Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 18
njall@frettabladid.is Þrátt fyrir að koma ekki á markað fyrr en árið 2026 hafa öll 500 ein- tökin af Polestar 6-sportbílnum verið forpöntuð. Á aðeins nokkr- um vikum var búið að ráðstafa öllum LA Concept-bílunum en hann verður 872 hestöfl. Hver við- skiptavinur þurfti að borga 25.000 dollara fyrirframgreiðslu eða um 3,6 milljónir króna. Bíllinn mun kosta yfir 27 millj- ónir króna þegar hann kemur á göturnar. Polestar 6 verður með fjórum sætum og verður byggður á botnplötu Polestar 5 en með minna hjólhafi. Hann verður með 800 volta rafkerfi og tveimur raf- mótorum og hröðunin aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið. n njall@frettabladid.is Eins og fjallað hefur verið um á bílasíðum Fréttablaðsins mun Audi-bílaframleiðandinn koma inn í Formúlu 1 árið 2026. Það er sama ár og nýjar reglugerðarbreytingar varðandi vélar Formúlubílanna taka gildi. Audi hélt blaðamanna- fund um málið á nýyfirstöðnum Belgíukappakstri. Að sögn forstjóra Audi, Markus Duesmann, hafa áætlanir um að gera Formúlu 1 meira sjálfbæra og ódýrari fyrir keppnisliðin haft áhrif á ákvarð- anatöku Audi. „Mótorsportið er hluti af erfðamengi Audi. Formúla 1 er á heimsmælikvarða og þar er þróunarmiðstöð hátæknibíla.“ Með nýju reglunum munum við sjá flóknar tvinnútfærslur V6- vélanna hverfa en framleiðendur fá meiri tíma til prófana. Audi ætlar að þróa sína eigin vél í Ingolstadt en það verður fyrsta Formúlu 1-vélin frá Þýskalandi í meira en áratug. Áfram verður notast við rafmótora til aflaukningar en að sögn Audi er mögulegt að fá jafn mikið afl úr einum slíkum eins og 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu. Vélarnar munu þurfa að geta brennt sjálf- bæru eldsneyti. Talið er að Audi muni kaupa ráðandi hlut í Sauber og taka yfir vélarsamning þann sem Ferrari hefur haft við Alfa Romeo. Audi verður þó líklega ekki eina merkið frá VW Group í Formúlunni á næstu árum. Talið er að Porsche muni einnig taka þátt á næstunni sem vélarframleiðandi, þá einna helst fyrir Red Bull. n Audi kemur í Formúlu 1 árið 2026 Nýjasti gæðingur Koenigs­ egg er CC850­ofursport­ bíllinn sem átti aðeins að framleiða í 50 eintökum en nú hefur 20 verið bætt við. njall@frettabladid.is Á þessu ári eru tuttugu ár síðan fyrsti bíll Koenigsegg kom á markað en það var CC8S. Til að halda upp á þau tímamót hefur sænski ofurbílaframleiðandinn látið gera afmælisútgáfu sem kall- ast einfaldlega CC850. Í ár verður líka stofnandinn Christian von Koenigsegg fimmtugur og því stóð til að framleiða 50 slíka bíla, en nú hefur 20 eintökum verið bætt við vegna mikils áhuga. Bíllinn sækir mikið af útliti sínu til fyrstu bíla Koenigsegg, bíla eins og CC8S og CCX, sem kom hingað til lands árið 2006 á Sportbílasýn- inguna í Laugardalshöll. Gafst þá undirrituðum tækifæri á að keyra bílinn frá Mývatni til Akureyrar, með Christian sjálfan í farþega- sætinu. Það skal engan undra að margir vilji eignast eintak af þessum bíl því að fyrir aftan ökumann er V8-vél sem skilar tvöfalt meira afli en fyrsti bíllinn gerði, eða 1.366 hestöflum. Hægt er að fá bílinn með níu þrepa sjálfskiptingu eða sex gíra beinskiptingu. Með kerfi sem Koenigsegg kallar „Engage Drive System“ er hægt að breyta hlutföllum gíranna eftir því í hvaða akstursstillingu bíllinn er. Bíllinn verður aðeins 1.385 kíló svo að hann er næstum því hestafl á hvert kíló. Koenigsegg hefur ekki gefið upp aðrar tækniupplýsingar enn þá en búast má við upptaki í hundraðið á vel undir þremur sekúndum. Öll 70 eintökin eru þegar uppseld. n Koenigsegg CC8S tvítugur Með fréttatil- kynningunni fylgdi þessi mynd af form- úlubíl í þeim litum sem Audi ætlar að nota. Beinskiptingin er ekki bara til að sýnast því að þrír pedalar eru í gólfinu. Koenigsegg CC850 svipar mikið til fyrstu bíla Christian von Koenigsegg. njall@frettabladid.is Það styttist óðum í Kia EV9 sem er fyrsti 7 manna, 100% rafdrifni jeppann frá Kia. Kia EV9 verður heimsfrumsýndur í byrjun næsta árs, en hann hefur gengist undir stífar prófanir að undaförnu. Í þessum loka-tilraunarfasa er meðal annars reynt á fjórhjóla- drifið í mjög háum brekkum, á torveldum malarvegum og í djúpu vatni til að tryggja hámarks afköst við krefjandi aðstæður. Aksturs- eiginleikar á miklum hraða og kröppum beygjum eru prufaðir á sérhannaðri kappakstursbraut Kia. Einnig er búið að prufu- keyra bílinn við ýmsar krefjandi aðstæður um allan heim, eins og á hinum alræmdu hellulögðu vegum Belgíu sem eru góðir til að meta gæði fjöðrunar bílsins. Kia sendi frá sér myndir á dögunum af þessu tilefni sem fylgja með fréttatil- kynningunni. n Myndir af Kia EV9 við lokaprófanir Polestar 6 strax orðinn uppseldur Polestar 6 er nokkuð stór bíll enda byggður á sama grunni og Polestar 5 verður og með sæti fyrir fjóra. Af prófunarmyndunum að sjá er greinilegt að bíllinn mun halda miklu af því útliti sem sjá mátti í tilraunaútgáfunni. Rafmagnaður Audi e-tron 55 quattro er drifinn aflgjafa íslenskrar náttúru. 100% rafdrifinn sportjeppi með stillanlegri loftpúðafjöðrun og allt að 440 km. drægni (skv. WLTP) sem kemur þér í rafmagnað samband við landið allt. Fjórhjóladrifinn rífur hann sig í hundraðið á undir sjö sekúndum og nýtur fulltingis allra nýjustu tækni og aðstoðarkerfa sem halda þér á jörðinni. Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Veldu uppáhaldsbílinn og taktu hann frá á www.hekla.is/audisalur Fæst einnig sem Sportback 4 BÍ L A BL A ÐI Ð 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.