Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 26
njall@frettabladid.is Kawasaki-mótorhjólaframleið- andinn hefur sagt að öll mótorhjól þeirra á þróaðri mörkuðum yrðu að einhverju leyti rafvædd árið 2035 og að 10 slík yrðu kynnt fyrir 2025. Það hlýtur að vera að stytt- ast í formlega kynningu á fyrstu hjólunum því að Kawasaki kom á óvart með smá sýningu á tvinn- hjólinu ásamt litlu rafhjóli rétt fyrir Suzuka átta stunda mótor- hjólakeppnina. Þökk sé japanska mótorhjóla- tímaritinu Auto-By náðust góðar myndir af hjólunum sem sýna mikið um búnað þess. Tvinnhjólið notar greinilega 399 rsm-vélina úr Z400-hjólinu sem er tveggja strokka, en pústið er alveg eins og á því hjóli. Komnir eru tveir bremsu- diskar að framan sem bendir til meira afls, líklega á pari við Z650- hjólið en framendinn kemur af því hjóli. Framljósin eru græn sem er líklega tilvísun í að hjólin séu „grænni“ ásamt því að það er litur Kawasaki. Afturendinn er bæði meiri um sig og lengri en á Z400- hjólinu en það er vegna þess að þar er búið að koma fyrir 48 volta raf- hlöðu. Rafmótorinn er fyrir ofan gírkassann og tengist honum með rafstýrðri kúplingu. Engin eiginleg kúpling er í hjólinu heldur er skipt með takka vinstra megin á stýrinu. Hjólið mun geta ekið á rafmagni eingöngu, til dæmis á minni hraða innanbæjar, en notar þá frekar vélina utanbæjar og hleður upp rafhlöðuna í leiðinni. Kawasaki kynnti einnig rafhjól sem er á pari við 125 rsm bensín- hjól. Virðist rafhlaðan í því bjóða upp á að vera skiptanleg. Hjólið virðist einfalt að gerð með hefð- bundnum íhlutum sem gefur til kynna að það verði á viðráðanlegu verði. Til dæmis er vindkúpan og framljósið frá Z400-hjólinu. Rafmótorinn er einfaldur og virðist vera með einu drifi án gírkassa. Orðrómurinn segir að tvö slík verði kynnt bráðlega, bæði torfæruhjól og götuútgáfa, ásamt tvinnhjólinu og þá líklega kringum EICMA-mótorhjóla- sýninguna í nóvember. n Fyrstu myndir af Kawasaki tvinnhjólinu njall@frettabladid.is Náðst hafa njósnamyndir af nýju útspili Suzuki á markað ferða- mótorhjóla, en það er næsta kyn- slóð Suzuki V-Strom 650. Myndin sýnir hjólið við prófanir og er líklegt að það verði frumsýnt á mótorhjólasýningunni í Mílanó í nóvember. Helstu breytingar á hjólinu verða á vél, en V2-vélin hefur verið við lýði síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Ljóst er að hún mun ekki fara í gegnum Euro5-mengunarstaðalinn og því mun tveggja strokka línuvél leysa hana af hólmi. Þrátt fyrir felubúnað hjólsins má sjá að útlitið er sótt til Katana- hjólsins og öfugir framdemparar ásamt 21 tommu teinafelgu að framan gera það að meira tor- færuhjóli en áður. n Nýtt Suzuki V-Strom á leiðinni Hér má sjá næstu kynslóð Suzuki V-Strom 650 við prófanir. MYND/ KANYARFOTO Rafhjólið er einfaldlega merkt EV og er sambærilegt við 125 rúmsenti- metra bensínmótor. Kawasaki kom á óvart með sýningu á HEV-tvinnhjóli á Suzuka á dögunum. 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Vesturhraun 5 210 Garðabær á þinni leið Afturendinn er bæði meiri um sig og lengri en á Z400-hjól- inu en það er vegna þess að þar er búið að koma fyrir 48 volta rafhlöðu. 12 BÍ L A BL A ÐI Ð 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.