Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 24
Grunnverð: 5.350.000 kr.
Hestöfl: 163
Tog: 300 Nm
Hröðun 0-100 km: 8,9 sek.
Hámarkshraði: 155 km/klst.
Rafhlaða: 53,6 kWst
Eigin þyngd: 1.765 kg
Drægi WLPT: 301 km
Meðaleyðsla: 18 kWst/100 km
L/B/H: 4.385/1.850/1.650 mmm
Hjólhaf: 2.655 mm
Veghæð: 180 mm
Seres 3 EV
KOSTIR
n Útsýni
n Búnaður
n Farþegarými
GALLAR
n Veghljóð
n Flutningsgeta
n Skiptirofi
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall
@frettabladid.is
Einn af nýliðunum á ört vaxandi
rafbílamarkaði er Seres 3 EV raf-
jepplingurinn sem kominn er á
markað á Íslandi. Hann er seldur
hjá RAG Import sem hingað til
hefur selt sturtuvagna, landbún-
aðartæki og lúxusrútur. Bíllinn
er framleiddur í Kína af fyrirtæki
sem kallast Sokon og þar á bæ hafa
safnast nokkur vel valin nöfn úr
rafbílageiranum, og eflaust er það
þekktasta Martin Eberhard sem
stofnaði Tesla ásamt Elon Musk
og hannaði margt þar sem lagði
grunninn að velgengi þess merkis.
Einnig er Seres í nánu samstarfi við
kínverska fyrirtækið Huawei sem
hannar bæði tæknibúnað og hug-
búnað fyrir rafbíla.
Útlitslega stendur Seres 3 sér á
parti og er ekki eins framúrstefnu-
legur og margur rafbíllinn, minnir
kannski meira á hefðbundinn
jeppling. Ef hann líkist einhverjum
minnir hann sterklega á MG ZS EV
rafjepplinginn, sem einnig kemur
frá Kína. Athygli vekur hversu
mikið rúðurnar mjókka aftur og
það er áberandi lína sem sveigist
upp á við þar fyrir aftan. Þrátt fyrir
það og hástæða afturrúðu sem
hallar skarpt niður á við kemur það
ekki niður á útsýni úr bílnum sem
er með besta móti. Bíllinn er 4.385
mm langur, 1.850 mm breiður og
1.650 mm á hæð, svo að hann er
örlitlu stærri en MG ZS EV auk þess
sem að hjólhafið er 70 mm lengra.
Maður finnur strax fyrir því að
Seres 3 er með léttari rafbílum
enda vigtar hann ekki nema 1.765
kíló. Fyrir vikið er hann mýkri
í akstri en margur rafbíllinn og
er alls ekki hastur nema síður sé.
Auðvitað leggst hann nokkuð í
beygjurnar en er nokkuð öruggur í
stýri og missir ekki svo mikið grip
á framhjólunum, nema ef honum
er gefið snöggt út úr beygju. Leyfð
heildarþyngd 2.065 kg svo að hann
getur aðeins flutt 300 kg en þessu
er reyndar svona farið með marga
rafbíla í dag. Upptakið er frekar
latt til að byrja með en svo tekur
bíllinn vel við sér þegar hann er
kominn upp fyrir 20-30 km á klst.
Talsvert heyrist í rafmótornum í
akstri og einnig í varmadælunni
þegar bíllinn er stopp, og einnig er
veghljóð nokkuð.
Að innanverðu er frágangur
frekar hefðbundinn og í Luxury-
útfærslunni, sem er eina útfærslan
sem er í boði hérlendis, er efnisval
nokkuð gott og talsvert um mýkri
áferð á mælaborði og miðjustokki.
Tveir 10,25 tommu upplýsinga-
skjáir eru allsráðandi í mælaborð-
inu en virkni snertiskjás er frekar
hægvirk. Miðjustokkurinn er með
skiptirofa svipuðum og finna má
í mörgum lúxusjeppum frá Land
Rover. Virkni skiptirofans var þó
ekki alltaf eins og hún átti að vera
og ef honum var snúið of hratt fór
hann einfaldlega ekki í valið drif.
Plássið innandyra er allgott og slétt
gólf milli sæta ásamt góðu fóta- og
höfuðrými er einn af aðalkostum
hans. Frágangur í mótorrrými er
líka öðruvísi en maður á að venjast,
en sjá má mótorfestingar sem eru
tilsagaðir álprófílar með hand-
unnum suðum. Hvort það sé kostur
eða galli skal lesendum eftirlátið að
dæma um.
Bíllinn er vel búinn í Luxury-
útfærslu en staðalbúnaður er
nokkuð ríkulegur miðað við verð
og má þar nefna hluti eins og 360
gráðu myndavélakerfi, fjarlægðar-
skynjara, þráðlausa farsímahleðslu,
árekstrarvörn og rafdrifna sóllúgu.
Það kemur þó á óvart að afturhleri
sé ekki rafdrifinn. Hann kemur
með varadekki í fullri stærð sem er
sjaldséður lúxus í nútímabílum og
þá sér í lagi rafbílum. Sé hann bor-
inn saman við fyrrgreindan rafbíl
frá MG í verði kemur í ljós að hann
er nokkuð dýrari en samkeppnin
eða sem munar 460.000 krónum
en þeir eru nokkuð sambærilegir í
búnaði. n
Rafbíll sem er allrar athygli verður
Seres 3 EV
er nokkuð
hástæður á 18
tommu felg
unum og upp
sveigðar línur
eru áberandi.
MYNDIR/TRYGGVI
ÞORMÓÐSSON
Mælaborðið er einfalt í notkun enda
engir snertitakkar nema í snerti
skjánum sjálfum.
Hér má sjá áðurnefndan frágang á festingum fyrir búnað fyrir rafmótorinn.
Með framsæti vel aftarlega er fóta
pláss vel viðunandi og kostur að
sléttu gólfinu.
Varadekk í fullri stærð er búnaður sem sést orðið sjaldnar og sjaldnar.
Plássið innandyra
er allgott og slétt
gólf á milli sæta ásamt
góðu fóta- og höfuðrými
er einn af aðalkostum
hans.
10 BÍ L A BL A ÐI Ð 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR