Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 sunnudagur 26. júní Kyrrðar- og bænastund kl. 11 í Mosfells- kirkju. Sr. Bryndís Svavarsdóttir þjónar. sunnudagur 3. júlí Kyrrðar- og bænastund kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn þjónar. sunnudagur 10. júlí Kyrrðar- og bænastund kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Bryndís Svavarsdóttir þjónar. sunnudagurinn 17. júlí Kyrrðar- og bænastund kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Bryndís Svavarsdóttir þjónar. sunnudagur 24. júlí Kyrrðar- og bænastund kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar. Ágústkvöld í lágafellssókn - þematengdar kvöldguðsþjónustur Í ágústmánuði verða notalegar kvöldguðsþjónustur kl. 20. Fylgist með á heimasíðu þegar nær dregur! sumarnámskeið lágafellssóknar Ævintýraleg námskeið fyrir 6-9 ára krakka í júní og ágúst. Lofum stuði og ævintýrum í sumar! Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu. Ærslabelgur á ný í Ævintýragarðinum Nýr ærslabelgur er kominn upp í Ævintýragarðinum. Hann er stað- settur í Ullarnesbrekkum, á milli Varmár og Leirvogstungu. Næg bíla- stæði eru við íþróttamiðstöðina að Varmá en innkoma er að garðinum sunnanverðum frá íþróttasvæðinu. Ærslabelgurinn er opinn kl. 10-22 alla daga í sumar og er góð viðbót við þau leiktæki sem þar eru þegar til staðar. Einnig er þar stórt tún sem er tilvalið til boltaleikja og bekkir og áningarsvæði til að fá sér nestisbita. Ærslabelg var komið fyrir á sama stað fyrir tveimur árum en hann var eyðilagður og hefur nú nýr belgur litið dagsins ljós. Stofutónleikar haldnir í allt sumar Stofutónleikaröð Gljúfrasteins er hafin og var það Mugison sem reið á vaðið í byrjun júní. Fram undan er glæsileg dagskrá en tónleikarnir fara fram á sunnudögum kl. 16. Á sunnudaginn 26. júní eru það Magnea Tómasdóttir, Kjartan Guðnason og Kjartan Valdemars- son sem flytja flytja „Sönglög með nýjum blæ“. 3. júlí leik- og söngkonan Katrín Halldóra. 10. júlí Dísella Lárusdóttir, sópran. 17. júlí Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og Valgeir Daði Einarsson. 24. júlí Sólborg Valdimarsdóttir og Júlía Traustadóttir. 31. júlí Sigrún Jónsdóttir. 7. ágúst félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar flytja lög úr sýningunni „Ó, María“ sem leikfélagið setti upp í vor. 14. ágúst Herdís Anna Jónasdóttir, sópran og Bjarni Frímann Bjarnason, píanó. 21. ágúst Andrés Þór, gítar og Agnar Már, píanó. 28. ágúst, Í túninu heima, Davíð Þór Jónsson lokar sumardagskrá Gljúfrasteins 2022, við flygilinn að sjálfsögðu. www.lagafellskirkja.is Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hefur tekið til starfa og fór fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fram 1. júní. Þessa dagana er verið að auglýsa eftir bæjarstjóra en leitað er að metnaðarfull- um og drífandi einstaklingi með farsæla reynslu af stjórnun og rekstri. Á fyrsta fundi var Anna Sigríður Guðna- dóttir kjörin forseti bæjarstjórnar til eins árs. Kosið var í nefndir og ráð á vegum bæjarins og skipast aðalmenn þannig: Bæjarráð Halla Karen Kristjánsdóttir (B) formaður, Lovísa Jónsdóttir (C), Anna Sigríður Guðnadóttir (S), Ásgeir Sveinsson (D), Jana Katrín Knútsdóttir (D). Fjölskyldunefnd Ólafur Ingi Óskarsson (S) formaður, Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir (B), Halla Karen Kristjánsdóttir (B), Jana Katrín Knútsdóttir (D), Hilmar Stefánsson (D). Fræðslunefnd Aldís Stefánsdóttir (B) formaður, Sævar Birgisson (B), Elín Árnadóttir (S), Elín María Jónsdóttir (D), Hjörtur Örn Arnarson (D). Íþrótta- og tómstundanefnd Erla Edvardsdóttir (B) formaður, Leifur Ingi Eysteinsson (B), Atlas Hendrik Ósk Dagbjarts (C), Rúnar Bragi Guðlaugsson (D), Arna Björk Hagalínsdóttir (D). lýðræðis- og mannréttindanefnd Sævar Birgisson (B) formaður, Aldís Stefánsdóttir (B), Rúnar Már Jónatansson (C), Brynja Hlíf Hjaltadóttir (D), Gunnar Pétur Haraldsson (D). Menningar- og nýsköpunarnefnd Hrafnhildur Gísladóttir (B) formaður, Hilmar Tómas Guðmundsson (B), Jakob Smári Magnússon (S), Helga Möller (D), Franklin Ernir Kristjánsson (D). skipulagsnefnd Valdimar Birgisson (C) formaður, Aldís Stefánsdóttir (B), Ómar Ingþórsson (S), Ásgeir Sveinsson (D), Helga Jóhannes- dóttir (D). umhverfisnefnd Örvar Jóhannsson (B) formaður, Þorbjörg Sólbjartsdóttir (B), Jón Örn Jónsson (C), Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (D), Þóra Björg Ingimundardóttir (D). Ný bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur tekið til starfa • Miklar breytingar í nefndum skipað í nefndir og ráð Þrír Mosfellingar voru heiðraðir af forseta Íslands á þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Þá fengu 14 Íslendingar heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari hlaut riddarakross fyrir framlag til tónlistarflutnings. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur fékk riddarakross fyrir störf á vettvangi vísinda og þekkingarmiðlunar. Örlygur Richter fyrrverandi skólastjóri var sæmdur riddarakrossi fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála. Á myndinni til vinstri má sjá Örlyg Richter og Lilju Dögg Alfreðsdóttur ráðherra eftir afhend- inguna en Lilja er gamall nemandi Örlygs. Anna Guðný, Ari Trausti og Örlygur heiðruð Þrír Mosfellingar hlutu fálkaorðu Ari Trausti Guðmundsson Anna Guðný Guðmundsdóttir örlygur og lilja Palla Open góðgerðargolfmótið fór fram á Hlíðavelli laugardaginn 11. júní í blíðskap- arveðri og heppnaðist að mati skipuleggj- enda ákaflega vel. „Við erum bara í skýjunum með viðtök- urnar og daginn. Þetta heppnaðist allt eins og í sögu, þetta voru um 200 kylfingar sem tóku þátt og það söfnuðust í heildina um 2,5 milljónir til styrktar Reykjadal,“ segir Palli Líndal, einn skipuleggjenda mótsins. Þátttakan langt fram úr væntingum Fjöldi veglegra vinninga voru veittir að lokinni keppni við hátíðlega athöfn í golfskálanum en þátttakendur voru ýmist áhugamenn að stíga sín fyrstu skref í sport- inu eða lengra komnir. „Við erum þakklát þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem tóku vel í fyrirspurnina og styrktu mótið með þessum glæsilegu vinningum. Eins langar mig að þakka sérstaklega stjórn og starfsmönnum golfklúbbsins fyrir þeirra framlag við und- irbúning og framkvæmd mótsins. Að lokum get ég auðvitað ekki annað en verið glaður og þakklátur GM, bæði félags- mönnum og þátttakendum, fyrir daginn. Þátttakan í ár var talsvert meiri en í fyrra og fór langt fram úr væntingum.“ Mótið komið til að vera Ágóða mótsins hefur þegar verið varið til kaupa á hjólastólum til styrktar Reykjadal en stólarnir eru sérstaklega hannaðir til útivistar. „Við hlökkum mikið til að taka á móti sendingunni og gerum ráð fyrir að afhenda Reykjadal stólana um miðjan júlí,“ segir Palli og bætir við að miðað við viðtök- ur sé Palla Open komið til að vera. Góðgerðarmót fyrir Reykjadal • Söfnuðu 2,5 milljónum Vel heppnað Palla Open hrefna rós frá reykjadal og páll líndal mótshaldari

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.