Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 6
bth@frettabladid.is Alþingi Eftirlits- og stjórnskipunar- nefnd Alþingis aflar nú gagna um beitingu 36. greinar starfsmanna- laga þar sem embættismenn eru skipaðir með tilflutningi án þess að staða sé auglýst. Vinnan er afleiðing skipunar Lilju Alfreðsdóttur ráð- herra í stöðu þjóðminjavarðar. „Við eigum von á að gögnin berist fyrr en síðar,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður nefndar- innar. Stefnt er að því að nefndin klári málið næsta mánudag. Til greina komi að nefndin hrindi af stað frumkvæðisathugun og þá yrðu kallaðir til vitnis ýmsir umsagnaraðilar, bæði innan úr Stjórnarráðinu sem og meðal hags- munaaðila. Spurð hvort það sé á valdsviði nefndarinnar að afturkalla skipun- ina, segist Þórunn að það sé ekki gerlegt. „Það er á könnu framkvæmda- valdsins að skipa í stöðurnar. En við getum skrifað álit og lagt til breytingar á lögum.“ Fram hefur komið að Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, er með frumvarp í smíðum um málið. n Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu í listakosningu í VR við kjör fulltrúa félagsins á 45. þing Alþýðusambands Íslands 2022. Kjörinn verður 91 fulltrúi og 40 til vara. Framboðslistar, með fyrirliggjandi samþykki allra sem á listunum eru, ásamt meðmælum 300 fullgildra VR félaga, þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fyrir kl. 12:00 á hádegi 15. september næstkomandi. Kjörstjórn VR VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK SÍMI 510 1700 WWW.VR.IS thp@frettabladid.is RússlAnd Vladímír Pútín Rúss- landsforseti var í gær við heræfingar rússneska hersins og vinveittra ríkja sem nú fara fram í austurhluta landsins, skammt frá landamær- unum að Norður-Kóreu og Kína. Þær bera heitið Vostok-2022 og þátt í þeim taka hermenn frá Kína, Laos, Indlandi, Mongólíu, Níkaragva, Sýrlandi, Armeníu, Kasakstan, Kirgistan, Alsír, Hvíta-Rússlandi og Tadsíkistan. Heræfingarnar hófust 1. septem- ber og lýkur í dag. Þátt í þeim taka um 50 þúsund hermenn auk fjölda f lugvéla og skipa. Síðast fóru sam- bærilegar heræfingar fram árið 2018. n Pútín á heræfingu Pútín fylgdist grannt með í gær. Fréttablaðið/EPa Nefndin getur ekki afturkallað skipan Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður eftirlits- og stjórnskipunar- nefndar thp@frettabladid.is sómAlíA Fimmta árið í röð er útlit fyrir að þurrkar valdi uppskeru- bresti í Sómalíu. Meira en 700 börn hafa látist vegna vannæringar og UNICEF segir hungursneyð yfir- vofandi. Árið 2011 létust um 250 þúsund manns úr hungri í landinu, að langstærstum hluta börn. Auk hungurs herja smitsjúk- dómar á borð við mislinga, malaríu og kóleru á Sómali. Líkt og hungrið koma þeir verst niður á börnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir um hálfum milljarði dollara í neyðaraðstoð vegna ástandsins. n Sómalía á barmi hungursneyðar Harpa Þórsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Mynd/aðsEnd Kosningarnar í Svíþjóð á sunnudag verða afar spenn- andi og stjórnarmyndun gæti orðið snúin. Stjórnmálafræð- ingur segir Svíþjóðardemó- krata hafa riðlað blokka- kerfinu. kristinnhaukur@frettabladid.is svíþjóð Skoðanakannanir benda til þess að afar mjótt sé á munum milli vinstri- og hægriblokkanna í Svíþjóð fyrir kosningarnar á sunnu- dag. Stjórnarmyndun gæti hins vegar reynst snúin. Kosið er um 349 þingsæti í 29 kjördæmum. Þröskuldurinn er 4 prósent og fastlega er búist við að allir átta flokkarnir sem nú eiga sæti á sænska þinginu komist yfir hann. Staðan í sænskum stjórnmálum í dag er margslungnari en oft áður. „Þetta hefur verið óvenjulegt kjör- tímabil. Stjórnmál í Svíþjóð eru yfir- leitt frekar stöðug,“ segir Birgir Her- mannsson stjórnmálafræðingur. Það tók Stefan Löfven f jóra mánuði að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar árið 2018 með Umhverf isf lokknum á meðan Vinstriflokkurinn, Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu hana falli. Árið 2021 missti Löfven stuðning Vinstrif lokksins vegna húsaleigu- mála og lauk þeim málum með útgöngu hans úr stjórnmálum en Sósíaldemókratar sitja nú einir í stjórn með Magdalenu Andersson sem forsætisráðherra. Birgir segir að stóra undirliggj- andi málið sé hvor blokkin stýri landinu næstu fjögur árin. And- ersson styðjist við Vinstriflokkinn, Miðf lokkinn og Umhverfisf lokk- inn. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderata, styðjist við Frjálslynda, Kristilega demó- krata og Svíþjóðardemókrata. Sósía ldemók r at a f lok k u r inn mælist langstærstur með 29 pró- senta fylgi og vinstriblokkin 49,7 prósent í könnunum. Hægri- blokkin mælist með 49 prósent en Moderata aðeins 17,6 prósent af því en Svíþjóðardemókratar með 19,9. Birgir segir mikið fylgi Svíþjóðar- demókrata hafa riðlað öllu blokka- kerfinu. Hann segir að fái Svíþjóðar- demókratar meira upp úr kjörköss- unum en Moderata gæti það flækt stöðuna fyrir stjórnarmyndun á hægrivængnum. Moderata geti ekki myndað stjórn án Svíþjóðardemó- krata. Fordæmi séu þó fyrir því að minni f lokkur stýri ríkisstjórn. Svo sem eftir dönsku kosningarnar árið 2015 þegar hægrif lokkurinn Venstre myndaði ríkisstjórn með stuðningi Danska þjóðarflokksins. Slíkt mynstur gæti lsést að nýju. Miðf lokkurinn, sem áður sat í ríkisstjórn með hægrimönnum, f lutti sig um blokk því hann vildi ekki neitt samstarf með Svíþjóðar- demókrötum, sem er róttækur hægri-popúlistaflokkur með rætur í nýnasisma. Flæk jan á v instr ivæng num lýtur að því að Miðflokkurinn vill Vinstrif lokkinn ekki í stjórn og Vinstrif lokkurinn vill ekki styðja stjórn sem hann á ekki sæti í. Birgir á von á því að fái vinstriblokkin meirihluta verði óbreytt samstarf, Sósíaldemókratar í ríkisstjórn með þremur stuðningsflokkum. En völd eru ekki það eina sem kosningarnar snúast um. Orkumál hafa verið fyrirferðarmikil og vel- ferðar- og efnahagsmál. Ein stærsta breytingin í sænskum stjórnmálum frá upphafi, aðildarumsókn að NATO, er ekki hitamál. Mestar efasemdir heyrist þó frá Vinstriflokknum. „Flestir aðrir sam- þykkja þessa umsókn. Sumir telja hana illa nauðsyn en aðrir hafa lengi stefnt að henni.“ Málið er hins vegar viðkvæmt vegna samninganna við Tyrki og krefjist því styrkrar ríkis- stjórnar. Innf lytjendamál og mál tengd glæpum og gengjum hafa einnig verið í sviðsljósinu. „Svíþjóðar- demókratar hafa fengið mikið fylgi út á þessi mál og þau hafa reynst ríkisstjórninni erfið,“ segir Birgir. n Vinstri- og hægriblokkir hnífjafnar Ulf Kristersson, formaður Moderata, og Magdalena Andersson, formaður Sósíaldemókrata, berjast um forsætisráð- herrastólinn í Svíðþjóð. Kosningar fara fram í landinu næstkomandi sunnudag. Fréttablaðið/EPa Aðildin að NATO er ekki sérstaklega umdeilt mál. Birgir Hermanns- son, stjórnmála- fræðingur 6 Fréttir 7. september 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.