Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 12
Karlaliðið var í fimmta sæti og komst einnig i úrslitin. 12 Íþróttir 16. september 2022 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2022 FÖSTUDAGUR aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Háværar sögusagnir hafa heyrst þess efnis að Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður Al-Arabi og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, verði í landsliðshópnum sem verður gerður opinber í dag. Það myndi binda enda á rúmlega árs fjarveru hans frá landsliðinu en Aron Einar hefur ekkert spilað fyrir landsliðið frá því ásakanir á hendur honum og knattspyrnumanninum Eggerti Gunnþóri Jónssyni um nauðgun litu dagsins ljós. Ríkissaksóknari stað festi undir lok ágústmánaðar niður fellingu héraðs sak sóknara á kyn ferðis brota- máli sem höfðað var gegn Aroni Ein- ari og Eggerti og með því er ekkert sem meinar Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara að velja Aron á nýjan leik í landsliðið. Aron á að baki 97 A-lands leiki fyrir Ís lands hönd og var um ára bil fyrir liði liðsins, meðal annars á þeim tveimur stór mótum sem liðið komst á árið 2016 og 2018. Hann spilaði síð- ast landsleik fyrir Íslands hönd þann 8. júní í fyrra. n Aron gæti snúið aftur í landsliðið Aron Einar Gunnarsson gæti snúið aftur eftir meira en árs fjarveru. helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands, mun í dag opinbera landsliðshóp sinn fyrir verkefni liðsins síðar í mánuð- inum. Ísland mætir Venesúela í vináttu- landsleik í Austurríki á fimmtudag. Liðið heldur svo til Albaníu, þar sem það mætir heimamönnum í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA fimm dögum síðar. Ef önnur úrslit í riðlinum verða hagstæð gætu strák- arnir okkar tryggt sér sæti í A-deild með sigri. Mikil kynslóðaskipti hafa orðið á karlalandsliði Íslands í undan- förnum landsliðsverkefnum. Það er þó búist við að einhverjir af þeim leikmönnum sem fóru með liðinu í lokakeppnir Heims- og Evrópu- mótsins muni snúa aftur í lands- liðshópinn fyrir komandi leiki. Það kemur í ljós í dag, þegar Arnar Þór tilkynnir nýjan hóp. n Arnar tilkynnir hópinn í dag Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. kristinnpall@frettabladid.is FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart því staðan er í raun óbreytt hjá okkur. Það er nefnd að vinna í öllum þjóðarleikvangs- málunum en okkar er ekki komið lengra á þessu stigi.  Ég á í raun von á því að þessar hundrað millj- ónir sem fara í undirbúningsvinnu fyrir þjóðarhöllina komi okkur að góðum notum þegar kemur að skipulagsmálum,“ segir Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþrótta- sambands Íslands, aðspurður hvort að það hefðu verið vonbrigði að sjá tillögu fjármálaráðherra til fjárlaga á næsta ári þar sem engu fé var ráð- stafað í uppbyggingu á þjóðarleik- vangi í frjálsum íþróttum. „Mín tilfinning er að þjóðarleik- vangur í frjálsum verði í nálægð við nýju höllina og það kæmi mér ekki á óvart ef gert yrði ráð fyrir frjáls- íþróttavelli á skipulagsteikning- unum.“ Freyr virðist vera þolinmóður en FRÍ hefur um árabil kallað eftir nýjum leikvangi.  Vonast til að þjóðarleikvangur sé næstur í röðinni Laugardalshöll hefur reynst FRÍ vel en sam- bandið hefur lengi beðið eftir viðunandi utan- hússaðstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR „Við erum vonandi næst í röðinni og það er samtal sem er að eiga sér stað á milli okkar, ríkis og borgar um þessi mál. Þessi hugmynd um höll fyrir innanhússíþróttir fékk meðbyr og við erum vonandi bara nokkrum mánuðum á eftir þeim. “ Á næstu dögum verður eitt ár liðið frá því að starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir skilaði inn tillögum til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menn- ingarmálaráðherra sem gerði ráð fyrir að stofnkostnaður væri um tveir milljarðar. „Það er engin stefnubreyting, við erum enn vongóð um að okkar mál gangi í gegn.“ n Freyr Ólafsson, formaður FRÍ Kvennalandsliðið í hópfim- leikum komst örugglega áfram í úrslitin á EM. Smá- vægileg mistök gerðu það að verkum að Ísland var í þriðja sæti í gær en kvennalands- liðið á nóg inni fyrir úrslitin. mhj@frettabladid.is FIMLEIKAR Íslenska kvennalands- liðið hóf keppni á Evrópumeistara- mótinu í hópfimleikum í Lúxem- borg í gær. Tíu lönd voru mætt til keppni í ár en aðeins sex fóru áfram í úrslitin sem fara fram á laugardag- inn. Íslenska liðið flaug inn í úrslitin í þriðja sæti með 51,050 stig, aðeins 1,625 stigum á eftir sænska liðinu sem leiddi öll lið. Það er ljóst að sænska landsliðið hefur látið tapið gegn Íslandi í fyrra sitja í sér og leit liðið afskaplega vel út á mótinu í ár en það má ekki gleyma því að þær sænsku voru einnig í fyrsta sæti eftir undankeppnina í fyrra þegar Ísland vann síðan mótið. Sænska liðið varð fyrir miklu áfalli á dýnu í gær er ein stúlkan fótbrotnaði illa við lendingu í ann- arri umferð. Sænska liðið kláraði þó síðustu umferðina á meðan sjúkra- liðar önnuðust hana. Um opið beinbrot er að ræða þannig að ljóst er að sænska liðið þarf að kalla inn varamann fyrir úrslitin á laugar- daginn. Þá er danska kvennalands- liðið einnig gríðarlega sterkt en þær dönsku létu sig vanta á EM í fyrra vegna Covid-19. Dönsku stelpurnar tóku annað sætið inn í úrslitin rétt á undan Íslandi, með 51,300 stig. Kolbrún Þöll Þorradóttir, stiga- hæsti keppandi kvennaliðsins á EM í fyrra og fimleika kona ársins, var mætt óvænt til Lúxemborgar að styðja stelpurnar áfram en hún sleit hásin degi fyrir brottför og fór í aðgerð í byrjun vikunnar. Íslensku stelpurnar voru í banastuði fyrir mótið og sungu þær hástöfum í keppnisrútunni á leiðinni niður í keppnishöll. Sú orka skilaði sér klár- lega í frammistöðu liðsins er þær byrjuðu mótið af krafti á tramp- ólíni. Fyrstu tvær umferðirnar voru nær fullkomnar en smávægileg mistök á stökki yfir hest kostaði nokkur stig en það er þó eitthvað sem liðið getur auðveldlega lagað fyrir laugardag- inn. Stelpurnar fengu þó 16,050 stig í einkunn sem telst ásættanlegt en þær geta toppað það að mati undir- ritaðs. Íslensku stelpurnar fóru þá næst á gólf en Ísland hefur borið af á gólfi í gegnum árin og hefur það átt stóran þátt á velgengni Íslands í gegnum árin. Stelpurnar gerðu ágætis gólf og fengu 18,450 stig fyrir en sem fyrr segir er nægt rými inni til að bæta sig. Þær enduðu síðan mótið á frábær- um æfingum á dýnu og tryggðu sér þannig farseðilinn inn í úrslitin. Eitt klaufalegt fall sem verður auðvelt að losa sig við í úrslitunum en þær geta verið afar stoltar af frammi- stöðunni. Næstu daga munu landsliðsþjálf- arar kryfja hverja einustu tá með aðstoð myndbandsteymis til að reyna finna út hvernig hægt er að fá enn fleiri stig á laugardaginn. Í fyrra voru stelpurnar í öðru sæti á leið inn í úrslitin, nokkrum stig- um á eftir Svíþjóð, þær náðu hins vegar að gera betur í úrslitunum og enduðu sem Evrópumeistarar. Það getur allt gerst á laugardaginn þegar úrslitin fara fram. n Ísland í úrslit en nægt rými til bætinga Íslensku stelpurnar báru af á gólfinu í gær og komust auðveldlega inn í úrslitin á laugardaginn. MYND/STEFÁN ÞÓR FRIÐRIKSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.