Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 9
Ríkisstjórnin hefur ekki haft nein svör varðandi efnahaginn. Jón Daníelsson, hagfræði­ prófessor Svanlaug Jóhannsdóttir er stofn- andi OsteoStrong á Íslandi. Hún á fjölmörg áhugamál og stefnir á að opna fimm starfsstöðvar á næstu sex árum. Hver eru þín helstu áhugamál? Vá, þau eru sko mörg! Þetta dæmigerða: ferðast, syngja, nýja stjórnarskráin, kynnast nýrri menningu og skemmtilegu fólki. Sífellt meira er það bara þetta: að manneskjan fái að njóta sín á eigin forsendum. Það kristallast svo í ýmsu sem ég geri, til dæmis stofna OsteoStrong til að bjóða fólki að losa sig við verki, stofna Píkusport.is til þess að opna á alvarlega umræðu um vandamál sem tengjast grindar- botnsvöðvum eða halda tónleika þar sem ég tek fyrir málefni sem mér finnst við þurfa að ræða sem sam- félag eins og hvernig við tölum um dauðann. Ég sé það þegar ég skrifa þetta að það hljómar skringilega en fyrir mér eru þetta allt sprotar af sömu greininni. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Bókin Olía eftir Svikaskáld er enn að gerjast með mér. Sex frábærar konur koma saman með eina bók. Heild sem þær skapa saman en samt á hver þeirra einn kafla með augljós- um höfundareinkennum. Ég er enn hugsi yfir möguleikum samstarfs, liðsheildar og persónulegs vaxtar með breyttum vinnubrögðum og hugmyndafræði. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? OsteoStrong var eins árs gamalt fyrirtæki þegar Covid skall á. Það f lækti náttúrulega mikið fyrir rekstri eins og hjá öllum. Það kom á óvart hvað það tók ofboðslega á að finna hentugt húsnæði fyrir starf- semina. Fyrst þegar við þurftum að flytja úr Borgartúni í Hátún vegna framkvæmda og svo þegar við bættum við okkur stöðinni í Ögur- hvarfi. Góðu fréttirnar eru þær að ég er orðin ágætis iðnaðarmaður eftir þetta brölt. Hvaða áskoranir eru fram undan? Við fáum oft í viku fyrirspurnir um það hvort við ætlum ekki að opna bráðum á Selfossi og Akureyri. Við stefnum á að opna fimm stöðvar á næstu sex árum. Við erum í sam- ræðum við mögulega samstarfsaðila á Akureyri en þetta er allt eitthvað sem tekur tíma. Það eru þrjár rannsóknir á virkni OsteoStrong í gangi í heiminum í dag, meðal annars á Karolinska- sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Fyrstu niður- stöður eru frábærar og enn frekari staðfesting á því hvað OsteoStrong- kerfið hefur áhrif á mannslíkamann á fjölbreyttan hátt. Okkar verkefni er að undirbúa okkur vel svo þegar þær birtast þá getum við gripið boltann og þjónustað enn fleiri hópa. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Við vorum fimmta landið í heim- inum til að opna OsteoStrong. Öll ný tækni er dýr í byrjun. Ef hún skiptir máli verður hún aðgengilegri og ódýrari, eins og áskrift í líkamsrækt eða gsm-símar. Ég sé fyrir mér að það verði jafn sjálfsagt að skella sér í OsteoStrong einu sinni í viku eins og það er að tannbursta á sér tenn- urnar tvisvar á dag. Ég sé fyrir mér að ég hafi þá betri tíma og forsendur til þess að fylgjast með öðrum spenn- andi nýjungum og halda þannig alltaf áfram að bæta þjónustuna við frábæra fólkið sem treystir okkur fyrir heilsu sinni, peningum og tíma. Ef þú þyrfti að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Ég er alltaf með annan fótinn á sviðinu að syngja eða flytja texta. Ætli ég myndi ekki bara fara í það af fullum þunga. Hver er uppáhaldsborgin þín? Madrid. Við bjuggum í spænskri sveit þar sem maðurinn minn var með frábæra vinnu, stærstur í nauta- kjöti á Spáni. Við ferðuðumst næst- um allar helgar og vorum eina til þrjár helgar í mánuði í Madrid. Mér finnst borgin betri í hvert einasta skipti sem ég kem þangað. n Stefnir á að opna fimm stöðvar á næstu árum Uppáhaldsborg Svanlaugar er Madrid en hún ferðaðist oft þangað þegar hún bjó í spænskri sveit ásamt eiginmani sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK n Svipmynd Svanlaug Jóhannsdóttir Nám: MA í nýsköpun í tónlist og sviðslistum frá LHÍ og BS í við­ skiptafræði frá HR með smá við­ komu í ESADE í Barcelona. Störf: Eigandi og framkvæmda­ stjóri OsteoStrong á Íslandi. Önnur störf, til dæmis verkefnastjóri hjá Mussila tónlistarkennsluappi, Klakinu nýsköpunarmiðstöð, markaðsdeild Nýherja og Reykja­ vík Records. Sviðsstjóri og að­ stoðarleikstjóri í fimm leikhúsum á West End í London og framleið­ andi að nokkrum leiksýningum á Íslandi. Fjölskylduhagir: Maðurinn minn og lukkan í lífinu er Örn Helgason sem er jafnframt meðeigandi og samstarfsmaður minn í Osteo­ Strong. Ísgerður tólf ára og Starkaður níu ára sjá með okkur til þess að húsið sé alltaf fullt af ást og knúsi. Hagfræðiprófessor segir yfirvofandi orkukreppu ekki verri í Bretlandi en öðrum ríkjum Evrópu. Upplausn í stjórnmálum landsins hafi hins vegar skapað meiri óvissu þar en annars staðar. Nýr forsætisráðherra lands- ins verði að grípa til aðgerða strax á fyrstu dögum í starfi eigi henni að takast að ávinna sér traust almennings. ggunnars@frettabladid.is Ljóst er að verkefnin verða ærin fyrir Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, nú þegar hún hefur form- lega verið sett í embætti. Verðbólga er á uppleið í Bretlandi og efnahagslægð blasir við. Mál mál- anna og helsta áhyggjuefni almenn- ings er síhækkandi verð á rafmagni og gasi en meðalorkukostnaður breskra heimila hefur tvöfaldast á síðustu tólf mánuðum. Jón Daníelsson hagfræðiprófessor segir traust almennings til nýs for- sætisráðherra standa og falla með því sem hún gerir strax á fyrstu dögum í embætti. Vandi Bretlands, í efnahagslegu tilliti, sé þó ekkert einsdæmi. „Þær efnahagsþrengingar sem herja á Bretland eru vissulega mjög alvarlegar en þær eru samt ekkert endilega mikið verri en þrengingar annarra ríkja í Evrópu,“ segir Jón. „Þessi mikla umf jöllun um ástandið í Bretlandi er tilkomin vegna upplausnarástandsins sem ríkt hefur í stjórnmálum landsins undanfarnar vikur. Stjórnmálin í Bretlandi hafa verið í ákveðnu tómarúmi síðustu vikurnar á meðan beðið hefur verið eftir skip- an nýs forsætisráðherra.“ Að sögn Jóns hafi engar mikil- vægar ákvarðanir verið teknar svo vikum skipti. „Ríkisstjórnin hefur ekki haft nein svör varðandi efnahaginn og það hefur æst alla upp, fjölmiðla ekki hvað síst.“ En stóra myndin í þessum þreng- ingum um alla Evrópu, að mati Jóns, Tími efnahagsaðgerða runninn upp í Bretlandi Liz Truss tók formlega við embætti for­ sætisráðherra Bretlands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY er að ríkin sem mest finna fyrir áhrifum stríðsins í Úkraínu séu mjög misjafnlega í stakk búin til að takast á við yfirvofandi áskoranir í orkumálum. „Lönd eins og Svíþjóð og Frakk- land geta hæglega sett þak á orku- verð. Vegna þess að orkufyrirtækin eru í eigu hins opinbera. Það styrkir þeirra stöðu til muna. Svo erum við með lönd eins og Þýskaland sem er ekki eins skuldsett og önnur lönd í sambærilegri stöðu. Þýska ríkið getur hæglega hjálpað fyrirtækjum og einstaklingum í gegnum þessar þrengingar. Það eru ekki öll lönd álf- unnar í svo sterkri stöðu,“ segir Jón. Hann segir Bretland frekar skuld- sett land á evrópskan mælikvarða. Það geri stöðuna alvarlegri þar en í Þýskalandi sem dæmi. „Á móti kemur að Bretar fram- leiða töluvert af sinni orku innan- lands. Þeir standa mjög framarlega í vindorku til dæmis. Þannig að þótt Bretar séu ekki sjálfbærir með sína orku þá eru þeir engu að síður á betri stað en margir hvað það varðar,“ segir Jón. En nú beinast sem sagt allra augu að nýjum forsætisráðherra. Tími aðgerða vegna ástandsins í efna- hagnum sé runninn upp í Bretlandi. „Vandamál Liz Truss er að hún fær ekki þá hveitibrauðsdaga sem aðrir forsætisráðherrar hafa fengið í gegnum tíðina. Hún verður að stíga mjög ákveðið inn í þessa stöðu strax í þessari viku með markvissum og raunhæfum aðgerðum fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. Hún getur ekki leyft sér að gera ekki neitt.“ En fleira komi til en aðgerðir að mati Jóns. Hvernig Truss takist til við að blása breskum almenningi von í brjóst eigi einnig eftir að skipta sköpum. „Hún hefur ekki þessa persónu- töfra sem Boris Johnson, þrátt fyrir alla sína galla, hafði sem forsætis- ráðherra. Það á ugglaust eftir að reynast henni erfitt,“ segir Jón Daní- elsson. n Meðalorkukostnaður breskra heimila hefur tvöfaldast á síðustu tólf mánuðum. MIÐVIKUDAGUR 7. september 2022 Fréttir 9FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 7. september 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.