Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 21
Farangursrýmið í ID.BUZZ er risa-
stórt og verður enn stærra ef aftur-
sæti eru felld niður.
Framendi Volkswagen ID:BUZZ sækir upphleypt VW-merkið til fyrstu rúgbrauðsbílanna en sleppir sem betur fer
kringlóttu ljósunum sem hefðu virkað kauðsleg á þessum framúrstefnulega bíl.
flokki bíla. Það er margt gott við
að aka ID.BUZZ og tekur hann þar
fram sams konar bílum í flestu.
Fjöðrunin er alvöru MacPherson
að framan og fjölliða að aftan
svo hann liggur vel og þar sem
rafmótorinn er fyrir afturdrifið
leggur hann vel á. Það er því auð-
velt að snúa þessum stóra bíl við á
þröngum vegi. Loks er útsýni með
besta móti og sér í lagi fram á við
enda líður manni eins og verið sé
að aka um í stóru fiskabúri.
Það er helst þegar komið er að
tölum um dráttargetu og burð sem
að ID.BUZZ lætur undan. Hann má
draga tonn og burðargeta hans er
aðeins 529 kíló sem dugar honum,
enda er hann aðeins fimm sæta til
að byrja með.
Eins og gefur að líta er ID.BUZZ
ekki pláss vant og gildir þá einu
hvert er litið. Sæti eru rúmgóð og
þægileg og þá sérstaklega framsæt-
in sem eru með armhvílum báðum
megin. Milli sæta er góð hirsla sem
er færanleg og einnig með skúffu
fyrir aftursætisfarþega, en hana
má taka úr bílnum með einu hand-
taki. Þráðlausri farsímahleðslu er
þannig fyrirkomið hægra megin
við stýri að maður sér ekki á skjá-
inn, sem er ókostur. Aftursætin eru
einnig góð en fyrir farþega í miðju-
sæti væri gott að hafa stuðning af
hinum tveimur farþegunum því
að hann hefur ekkert til að halda
sér í. Þar sem hliðarhurðir aftur í
eru rafdrifnar rennihurðir er ekki
hægt að opna hliðarglugga þar en
loftkælingin virðist skila sér vel
aftur í bílinn þótt þar sé ekki sér
lofttúða. Hægt er að færa til aftur-
sæti sem er á sleða og hægt er að
leggja það niður 40/60 vilji maður
koma fyrir stærri hlutum. Loks
er farangursrými yfirdrifið enda
1.121 lítri og það með aftursætin
í öftustu stöðu. Aðgengi að öllu
þessu plássi er líka mjög gott enda
allar afturhurðir rafdrifnar og
stórar og opnast vel.
En hvað skyldi nú bíll fram-
tíðarinnar eiga að kosta? Hann er
ekki gefins enda kostar hann frá
8.490.000 krónum, sem er þremur
milljónum meira en grunngerð VW
ID.4 kostar, sem er þó byggður á
sömu botnplötu og notast við sömu
tækni að miklu leyti. Jú, hann er
efnismeiri og rúmbetri, með meiri
búnaði eins og rafdrifnum hurðum
og fleira en kannski ekki eitthvað
sem réttlætir þennan mikla mun.
Helsti keppinautur hans hérlendis
myndi verða Toyota Proace Verson
Electric sem þó er aðeins dýrari
í grunninn en hann kostar frá
8.790.000 krónum. n
Sérfræðingar
í hleðslustöðvum
fyrir rafbíla
Reykjavík
Klettagörðum 25
Sími 5 200 800
Akureyri
Draupnisgötu 2
Sími 4 600 800
Reykjanesbær
Bolafæti 1
Sími 420 7200
Reyðarfjörður
Nesbraut 9
Sími 470 2020
Selfoss
Eyrarvegi 67
Sími 4 800 600
Hafnarfjörður
Bæjarhrauni 12
Sími 5 200 880
Grundartangi
Mýrarholtsvegi 2
Sími 5 200 830
Nánari upplýsingar á ronning.is/rafbilar
BÍLABLAÐIÐ 7MIÐVIKUDAGUR 7. september 2022