Fréttablaðið - 16.09.2022, Síða 16

Fréttablaðið - 16.09.2022, Síða 16
4 kynningarblað A L LT Íslenskir torfbæir í fókus Myndasalur Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu, 17. september Hvað? Sýning um samstarf danska arkitektsins Poul Nedergaard Jensen, kennara við Arkitekta- skólann í Árósum, Þjóðminja- safns Íslands og Konunglegu dönsku listaakademíunnar um skrásetningu á íslenskum torfbæjum. Nafn sýningarinnar vísar í þá staðreynd að skrásetn- ingin fór fram á elleftu stundu, áður en torfbæirnir voru allir horfnir. Þessi byggingartegund sem þróast hafði með þjóðinni í meira en árþúsund var þegar horfin að miklu leyti. Næstu árin fóru skólarnir í nokkrar námsferðir til Íslands þar sem torfbæirnir voru mældir upp og teiknaðir. Skráningin var gerð með það fyrir augum að vekja athygli á mikilvægi og sérstöðu þessarar sér-íslensku byggingartækni og leggja grunn að varðveislu hennar. Á sýningunni gefst einstakt tækifæri til að berja afraksturinn augum. Matarkjallarinn Veitingahús Hvað? Framúrskarandi matur og umhverfi í hjarta miðborgar- innar. Fyrir hvern? Í hádeginu er Matarkjallarinn frábær staður fyrir stefnumót, vina- eða vinnufund. Staðurinn býður upp á einstakt úrval rétta úr íslensku hráefni og því er heldur ekki úr vegi að bjóða erlendum gestum með sér, til að prófa brot af því besta sem íslensk matarhefð felur í sér. Staðurinn er í sögufrægu húsi og sagan er áþreifanleg og nálæg þar sem gamli hafnarveggurinn er hluti af innréttingu hús- næðisins sem á sér 160 ára sögu. Matarkjallarinn er einstaklega hentugur staður til að skella sér með stórfjölskyldunni á stóraf- mæli eða útskrift, fyrir smærri hópa sem vilja gleðjast saman af góðu tilefni. Þjónustan er per- sónuleg og fagleg. Þá er bara að finna gott tilefni og skella sér! n Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is Hvað er um að vera í næstu viku? n Netfyrirbærið n Uppskriftin 19. september mánudagur n Bollywood-dans fyrir fullorðna Samfélagshúsið Aflagranda kl. 19.00 Ókeypis prufutími fyrir 18 ára og eldri. Bollywood-gleði með Max og Raquel. n Opið uppistandskvöld Gaukurinn kl. 20.00 Svokallað „mystery mic“ kvöld þar sem fólk fær að spreyta sig í uppistandi. Frítt inn. 20. september þriðjudagur n Húllanámskeið fyrir fullorðna Dansverkstæðið kl. 18.30 Róberta Michelle Hall kennir alls konar brellur og trix í húlla dansi. Tíminn kostar fjögur þúsund eða þrjú þúsund með klippi- korti. n Nýsköpunarþing – Hugvitið út! Gróska hugmyndahús kl. 13.30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra, setur þing. Hvernig getur hugvit orðið stærsta út- flutningsgrein Íslands? 21. september miðvikudagur n Joni Mitchell kvöld Dillon kl. 21.00 Notalegt kvöld þar sem ferðast verður aftur til áttunda ára- tugarins uppi á lofti á Dillon. n Jurtalitun, Shibori og Ecoprint Myndlistaskólinn í Reykjavík kl. 17.45 Christalena Hughmanick fer yfir helstu þætti jurtalitunar á textíl. Kennt á ensku og opið öllum. 22. september fimmtudagur n Saunafest Laugardalslaug kl. 20.00 Gufunes Sánafest 22. til 24. september. Tveir sána- vagnar verða til staðar við bakka Laugardalslaugar. Frítt í laugina fyrir þau sem bera armband við- burðarins alla þrjá daga. n Bergur Ebbi uppistand Tjarnarbíó kl. 22.00 Kynslóðir er ný uppistands- sýning þar sem Bergur Ebbi skemmtir fólki í heila kvöld- stund með gamanefni sínu um vesenið sem fylgir því að búa á Íslandi og lifa á tímum stór- kostlegra tækni- og þjóðfélags- breytinga. Hallgrímur Helgason er óvænt- asta TikTok-stjarnan sem sannar það að nýir samfélagsmiðlar eru ekki bara fyrir yngstu kynslóðina. Hann segir 17 ára dóttur sína hafa sannfært hann um að byrja að birta myndbönd á TikTok. „Þetta byrjaði sem brandari með dóttur minni,“ segir Hallgrímur sem birti fyrsta myndbandið sitt í júlí þar sem hann syngur og dansar við Top Off eftir DJ Khaled. Eftir það var hann duglegur að birta stutt myndskeið úr lífi sínu, oft í hraðmynd (e. timelapse), en áður en hann vissi af var hann kominn með tuga þúsunda áhorf. „Ég kunni ekkert á þetta,“ útskýrir Hallgrímur en hann segir viðbrögðin svo hafa sannarlega komið á óvart. Myndböndum hans mætti lýsa sem dáleiðandi, listrænum og steiktum og virðast þau vera ein- hver fullkomin blanda af hvers- dagsleika og fáránleika sem fellur í kramið hjá ungu fólki. n Rithöfundurinn kominn á TikTok Hallgrímur er vinsæll á TikTok. Það gerist ekki huggulegra. Nú er kjörtími fyrir sveppatínslu og um að gera að skella í einn rjóma- kenndan vegan pastarétt. Réttur- inn er einfaldur og ljúffengur. Vegan sveppapasta með ferskri basilíku Eggjalaust pasta Blandaðir sveppir Handfylli af ferskri basilíku Þrír stórir sólþurrkaðir tómatar úr krukku Þrjú hvítlauksrif 100 g Oatly sýrður rjómi 200 ml Aito pipar hafrarjómi Salt og pipar Vegan parmesan Byrjið á að sjóða pastað al dente og steikja sveppina á pönnu upp úr olíu með salti og pipar á háum hita. Saxið basilíkuna, tómatana og hvítlaukinn og bætið út á pönn- una. Lækkið hitann á pönnunni og bætið nokkrum skeiðum af pasta- vatninu á pönnuna. Blandið past- anu, al dente, saman við sveppina á pönnunni og bætið við Oatly- og Aito-rjómanum og smakkið. Ef bragðið er of vægt er sniðugt að bæta hálfum grænmetisteningi út á. Svo bara setja í skál og rífa vegan parmesan ofan á og ferskan pipar eftir smekk. n Huggulegur haustmatur á sveppatíð Bergur Ebbi snýr aftur með uppi- standssýninguna sína Kynslóðir í Tjarnarbíói og Hljómahöll í september eftir stuttan sumar- dvala. Aðspurður segist hann ætla á þessum tveimur tímum að reyna að láta fólki líða betur. „Það er alltaf meiri stemning yfir haust- og vetrartímann. Veðrið er verra, það kreppir meira að í samfélagsumræðu og það verður allt svo myrkt, eins og engin lausn sé í sjónmáli. Þá er best að fá fólk inn,“ segir Bergur Ebbi en hann er þekktur fyrir sögumannslegan stíl í sínu uppistandi þar sem hann greinir samfélagið á alvarlegan jafnt sem gamansaman hátt. Hann segist líta upp til uppistandara eins og George Carlin og segir áhuga- verðustu hugmyndirnar koma fram í samsuðu hámenningar og lágmenningar, þess fræðilega og alþýðlega. „Carlin sameinaði þessa hluti. Hann var mikið fyrir stóru myndina í sínum hugsunarhætti og gerði ólíklegar tengingar sem spönnuðu mörg mismunandi svið sem höfðu ekki oft tengingu.“ Uppistand sé hinn fullkomni vett- vangur fyrir slíkar greiningar. Bergur Ebbi tekur þó fram að fyrst og fremst sé uppistandið alþýðulist sem ekki eigi að taka of alvarlega. „Þó ég setji þetta í háleitan búning þá finnst mér að gæði uppistands eigi að vera metin út frá skemmtanagildi. Vísindi og kannski pólitík að ein- hverju leyti leita að lausnum og það er gott og gilt. Galdurinn við uppistand, alla vega hvernig ég nálgast það, er að í staðinn fyrir að koma upp á svið og útskýra hluti eins og þú sért með lausnina þá áttu að veita líknina.“ Líknina? „Uppistand og grínið læknar þig ekki en það líknar, veitir tíma- bundið skjól frá sársaukanum. Við erum bara dauðleg og það er ekki til lokalausn á neinu.“ n Uppistand ætti að veita líkn en ekki lausn Bergur Ebbi segist vilja nýta sínar tvær klukkustundir í að láta fólki líða vel. Þó ég setji þetta í háleitan búning þá finnst mér að gæði uppistands eiga að vera metin út frá skemmtana- gildi. 16. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.