Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 10
Til mál- svara verð- trygginga er yfirleitt alls ekki leitað í fjöl- miðlum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúkl- inga. Með því vill stofnunin vekja athygli á umfangi þess mikla verk- efnis sem öryggi sjúklinga er ásamt því að hvetja til opinnar og yfir- vegaðrar umræðu. Mikilvægt er að nota daginn til hvatningar um að gera betur. Öryggi sjúklinga Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu og meðferð sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti því heilbrigðisþjón- usta er f lókin og hefur f lækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúkl- inga á sjúkrahúsum verði fyrir ein- hvers konar atviki en með atviki er átt við að eitthvað megi betur fara við greiningu, meðferð eða umönn- un sjúklings, hvort sem það veldur honum miska eður ei. Alvarleg atvik eru sem betur fer lítill hluti atvika en þó voru 65 alvarleg atvik tilkynnt til Embættis landlæknis á liðnu ári. Rannsóknir sýna að orsakir atvika eru í flestum tilfellum ágallar í skipulagi en ekki sök þeirra heil- brigðisstarfsmanna sem vinna verkin. Dæmi eru ófullnægjandi mönnun miðað við umfang og eðli verkefna, t.d. of fáir á vakt eða reynslulítið fólk í framlínu, sam- skipta- og skráningarvandamál þannig að mikilvægar upplýsingar komast ekki til skila, atriði tengd skjólstæðingum eins og t.d. tungu- málaörðugleikar, ófullnægjandi tækjabúnaður og skortur á nauð- synlegum leiðbeiningum, svo dæmi séu tekin. Lyfjameðferð án skaða Í ár er sjónum beint sérstaklega að öryggi við lyfjameðferð og átaks- verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar Lyfjameðferð án skaða (Medication without Harm). Til- gangur þess er að bæta öryggi við lyfjameðferð og er markmið fyrsta áfanga þess að fækka atvikum sem hægt er að fyrirbyggja, um helming. Þrír megin þættir þessa öryggis- verkefnis eru, í fyrsta lagi aukin aðgát við yfirfærslu lyfjameðferðar þegar sjúklingur flyst frá einum stað til annars, t.d. milli deilda, stofnana eða þjónustustiga. Í öðru lagi er áhersla á svokölluð há-áhættulyf en þau geta valdið sjúklingi alvar- legum miska ef notuð á rangan hátt. Þar er um að ræða sýklalyf, sölt eins og kalíum, insúlín, sterk verkjalyf eins og ópíóíða, slævandi lyf, krabbameinslyf og segavarna- lyf. Þriðji þátturinn er svo fjöllyfja- meðferð en sýna ber sérstakra aðgát ef sjúklingur þarf að taka mörg lyf samtímis, t.d. vegna margvíslegs samspils lyfjanna. Lyfjatengd atvik eru því miður algeng og meðal algengustu atvika í heilbrigðisþjónustu á heims- vísu. Skýringar á því eru annars vegar víðtæk notkun lyfja og hins vegar sú að ferli lyfjameðferðar er afar f lókið og felur í sér margvís- legar áhættur ef ekki er rétt staðið að varðveislu, ávísun, blöndun, skráningu, gjöf eða eftirliti, svo dæmi séu nef nd. Af leiðingar ly f jatengdra atvika geta verið skaðlegar og jafnvel banvænar. Hérlendis voru 11.474 atvik í heil- brigðisþjónustu skráð á landinu öllu árið 2021. Algengustu skráðu atvikin voru byltur, en lyfjatengd atvik næstalgengust, 1.573 talsins eða um 14%. Reyndar er líklegt að meðferð með svefnlyfjum og slævandi lyfjum eigi þátt í byltum, einkum hjá öldruðum eins og rætt verður á málþingi Landspítala á Degi byltuvarna þann 22. septem- ber nk. Almennt er talið að atvik í heilbrigðisþjónustu séu vanskráð. Ábyrgð allra Það er til mikils að vinna að auka öryggi lyfjameðferðar því talið er að hægt sé að fyrirbyggja meiri hluta lyfjatengdra atvika. Verkefnið Lyfjameðferð án skaða er unnið hér- lendis af fjölda aðila og stofnana en að frumkvæði Landspítala og er það hér með þakkað. Fjölmörg verk- efni eru í gangi t.d. á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, innan heilsugæslunnar og hjá Embætti landlæknis. Meðal annars er unnið að því að styrkja og vanda verkferla við umsýslu lyfja, að efla aðkomu klínískra lyfjafræðinga ásamt því að gera rafrænar upplýsingar betri. Heilbrigðisstarfsfólk er hér með hvatt til að kynna sér átaksverkefn- ið og taka þátt í að efla öryggi lyfja- meðferðar, sjá landspitali.is/lyfans- kada. Málþing á vegum Landspítala verður haldið þann 27. október og er áherslan á þverfaglegt samstarf við að ná fram markmiðunum þremur, þ.e. varðandi yfirfærslu lyfjameð- ferðar, há-áhættulyf og fjöllyfja- meðferð. Það hefur sýnt sig að mikilvægt er að virkja sjúklinga þegar öryggi í heilbrigðisþjónustu er annars vegar. Sjúklingar og allir sem taka inn lyf þurfa að vera á varðbergi og umgangast lyf af virðingu. Mikil- vægt er eins og alltaf að gefa heil- brigðisstarfsfólki góðar upplýsingar um heilsufar, lyfjaofnæmi og lyf sem verið er að taka inn. Fólk þarf að þekkja lyfin sín, bæði virkni þeirra og útlit og láta vita ef það kannast ekki við þau lyf sem því eru borin eða ef einhverjar áhyggjur vakna. Brýnt er að fylgja leiðbeiningum um lyfjatöku og fá upplýsingar um hvernig lyfin virka, hugsanlegar aukaverkanir, hversu lengi á að taka þau og fleira. Sérstaklega er mikil- vægt að fara yfir lyfjabreytingar og lyfjameðferð við útskrift af sjúkra- húsi. Röng lyfjameðferð getur nefni- lega haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsuna eins og áður sagði. Að lokum vil ég hvetja heilbrigð- isstarfsmenn og landsmenn alla til að taka þátt í þeirri vegferð að draga úr miska af völdum lyfja. Munum að öryggi sjúklinga og öryggi lyfjameð- ferðar er sameiginleg ábyrgð okkar allra. n Öryggi lyfjameðferðar – ábyrgð okkar allra Alma Möller landlæknir Það hefur sýnt sig að mikilvægt er að virkja sjúklinga þegar öryggi í heilbrigðisþjónustu er annars vegar. Sjúkling- ar og allir sem taka inn lyf þurfa að vera á varð- bergi og umgangast lyf af virðingu. Ófræging verðtryggingar og verð- tryggðra húsnæðislána, ekki síst langra með jöfnum greiðslum, hefur dunið á um langt skreið. Þó hafa „ábyrgir“ opinberir aðilar lengst af haldið aftur af sér í þeim efnum. Nýverið brá þó svo við að sjálfur seðlabankastjórinn tók óviður- kvæmilega í þann streng svo tók út yfir (sjá grein undirritaðs Fídus seðlabankastjórans á frettabladid. is og visir.is). Ríkisútvarpið hefur yfirleitt farið sér hægt að tjá viðhorf í þeim efnum. Svo brá þó við sunnudaginn þann 28. ágúst í fréttatíma sjónvarpsins (fyrsta frétt) að doktor nokkur í hagfræði, kunnur að andúð sinni á verðtryggingum, fær að úthrópa þau athugasemdalaust. Þetta á að vera bjargráð hans til þess fólks sem er í bráðavanda með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum sem skollið hefur á (eins við var að búast). Það fólk á augljósa leið út úr þeim bráða- vanda og fjöldinn er að nýta sér hann, en nei: – ekki gera það. Borgið þið þegar verðbótavaxtaálag á ógjaldfallnar skuldir strax (hækkaða vexti) úr tæmdum vösum og flytjið svo inn í leiguíbúðir lífeyrissjóðanna – guð má vita hvenær. Undirritaður leyfir sér að sítera málflutning hagfræðingsins með framíköllum. Svo segir: Hann telji að brýnt sé að takmarka aðgengi að verðtryggðum lánum. „Ég mæli með því fyrir einstaklingana sem Ófræging verðtrygginga Hjalti Þórisson höfundur greina um verðtryggingar eru að hugsa um sinn gang akkúrat núna, borgið þið niður skuldir eins mikið og þið getið [ef þið getið – þó það væri obbolítið], færið ykkur sem minnst yfir í verðtryggð lán [hvernig lán þá í staðinn með léttri greiðslu- byrði ?]. Munið þið eftir því að höf- uðstóllinn á verðtryggðum lánum hækkar [– vegna þess að hver króna er þá verðminni og verðmæti hinna veðsettu eigna hækkar líka og jafn- vel meira] vegna þess að þá verður höggið minna þegar vaxtastigið á lánunum breytist í framtíðinni [!! – hvaða lánum? – þeim verðtryggðu sem eru með föstum vöxtum ha? – hvaða högg!!]“ Til málsvara verðtrygginga er yfir- leitt alls ekki leitað í fjölmiðlum. Svo er það leiðari Fréttablaðsins 31. ágúst, er agnúast út í íslensku krónuna og stýrivaxtahækkanir og má það liggja milli hluta hér. Hins vegar segir svo þar: „Ekki er hægt að geyma verðmæti í íslenskri krónu vegna þess að þau verða að engu. Verðtryggingunni var ætlað að bæta úr því en afleiðingar verðtryggingar hafa birst okkur í kollsteypum sem skaða atvinnulífið í landinu og almenning en maka krókinn fyrir fjármálakerfið og efnamikla fjár- festa.“ Skorað er á leiðarahöfund og rit- stjórn blaðsins að þessar fullyrðingar um afleiðingar verðtryggingar verði rökstuddar og færðar fram sannanir fyrir þeim og vísað til slíkra tilvika. n VERSLUN | SKEIFUNNI 7 | OPIÐ 12 - 18 | AÐEINS Í DAG 15% auka afsláttur af sýningareintökum 15% auka afsláttur af skilavörum lagerhreinsun síðasti dagur í dag aðeins í skeifunni 7 10 Skoðun 16. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.