Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Sveinbjörn Benedikt Eggertsson kom af stað söfnun árið 2019 til styrktar Reykjadal, sumarbúðum í Mosfellsdal fyrir fötluð börn og ungmenni. Sveinbjörn tók á móti frjálsum framlög- um fyrir utan verslanir í Mosfellsbæ, ásamt því að fá styrktarfélög með sér í lið. Í heild- ina söfnuðust 536.179 krónur. Peningur- inn var m.a. nýttur til kaupa á hátölurum, spjaldtölvu, símum o.fl. Raftækin og það sem eftir var af pening- unum var svo fært Reykjadal 1. júní sl. sem mun nýtast vel til kaupa á fleiru sem kann að vanta. Á myndinni eru Sveinbjörn Benedikt Eggertsson í miðjunni og starfsmenn Reykjadals; Óðinn Páll Arnarsson til vinstri og Ísar Nói Össurarson til hægri. Setti af stað söfnun árið 2019 • Ýmis raftæki keypt Sveinbjörn safnar fyrir Reykjadal Á dögunum hittust forsvarsmenn Fasteflis og BL á Barion Mosó og undirrituðu samstarfssamning um kaup og þróun á rúmlega 38 hektara landsvæði við Tungumela í Mosfells- bæ. Svæðið er ætlað fyrir fjölbreytta athafnastarfsemi. Aðspurður sagði Mosfellingurinn Óli Valur Steindórsson framkvæmdastjóri Fasteflis um verkefnið: „Á mýmörgum fundum sjálfboðaliða Aftureldingar var og er mikð rætt um þörfina að fjölga styrktaraðilum en góður fjöldi vel rekinna fyrirtækja er grundvöllur þess. Það hafa verið viss vonbrigði með fyrsta hluta uppbygg- ingar Tungumela hversu fá fyrirtæki hafa lagt leið sína þangað en mikill hluti svæðisins hefur verið nýttur undir byggingu á geymslum. Það er því kærkomið tækifæri sem okkur hefur nú fallið í skaut, að leiða og þróa uppbyggingu á þessu svæði og taka þátt í að auðga flóru fyrirtækja í bæj- arfélaginu en það er vonandi að við fáum góðan stuðning og samstarf frá bæjaryfirvöldum við það,“ segir Óli Valur. Spennandi framtíðarstaðsetning fyrir BL Íris Ansnes framkvæmdastjóri hjá BL bætti jafnframt við að Tungumelar væri spennandi svæði til framtíðar fyrir BL en félagið væri að skoða mögulega framtíðarstaðsetningu fyrir starfsstöðvar félagsins. „Að því sögðu býður verkefnið sem slíkt upp á gríðarmikla möguleika fyrir fyrirtæki sem eru að huga að og þurfa að færa sína starfsemi úr Reykjavík í náinni framtíð og eru Tungumelar góður kostur ef vel er á málum haldið,“ segir Íris Ansnes. Áhugavert verður að fylgjast með þessu verkefni. Samstarfssamningur um kaup og þróun á rúmlega 38 hektara landi • Ætla að auðga flóru fyrirtækja í bæjarfélaginu Fastefli og BL sameinast um kaup á athafnasvæði við Tungumela Íris Ansnes framkvæmdastjóri hjá BL og Óli Valur Steindórsson framkvæmdastjóri Fasteflis undirrita. Fyrir aftan: Jón Þór Gunnarsson og Erna Gísladóttir eigendur BL og Ellert Jón Björnsson fjármálastjóri Fasteflis. Fastefli er móðurfélag Upprisu og Hlöllabáta (Barion). BL er rótgróið bílaumboð sem varð til við sameiningu Ingvars Helgasonar og B&L árið 2011. StarfSfólk í búSetueiningu Vesturhlíð, skálatúni Sambýlið Vesturhlíð leitar eftir öflugu og framsæknu starfsfólki til liðs við okkur í sumar, möguleiki á áframhaldandi starfi. Um er að ræða fjölbreytt störf þar sem þjónustan er einstaklings- miðuð og þjónustuáætlunum íbúa er fylgt eftir í daglegu lífi, jafnt utan heimils sem innan. Starfsfólk er fyrirmynd í starfi sínu og tekur þátt í daglegu lífi íbúa. Við störfum samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Starfsfólk vinnur á fjölbreyttum vöktum. Menntunar- og hæfnikröfur: • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks • Þjónustulund og jákvæðni í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Framtakssemi og samviskusemi • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi • Hreint sakavottorð • Aldursskilyrði 20 ár • Góð íslenskukunnátta er skilyrði Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt nokkrum orðum af hverju þú telur þig hæfa/n í starfið og umsóknir eru sendar á netfangið vesturhlid@skalatun.is Nánari upplýs- ingar um störfin veitir Ragnheiður Hansen, deildarstjóri, í síma: 530-6643 - 8936529. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Skálatúns og viðkomandi stéttarfélags - Sameyki/Efling. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.