Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 2
Ástandið er alveg skelfilegt og það á bara eftir að versna. Sigrún Steinarsdóttir, sjálfboðaliði í mataraðstoð RIFF kynnt með pompi og prakt Sigurður K. Kolbeinsson ræðir við ýmsa þekkta og óþekkta Íslendinga um lífið og tilveruna og sagðar eru skemmtilega sögur og frásagnir aftur í tímann sem mörgum kunna að þykja skemmilegar. Laugardaga kl. 10.00 www.hotelbokanir.is/lifid-er-lag-hladvarp og á Spotify Einar Bollason er næsti gestur hlaðvarpsins. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri þurft matargjafir og fjár­ hagsaðstoð en nú vegna hækkunar vöruverðs, verð­ bólgu og vaxtahækkunar að sögn sjálfboðaliða. Hún býr á Akureyri en fær beiðnir um aðstoð frá öllu landinu. bth@frettabladid.is AKUREYRI „Ég var sjálf í þessari stöðu fyrir mörgum árum að eiga ekki fyrir mat. Það sem keyrir mig áfram er að hjálpa fólki, það er skelfilegt að geta ekki sofið út af fjárhagsáhyggjum,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem hefur haldið úti mataraðstoð á Akureyri í átta ár. Sjaldan eða aldrei hefur ástandið verið verra en nú að hennar sögn. Um 240 njóta mataraðstoðar sem hún og velunnarar standa fyrir. Bæði leggur fólk inn fjárhæðir sem Sigrún millifærir á inneignarkort í Bónus og afhendir fátækum. Eins er mikið um dagleg matarframlög í kistil sem stendur á tilteknum stað á Akureyri. Geta efnalitlir sótt þar í brauð, kjöt og alls konar matvöru sem hjálpsamir skilja eftir. Sigrún segir minni skömm fyrir efnalitla að þiggja matargjafir með þessum hætti en að standa í biðröð hjá Rauða krossinum eða Mæðra­ styrksnefnd og þurfa kannski að auki að skila skattskýrslu. „Fólk skammast sín fyrir að þurfa að þiggja svona aðstoð þannig að við ákváðum að okkar fyrirkomulag yrði auðveldara fyrir fólk.“ Aðstoðin miðast einkum við að hjálpa barnafjölskyldum. Kippur varð í aðsókn að matnum þegar skólarnir hófu göngu sína síð­ sumars. Sigrún segist aðeins þekkja fjögur dæmi um misnotkun öll átta árin sem hún hafi starfað í sjálf­ boðavinnu við málefnið. Þvert á móti þurfi fjöldi fólks aðstoð án þess að þiggja hana fremur en að óprúttnir gangi á lagið. „Ástandið er alveg skelfilegt og það á bara eftir að versna. Húsaleiga hækkar, matvara hefur hækkað rosalega. Fólk hefur ekki efni á að borða, það á ekki fyrir reikningum. Ég er núna að fá beiðnir strax í byrjun mánaðar. Fólk á ekki neitt. Þetta samfélagsástand bitnar verst á þeim sem standa höllum fæti,“ segir Sigrún. Íslendingar þurfa að viðurkenna að fátækt er mein á Íslandi þótt margir vilji loka augunum gagnvart þeirri staðreynd, að sögn Sigrúnar. „Þeir eru margir sem geta ekki nestað börnin sín eða gefið þeim að borða á kvöldin. Eini maturinn er kannski í hádeginu í skólum en það hafa ekki öll börn efni á skóla­ mötuneyti.“ Beiðnir um aðstoð hafa borist Sigrúnu frá Reykjavík, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Húsavík svo nokkuð sé nefnt. Vandinn er því ekki ein­ skorðaður við höfuðstað Norður­ lands. Hægt er að fá nánari upplýsingar á síðunni Matargjafir Akureyri og nágrenni á Facebook. n Skelfilegt að eiga ekki mat handa börnunum sínum Úr kistlinum góða þar sem fólk í neyð getur náð sér í mat. MYND/AÐSEND ragnarjon@frettabladid.is SAMGÖNGUR Helgu Völu Helga­ dóttur, þingflokksformanni Sam­ f ylk ingar innar, hug nast ek k i hugmyndir Sigurðar Inga Jóhanns­ sonar innviðaráðherra um stofnun opinbers hlutafélags utan um upp­ byggingu og rekstur samgönguinn­ viða. „Ég held að við séum alveg búin að átta okkur á því að þessi opin­ beru hlutafélög eru algjör bastarð­ ur í kerfinu,“ segir Helga Vala um slíkar hugmyndir ráðherrans. „Þau fyrirtæki sem hafa verið skráð sem ohf. hafa sýnt að umgjörðin er óhagstæð þar sem ríkið ber allar skyldurnar en hefur svo lítið vald til þess að viðhafa inn­ grip ef í óefni stefnir,“ segir hún. „Það er eitthvað sem fær mann til að hugsa hvort við þurfum raunveru­ lega fleiri opinber hlutafélög.“ n Hugnast ekki fleiri opinber hlutafélög Helga Vala Helgadóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar. Fulltrúar RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, kynntu veglega hátíðardagskrá á fjölmiðlafundi í gær. Á hátíðinni, sem hefst fimmtudaginn 29. september, verður allt frá Múmínálfunum til Inúítahryllingsmynda á skjánum og þess á milli fara fram pallborðsumræður um ýmis málefni líðandi stundar. Um er að ræða nítjánda skiptið sem hátíðin er haldin og heiðursgesturinn í ár er spænska stórleikkonan Rossy de Palma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI jonthor@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Orð sem féllu á lokuðum fundi varðandi samgöngumál í Kópavogi urðu að umfjöllunarefni í opnum Face­ book­hópi. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisf lokks­ ins í Kópavogi, lagði fram fyrir­ spurn vegna málsins í gær, en það voru hennar ummæli sem voru til umræðu. „Við vorum að ræða samgöngumál á lokuðum fundi, og það næsta sem ég veit að þá er komin umræða um þetta í lokuðum hópi á Facebook,“ segir Hjördís, sem vill meina að orð sín hafi verið tekin úr samhengi og rangt farið með mál hennar. Hjör­ dís tekur fram að færslunni hafi nú verið eytt, og að hún hafi komið frá einstaklingi sem sat ekki fundinn, og telur hún að einhver hafi því komið umræddum ummælum á framfæri. „Þetta setur leiðinlegan tón á nýtt kjörtímabil,“ segir Hjördís sem segir mikilvægt að það ríki traust á lokuðum fundum. „Ef það ríkir ekki traust þá mun fólk veigra sér við að tjá sig. Það er miður ef við ætlum að fara þessa leið.“ n Telur trúnað brotinn eftir lokaðan fund Það næsta sem ég veit að þá er komin umræða um þetta í lokuðum hópi á Facebook. Hjördís Ýr Johnson, bæjar- fulltrúi í Kópa- vogi 2 Fréttir 16. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.