Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 9
Andleysi? Dugleysi? Dáðleysi? Hvaða orð viljið þið nota um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur? Sleppum því enda er dónaskapur að tala illa um minni máttar. En altjent er ljóst að Bjarni Bene­ diktsson hyggst ekki sækja peninga þangað sem þeir eru, í stór útgerðar­ auðinn, bankana eða ríkustu prósentin sem hafa tekjur sínar af eignum en ekki vinnu, og borga ekki einu sinni útsvar til að greiða fyrir skólana sem börnin þeirra ganga í. Þar er samt nóg til og ríflega það, eins og Alþýðusambandið hefur réttilega sagt. Hvers vegna? Er það andleysi eða dáðleysi? Skíturinn Þau ykkar sem nennið ennþá að verða hissa eða jafnvel hneykslast á því hvernig Vinstri græn láta hægrið ganga yfir sig á ydduðum hælunum – þið ættuð að minnast orða fráfarandi forseta ASÍ: „[Stjórnarsamstarfið] verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil.“ Ekki er orðalagið fallegt, en Drífa Snædal er ættuð af Jökuldal og má þetta. Jökuldælingar hafa líka allajafna rétt fyrir sér. Látið ykkur ekki heldur koma í hug að Framsóknarflokkurinn hafi hálfa skoðun á ríkisfjármálum. Hann er eins og eggaldin – bragð­ laus og næringarlítill, en dregur í sig keim og krydd sem fljóta fram hjá. Svo er náttúrlega fjármálaráð­ herrann. Falson og Panama Það eru vitaskuld fornaldarbók­ Til minnis Karl Th. Birgisson n Í dag menntir – enda 5­6 ára gamlar fréttir – að fjármálaráðherrann birtist í Panama­skjölunum með aflandseyjafélagið sitt, Falson. Ári fyrr hafði hann verið spurður í Kastljósi hvort hann hefði nokkuð átt í skattaskjólsfélögum. Svar: „Nei, það hef ég ekki gert.“ Það var ósatt. Hér gefst ekki tóm til að rekja öll ósannindi Bjarna Benediktssonar um Falson og snúum okkur því að öðru. Þegar hann hafði lokið við að græja Vafningsmálið sem snerist um að skera nána ættingja úr skuldasnöru – ­og þar sem hann sagðist hafa verið saklaus veg­ farandi með umboð til að veðsetja eignir í útlöndum án þess að skilja eða vita neitt, þótt eitt umboðið hafi að vísu verið frá honum sjálfum, en hvernig átti hann að vita það? – og eftir prívatfund með bankastjóra Glitnis afréð hann að selja hlut sinn í bankanum. Bjarni Benediktsson ákvað að nota þá tugi milljóna til að leggjast í veðmál. Ís fyrir alla – pabbi borgar Okkar yndislegi fjármálaráðherra ákvað semsagt að gera afleiðu­ samninga við Glitni og veðja á að hlutabréf í alls kyns alþjóða­ bönkum hækkuðu eða lækkuðu í verði áður en kæmi að skulda­ dögum fyrir hann sjálfan. Hann tapaði alltaf, en hélt áfram að veðja eins og fíkill í spilakassa hjá Rauða krossinum. Á endanum var tapið hátt í fjörutíu milljónir, en eins og sagði í tölvubréfi innan húss hjá Glitni þegar spurt var um greiðslu eftir þetta fjárhættuspil: „Pabbi hans, Benedikt Sveins­ son, verður greiðandi.“ Fallegt af pabba, en hann var líka greiðvikinn þegar hann leyfði syni sínum að gista á Flórída í ótöldum golfferðum. Til dæmis í húsi í eigu Green­ light Holding, með lögheimili á Tortólu. Um ekkert þessara – og dæmin eru ótal f leiri – er ljóst hvernig fjármálaráðherra gerði grein fyrir gjafagjörningum föður síns gagn­ vart skattyfirvöldum. Hvað þá ókeypis gistingu í boði leynifélags á Tortólu. Bjarni ákvað samt að halda áfram að skrökva um Falson og á endanum í tilkynningu til Alþingis. Truflað En verum sanngjörn. Á sínum þingmannalaunum var Bjarni Benediktsson bara að reyna að drýgja tekjur sínar. Það er ekkert einfalt að vera fátækur alþingis­ maður. Á ferðalagi á kostnað þingsins hnaut Bjarni um íbúð á Flórida með „truflað útsýni“ á „algerlega brjáluðum stað“. Auðvitað keyptu þeir félagarnir þessa íbúð. Og hinn 6. október 2008, þegar Geir Haarde bað guð að blessa Ísland, þá kláraði Bjarni að borga iðnaðarmönnum á Flórída fyrir truflaða íbúð. Tveimur dögum síðar – þegar Kaupþing fór á hausinn og þar með fjármálakerfið allt – fengu hönn­ uðir greitt fyrir ótruflað útsýni. Vel gert og hárréttur fókus á þessum annars tíðindalitlu dögum. Skötuselurinn Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var óvænt lentur utan ríkisstjórnar var Bjarni í viðtali. Jón Bjarnason hafði sem sjávar­ útvegsráðherra ákveðið að gefa frjálsar veiðar á skötusel, gegn kveinstöfum LÍÚ. Útgerðin er á „háa c­inu“ út af þessu, hafði Bjarni sagt og var nú spurður: „Ef vinstri stjórnin félli í dag og þú yrðir forsætisráðherra, hvað yrði þitt fyrsta verk?“ „Að draga til baka skötuselsfrum­ varpið.“ Á meðan langflestir landsmenn voru að krafsa sig upp úr hruni með blóðugum klónum var hugur Bjarna Benediktssonar hjá stór­ útgerðinni. Út af skötusel. Andleysi? Dáðleysi? Við skulum ekki nota svo dóna­ leg orð, en óska Vinstri grænum til hamingju með fjármálaráðherrann sinn. n Mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarið um tíðni sjálfsvíga á Íslandi og um allan heim í tengslum við alþjóðadag sjálfsvígsforvarna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis­ málastofnuninni eru sjálfsvíg á meðal þriggja helstu dánarorsaka fólks á aldrinum 15­35 ára. Á Íslandi deyr að jafnaði einn á níu daga fresti í sjálfsvígi. Ef við lítum á sjálfsvíg í stærra samhengi vitum við að fleiri gera sjálfsvígstilraunir og enn fleiri upplifa sjálfsvígshugsanir. Hvert sjálfsvíg hefur áhrif á marga aðra einstaklinga. Það er nauðsynlegt að tryggja að viðeigandi stuðningur sé til staðar fyrir þá sem þurfa, bæði þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra, sem og eftir­ lifendur þeirra sem deyja í sjálfsvígi. Geðrænn vandi, eins og þung­ lyndi, er einn af helstu áhættu­ þáttunum fyrir sjálfsvíg, og undir­ liggjandi getur verið annar vandi til staðar s.s. líkamlegur vandi eða kvíðaraskanir. Rannsóknir benda til þess að þeir sem glíma við algengan geðrænan vanda leiti sér oft ekki aðstoðar og þegar þeir leiti til heil­ brigðisþjónustu sé vandinn oft van­ greindur. Það þýðir að margir þeirra sem glíma við geðrænan vanda fá aldrei viðeigandi þjónustu við sínum vanda. Án viðeigandi meðferðar geta einkennin versnað með tilheyrandi áhrifum á lífsgæði okkar og líðan. Mikilvægt er að þekking sé til staðar í heilbrigðiskerfinu til þess að skima fyrir sjálfsvígshugsunum en í aðgerðaáætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi er mælt með samræmdum verkferlum og reglubundinni fræðslu um mat á sjálfsvígshættu fyrir allt fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Í aðgerðaáætluninni er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess að efla 1. og 2. stigs geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að fjölga sálfræðingum á heilsugæslustöðvum í samhengi við þjónustuþörf og tryggja aðgengi barna með alvarlegri vanda að geð­ heilsuteymi barna. Að sama skapi kemur fram í skýrslum frá Alþjóða­ heilbrigðismálastofnuninni að bæta þurfi aðgengi að gagnreyndri með­ ferð við geðrænum vanda á heilsu­ gæslustigi. Það er meðal annars vegna þess að heilsugæslustöðvar eru staðsettar í nærumhverfi okkar og við erum vön að leita þangað þegar við kennum okkur meins. Á heilsugæslustöðvum á að vera til staðar geðheilbrigðisþjónusta sem felur í sér mat, meðferðará­ ætlun og meðferð við vægum til miðlungs vanda með áherslu á þunglyndi, kvíðaraskanir og áfalla­ streituröskun. Með aðgerðaætlun í geðheilbrigðismálum frá 2016 var stigið mikilvægt skref í rétta átt og nú eru starfandi sálfræðingar barna og fullorðinna á mörgum heilsugæslustöðvum. Þróunar­ miðstöð ískenskrar heilsugæslu gaf út gæðahandbók síðustu áramót fyrir sálfræðiþjónustu fullorðinna í heilsugæslu en hana er að finna á vef Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Þar kemur fram að í upphafi þjónustu skuli greina vandann vel og skima skuli fyrir sjálfsvígshættu. En betur má ef duga skal þar sem víða eru langir biðlistar og bið­ tími of langur. Brýnt er að styrkja sálfræðiþjónustuna á fyrsta stigi, bæði fyrir fullorðna og börn, með því að tryggja mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Þannig er hægt að grípa vandann strax með viðeigandi meðferð og fyrirbyggja versnandi líðan. Það er mikilvægt að skima fyrir sjálfsvígshættu en það er líka mikilvægt að úrræðin séu til staðar þegar við þurfum á hjálp að halda, þegar okkur líður sem verst. n Tryggjum að hjálpin sé til staðar þegar við þurfum á henni að halda Liv Anna Gunnell fagstjóri sál­ fræðiþjónustu Þróunarmið­ stöðvar íslenskrar heilsugæslu Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn. Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is FÖSTUDAGUR 16. september 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.