Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.09.2022, Blaðsíða 12
Það er mikilvægt og krefjandi starf að vera kennari og það að binda vinnu á undirbúningi kennslu við ákveðna staðsetningu og tíma- ramma er úr takti við nútíma vinnuhætti. Undanfarin ár hafa grunnskólakennarar borgarinnar þurft að stimpla sig inn og út úr vinnu. Stimplun í vinnustund er hvorki bundin í lög né er í kjarasamningi kennara. Reykjavíkurborg kom þessu kerfi á á sínum tíma í and- rúmslofti tortryggni. Tíðarandinn þá var að allir ættu að vera á vinnu- staðnum því annars væri fólk að svíkjast um. Í dag er þessi hugsun gamaldags samanber átak ýmissa stofnana um störf án staðsetningar. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu í borgarstjórn um að stimpil- klukkan í vinnustund verði lögð niður í grunnskólum Reykjavíkur í samráði við Kennarafélag Reykja- víkur. Þannig væri kennurum sýnt traust og komið til móts við sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanlegan vinnu- tíma kennara. Grunnskólakennarar taka að sér ákveðið verkefni í upphafi hvers skólaárs, þ.e. að kenna ákveðnum hópi nemenda. Kennarar er stór hópur og það hentar sumum að klára alla vinnu í skólanum en margir vilja fremur sinna undirbúningi kennslu heima í ró og næði. Þetta stimpil- klukkueftirlit með grunnskólakenn- urum er í andstöðu við nýja tíma og sveigjanlegan vinnutíma. Háskóla-, framhaldsskólakenn- arar og aðrir sérfræðingar þurfa ekki að nota stimpilklukku og því mætti spyrja hvort grunnskólakennurum sé ekki treystandi eins og öðrum sér- fræðistéttum? Grunnskólakennarar eyða óþarfa tíma í það að færa inn stimplun í vinnustund. Kennarar sjá ekki til- ganginn með þessu eftirliti sem veldur aðeins pirringi og minnkar starfsánægju. Mælikvarðinn á árangur kennarans er árangur og hamingja nemendanna en ekki stimpilklukkan. Flokkur fólksins vill að grunn- skólakennarar Reykjavíkur fái til baka það traust og þá virðingu sem þeir nutu um áraraðir. n Treystum grunnskólakennurum Helga Þórðardóttir kennari og vara- borgarfulltrúi Flokks fólksins Stimplun í vinnustund er hvorki bundin í lög né er í kjarasamningi kennara. „Það er svo margt að minnast á,“ segir í gömlum slagara og á vel við nú þegar í huganum er farið yfir veg- ferð sem hófst fyrir allnokkru, eða í september á síðasta ári. Því ferðalagi er alls ekki lokið, en virðist þó loks vera á leið út úr veðravíti, vonandi yfir í einhverja blíðu. Í hugann koma alls konar myndir er tengjast nýrri stöðu, lífinu eins og það var og er í dag. Lífi sem aldrei verður samt, en skoðast nú í nýju ljósi. Barnabarnið kemur hlaupandi til ömmu, þau hafa verið að búa til sápukúlur. Blásið kröftuglega og hlegið dátt er kúlurnar svífa um. Í gleði sinni tekur amma lagið, syngur með kútnum sínum gamla barnagælu um buxur, vesti, brók og skó. Hún fyllir lungun lofti, andar inn um nefið og út um munninn. Finnur ilminn af jurtum garðsins, tekur stubbinn í fangið og borar nebbanum í hálsakotið hans. Fátt jafnast á við lykt af barni. Í dagsins önn taka fæstir eftir þeim litlu gjörðum sem felast í að blása bara á kerti eða lykta af blómi. Hlæja dátt eða raula gamalt lag. Þessar athafnir hafa verið eðlilegur partur af hversdagslegu lífi f lestra. En fyrir þann sem ekki getur það lengur, horfið málið öðruvísi við og hann þarf tíma til að átta sig á hinum nýja veruleika. Það sem áður var svo fyrirhafnarlaust er allt í einu ekki hægt eða afar torvelt. Fyrir mig er þetta heimur sem ég hef kvatt. Aldrei mun ég blása aftur á kerti eða gera sápukúlur. Því síður að ég geti tekið gítarinn minn og sungið við eigið undirspil heima eða í góðra vina hópi og hlegið dátt að einhverri vitleysu í sjónvarpi. Þetta er minn veruleiki nú, lífið mitt í nýju ljósi. Í sjálfu sér er það sjokk að reyna þessa breytingu á eigin skinni. Fatta að áður sjálfsagðar athafnir eins og að anda með nef- inu, eru ekki lengur í boði og verða aldrei. Röddin mín varð krabbameini að bráð, raddbönd og barka þurfti að fjarlægja í skurðaðgerð ásamt með loftrásinni. Í dag anda ég í gegnum gat á hálsinum og tala með ventli sem festur er á vélindavegginn með því að ýta á tappa sem er framan á hálsinum. Hlátur minn heyrist ekki. Hversdagslegar athafnir og jafn- vel lífsnauðsynlegar hafa allt í einu gjörbreyst. Starfsfólk Ljóss- ins reyndist ljósið í mínu lífi þegar myrkrið var mest. Fyrir það fæst seint þakkað. Þegar á reynir eru það slík samtök sem gera fólki í minni stöðu lífið bærilegt. Innilega þakkir! n Lífið í nýju ljósi Birna G. Konráðsdóttir þjónustuþegi í Ljósinu Starfsfólk Ljóssins reyndist ljósið í mínu lífi þegar myrkrið var mest. Fyrir það fæst seint þakkað. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. LAND ROVER Defender S 240d Nýskr. 7/2020, ekinn 62 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 12.490.000 kr. Rnr. 149281. JAGUAR I-PACE EV400 SE Nýskr. 12/2020, ekinn 32 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 9.590.000 kr. Rnr. 421013. JAGUAR F-PACE 180d Portfolio Nýskr. 3/2019, ekinn 44 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 8.690.000 kr. Rnr. 148334. RANGE ROVER Sport HSE P400e Nýskr. 4/2019, ekinn 38 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 12.490.000 kr. Rnr. 410012. RANGE ROVER Sport HSE Dynamic P400e Nýskr. 5/2020, ekinn 29 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 14.990.000 kr. Rnr. 421010. RANGE ROVER VOGUE P400e Nýskr. 5/2020, ekinn 28 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 16.990.000 kr. Rnr. 421001. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 0 1 2 3 8 8 J a g u a r n o t a ð ir 6 b íl a r 5 x 2 0 7 s e p t 12 Skoðun 7. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.