja
piparkorn á sviðinu
Næsta blað kemur út:
23. ágúst - hátíðarblað
Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir
kl. 12, föstudaginn
19. ágúst.