Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 28
Bætiefnin frá Good Routine eru að slá í gegn, enda vönduð og árangursrík. Unnur Gunnarsdóttir fann fljótt mikinn mun á hárinu, liðunum og húðinni eftir að hún byrjaði að taka inn Pure Omega 3 frá Good Routine. „Ég er í eðli mínu mikil áhuga- manneskja um bætiefni og hef því prófað margt og mikið þegar kemur að bætiefnum. Því get ég óhikað sagt að bætiefnin frá Good Routine eru sennilega Rollsinn í bætiefnaheiminum. Þar er greinilega vandað mjög til allra verka og áhrifin láta ekki á sér standa.“ Þetta segir Unnur Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Engey Kids. Unni hefur ávallt verið umhugað um heilsu sína og ástundað heilsusamlegan lífsstíl. Síðan í vor hefur hún tekið inn bætiefni frá Good Routine. Kolfallin fyrir vörulínunni „Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir Good Routine þegar ég byrj- aði að nota það og ég finn líka að það gerir mér gott. Þetta eru gæði í gegn og mikil rannsóknarvinna að baki. Nafnið Good Routine höfðar líka til mín. Allir vita jú að góð rútína er góð; maður finnur það ekki síst eftir sumarfríið. Nafn vörumerkja segir manni líka sitthvað og er oft það sem grípur mann fyrst þegar maður prófar eitthvað nýtt,“ segir Unnur sem tekur bætiefni frá Good Routine samviskusamlega hvern dag. „Þannig næst besta virknin og hún kemur f ljótar fram. Mín fyrstu kynni af Good Routine var bætiefnið Synergize-Your- Gut, fyrir þarmaflóruna, og ég var rosalega ánægð með það, tek það enn inn og finn mikinn mun á mér. Síðan hef ég bætt við Guard-Your-Liver og nú síðast Pure Omega-3 frá Good Routine,“ greinir Unnur frá. Ánægð með áhrif á húð, hár og liði Hún er heldur betur ánægð með áhrif Good Routine Pure Omega 3. „Pure Omega-3 er stórkostlegt bætiefni fyrir húðina, hárið og liðina. Ég hef alltaf hugsað vel um hárheilsuna og lagt mig fram um að næra hár mitt vel. En eftir að ég fór að taka inn Pure Omega-3 bætiefnið frá Good Routine finn ég bæði og sé að glans og þéttni hársins hefur tekið miklum og góðum stakkaskiptum. Þá er húðin orðin þéttari og með meiri raka. Ég finn greinilegan mun á þessu tvennu og bætiefnið virðist gefa virkilega góða og ríkulega næringu. Þá finn ég glöggt hversu góð áhrif það hefur á liðheilsuna; það mýkir liðina og eykur allan liðleika til muna,“ segir Unnur. Hún mælir heils hugar með bætiefnunum frá Good Routine. „Þetta eru fyrst og fremst vönduð og góð bætiefni. Maður finnur f ljótt mun á sér og ég er spennt að prófa f leira úr bætiefnalínu Good Routine.“ Hraust hjarta og hamingjusamur heili Bætiefnið Pure Omega-3 frá Good Routine inniheldur hæsta styrk af ómega-3 fitusýrum í skammta- stærð (1.430 mg). Efnablandan er einstaklega kröftug og inniheldur háan styrk af EPA (792 mg) og DHA (528 mg). Blandan inniheld- ur einnig D3-vítamín og E-víta- mín sem spornar gegn þránun. Næringarefnin EPA og DHA eru tegundir ómega-3 fitusýra og gegna þær mikilvægu hlutverki í líkaman- um sem nauðsynleg byggingarefni frumuhimna auk þess að stuðla að eðlilegri virkni hjarta, augna og heila. Taugar innihalda mikið magn af ómega-3 fitusýrunni DHA og því er inntaka DHA mikilvæg til þess að veita taugum nauðsynleg næringarefni. Afleiðingar þess að fá ekki nóg af DHA úr fæðu gætu verið skert geta líkamans til að læra, hugsa, muna og viðhalda hraustum og hamingjusömum heila. Þá er DHA í líkamanum nauðsynlegt til þess að viðhalda góðri sjón. Áhrif á allan kroppinn Mælt er með Pure Omega-3 til að tryggja heilbrigði hjarta, augna, taugakerfis, húðar, hárs, beina og liðamóta, en einnig til að viðhalda eðlilegu magni lípíða í blóðinu, styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð og stuðla að vellíðan þeirra sem neyta ekki nógu mikils af góðri fitu. Pure Omega-3 frá Good Routine er framleitt með einkaleyfisvarða hreinsunarferlinu Flutex™ sem tryggir að þungmálmar og önnur mengunarefni eru fjarlægð, án þess að notast sé við leysiefni, háan hita eða aðrar ágengar aðferðir. Það eykur auk þess gæði olíunnar sem skilar sér í hæsta styrk af ómega- 3 fitusýrum og góðri upptöku í líkamanum. Hreinsunarferli Good Routine tryggir einnig að notandinn finnur ekki fiskibragð eftir inntöku. Mælt er með því að taka tvö hylki á dag, með mat eða vatnsglasi, fyrir hraust hjarta og hamingjusaman heila, alla daga. n Good Routine fæðubótarefnin fást í Hagkaup, Lyfjum & heilsu, Apótekaranum og Krónunni. Glansandi hár, mýkri liðir og þéttari húð með Pure Omega-3 Unnur var snögg að finna mun á hárinu, húðinni og liðunum þegar hún byrjaði að taka inn Pure Omega 3. MYND/AÐSEND Að loknu sumarfríi eru fjöl- margir sem vilja fara í átak fyrir líkama og sál, núll- stilla sig, borða hollari mat, stunda heilbrigða hreyfingu og koma sér í form eftir að hafa verið í vellystingum yfir sumarið. sjofn@frettabladid.is Karen Jónsdóttir, Kaja eins og hún er ávallt kölluð, frumkvöðull, stofnandi og eigandi Matarbúrs Kaju og Café Kaju, býður upp á safahreinsun nokkru sinnum á ári sem hefur notið mikilla vinsælla. Fyrsta safahreinsun haustsins er í gangi núna og færri komust að en vildu, svo vinsælir eru safarnir hennar Kaju orðnir. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi safa- hreinsun er jafn vinsæl og raun ber vitni. Fram undan eru tvö námskeið til viðbótar í haust í safahreinsuninni, 17. september og síðan þriðja og síðasta námskeið haustsins 1. október. Tilurð og árangurinn Þegar kemur að því að fram- leiða safana eins og allt það sem Kaja framleiðir og gerir er aðal- áherslan á lífrænt hráefni enda rekur Kaja eina lífrænt vottaða kaffihús landsins. Við fórum og heimsóttum Kaju og fengum hana til að segja okkur nánar frá safa- hreinsuninni. Þú hefur verið að bjóða upp á safahreinsun, segðu aðeins frá tilurð hennar. „Eftir að ég veiktist leitaði ég allra leiða til að ná heilsu að nýju. Eftir lestur og yfirlegu varð ég nokkuð sammála þeim kenning- um að hreinsa þurfi líffærakerfið annað slagið. Eftir margar prufur og leit að hreinsun sem hentaði mér, rakst ég á bók sem heitir Sjö daga safakúr, en þessi safakúr grundvallaðist meira sem megrun heldur en hreinsun. Ég fór í gegnum þennan safakúr nokkrum sinnum, breytti og þróaði þannig að hann hentaði mér og hefði hlut- verk hreinsunar, ekki megrunar.“ Eru uppskriftirnar að söfunum þínar? „Það eru grunnuppskriftir en þær eru þó breytilegar eftir því hvaða hráefni fást en ég nota ein- ungis lífræn hráefni í safana eða íslensk sem eru ræktuð villt eða án eiturefna. Enda er það grunnurinn að hreinsa út, að nota „hreinan“ mat.“ Kaja segir að sér finnist það alveg nauðsynlegt, bæði andlega og líkamlega, að fara í safahreins- un. Ástæðan sé sú að það eigi sér stað svo mikil endurnýjun og þetta sé frábær leið til að núllstilla sig. „Til að losna við bjúg og bólgur auk þess sem þetta auðveldar fólki líka að hefja og ná tökum á breyttum lífsstíl,“ segir Kaja. Hreinsa út eiturefni Kaja segir að tilgangur með safa- hreinsuninni sé fyrst og fremst að minnka álag á meltinguna og gefa líkamanum tóm til að hreinsa eiturefni út úr líkamanum og vinna svolítið að viðgerðum. Safahreinsun er átta daga prógramm sem samanstendur af þriggja daga undirbúningi og síðan fimm dögum þar sem við- komandi neytir einungis safa, ávaxta og fræja. „Safarnir eru allir með trefjum og eru þeir sam- tals 25 og enginn eins, þar sem hver safi á að hafa sína virkni. Í fyrri hluta hreinsunarinnar eru notaðir ávextir og grænmeti sem hafa losandi og hreinsandi áhrif og í seinni hlutanum eru hráefnin til að byggja upp. Á fimmta degi verður uppljómun, það er reynsla þeirra sem hafa tekið þátt í þessu námskeiði. Prógrammið fyrir safa- hreinsunina er í boði nokkrum sinnum á ári, í fyrstu var það tvisvar á ári en eftirspurn eftir safahreinsun hefur aukist og því erum við farin að bjóða oftar upp á safahreinsunina. Þriggja daga undirbúningur Samsetningin skiptir miklu máli, bæði til að ná góðu bragði, upp- lifun og svo hreinsandi þættinum.“ Þarf að undirbúa sig fyrir safa- hreinsunina? „Það eru teknir þrír dagar í undirbúning þar sem allt kjöt, fiskur, sykur, glúten og mjólkur- vörur eru teknar út.“ Geta einhverjar aukaverkanir fylgt því að fara í safahreinsunina? „Aukaverkanir geta verið mis- jafnar og fara eftir því hvar fólk er statt í lífinu og þeim lífsstíl sem það hefur tileinkað sér. Þeir sem eru vanir að drekka mikið kaffi eða koffeindrykki geta fundið fyrir hausverk og þreytu svo dæmi séu tekin. Enda eru viðbrigði að taka út koffeindrykki í fimm daga en vel þess virði. Aukaverkanir eru mjög persónubundnar og sumir finna strax fyrir ferskleika bæði á líkama og sál.“ Betri líðan Hvaða árangri getur fólk náð með safahreinsuninni? „Í sumum tilfellum er hægt að losna við lyf vegna ýmissa lífsstíls- sjúkdóma en það á einungis við ef fólk heldur áfram að vera á beinu brautinni. Betri líðan á allan hátt, léttara skap, bólguminnkun og svo mætti halda áfram.“ Hægt er að fræðast frekar um safahreinsunina hjá Matarbúri Kaju. n Núllstilla líkamann með safakúr Karen Jónsdóttir framleiðir safa til að hreinsa líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kaja notar einungis lífræn hráefni í safana. 4 kynningarblað A L LT 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.