Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 23.06.2022, Blaðsíða 28
 - Íþróttir28 N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi 4. flokkur kvenna skellti sér í æfingaferð til Salou þann 3. júní. Stelpurnar eru búnar að vera ótrúlega duglegar í vetur og safna fyrir ferðinni. Mikil eftirvænting og gleði skein úr and- litum þeirra þegar stundin rann upp. Stelp- urnar voru til fyrirmyndar, tóku 9 æfingar á 6 dögum við geggjaðar aðstæður í Salou, pínu heitt en það reddaðist. Þær gerðu þó meira en að fara á æfingu, „tanið – maður tanið“ heyrðist töluverð og því voru sólbaðsbekkirnir vinsælir þarna á milli æfinga. Á kvöldið héldu þær stemningunni uppi á hótelinu með dansi og gleði og auðvit- að var „vinsælasti“ skyndibitastaðurinn McDonalds. Vikan var fljót að líða og fullt af minningum sem urðu til hjá þessum flotta hóp. Stelpurnar senda knús og þakklæti til þeirra sem hafa styrkt þær. Geggjuð æfingaferð Fótboltastelpur úr Aftureldingu á Spáni • Minningar Það er margt búið að ganga á í samfélaginu okkar af völdum kórónuveirunnar. Við höf- um barist við mörg stökkbreytt afbrigði og nú er sá bardagi búinn. Eðlilegt líferni tekur svo við og allir virð- ast vera búnir að gleyma faraldrinum en takmörkunum var bara aflétt 25. febrúar 2022. Fimleikadeild Aftureldingar barðist hart með samfélaginu í 2 ár og endalaust var verið að finna lausnir á reglugerðum sem settar voru eða var breytt með stuttum fyrirvara. Þegar verst lét og deildin þurfti að loka þá var tekin lausnamiðuð stefna þar sem þjálfararnir okkar settu upp heimaæfingar sem voru sendar til iðkenda okkar í texta eða á myndböndum. Þjálfarar skipulögðu einnig flottar æf- ingar í gegnum fjarskiptaforrit þar sem ið- kendur gátu komið saman og gert æfingar sem heild eða farið með þjálfurum sínum í gegnum skemmtilega leiki. Bæði iðkendur og þjálfarar voru metnaðarfullir í þessum verkefnum og gaman var að sjá brosandi andlit þó svo það væri í gegnum tölvuskjá- inn. Þrátt fyrir að fjarþjálfunin hafi gengið vel þá voru margar æfingar bættar upp og annir voru lengdar eða byrjuðu fyrr en venjulega, foreldrum að kostnaðarlausu. Hluti af mörgum þáttum sem einkenna íþróttir eru þrautseigja, jákvæðni, sterkt hugarfar og að læra á stjórnanlegu þættina sem styrkjast þegar reynir á. Eftir farald- urinn mátti sjá miklar framfarir á þessum þáttum bæði hjá þjálfurum okkar og ið- kendum. Fimleikadeild Aftureldingar kom sterk út úr faraldrinum sem má sjá í sam- skiptum okkar við iðkendur og foreldra, á frammistöðu inni í sal og árangri deildar- innar á mótum, svo eitthvað sé nefnt. Afturelding skráði 110 til 130 iðkendur á hvert mót og komu út úr vetrinum með þrjá bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeist- aratitla. Starfsfólk fimleikadeildarinnar er mjög spennt fyrir komandi vetri hjá deild sem stækkar ört. Mikill metnaður verður lagð- ur í frekari uppbyggingu og fagleg vinnu- brögð. Fimleikadeild Aftureldingar vill þakka fyrir veturinn, Covid-tímabilið, sterkt bak- land og frábæra iðkendur. Fimleikadeild Aftureldingar þakkar fyrir sig Meistaraflokkar Aftureldingar í knattspyrnu gerðu góða ferð á útivelli í síðustu viku. Meistaraflokkur kvenna lagði Selfoss 1-0 á útivelli í Bestu deildinni á meðan meist- araflokkur karla lagði Þrótt Vogum á útivelli með sömu markatölu í Lengjudeildinni. Meistaraflokkur karla fær Þór í heim- sókn á Malbikstöðina á morgun, föstudag, áður en liðið leikur við Kórdrengi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Safamýri á mánudag. Meistaraflokkur kvenna er hins vegar í pásu þar til í byrjun ágúst þar sem fram undan er EM kvenna í Englandi. Fimm strákar úr Aftureldingu hafa spilað með U-16 landsliðinu í handbolta að undanförnu. Liðið tók meðal annars þátt í móti í Færeyjum og voru okkar strákar meira að segja allir inn á í einu á ákveðn- um tímapunkti. Frá vinstri á myndinni: Stefán Magni Hjartarson, Jökull Einarsson, Sigurjón Bragi Atlason, Daníel Bæring Grétarsson og Haukur Guðmundsson. Fimm Mosfellingar í U-16 landsliðinu strákarnir okkar Meistaraflokkarnir á sigurbraut 14 Íslendingar tóku þátt í Norðurlandamóti í taekwondo í Svíþjóð helgina 4.-5. júní og þar af voru 4 frá Aftureldingu: Justina Kis- keviciute, Regína Bergmann Guðmunds- dóttir, Wiktor Sobczynski og yfirþjálfari deildarinnar Arnar Bragason. Wiktor, Justína og Arnar kepptu í bardaga og enduðu Arnar og Wiktor með silfur og Justína með brons. Síðan kepptu Justína og Regína í Pooms- ae en þær voru í 24 manna flokki og komust ekki í úrslit en stóðu sig mjög vel. Þessir 3 ungu keppendur eiga klárlega fleiri Norðurlandamót og önnur erlend mót fram undan næstu árin og eiga eflaust eftir að safna fleiri verðlaunum og jafnvel Norðurlandameistaratitlum. Góður árangur á Norður- landamóti í Svíþjóð undirbúningur fyrir æfingu keppendur aftureldingar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.