Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 24
Svartur og hvítur eru á öndverðum meiði á litrófinu og því er vænlegra að velja myndefni fyrir yngstu börnin sem nýtir þessa liti. Bossakremið er ekki bara ætlað til þess að halda bleyju- bossum mjúkum og sætum heldur er kremið svo græðandi að það hentar líka vel á exem og erfiða þurrkubletti. Ungbörn verja öllum sínum vökutíma í að uppgötva heiminn og melta það svo á meðan þau sofa. Allt sem þau sjá, heyra, finna lykt af og snerta kennir þeim hvernig heimurinn virkar og hvernig þau passa inn í hann. jme@frettabladid.is Það getur verið freistandi að umkringja barnið öllum regn- bogans litum til þess að virkja litaskynjun þess sem mest. En í sannleika sagt þá heillast nýburar mun meira af sterkum andstæðum tónum, eins og er að finna í svart- hvítu mynstri, heldur en björtum litum. Börn byrja að þekkja muninn á ljósi og myrkri á meðan þau eru enn í móðurkviði. Stuttu eftir að þau fæðast kunna þau því best að meta bækur og annað með svörtu og hvítu mynstri og myndum. Þau sjá þó ekki í svart-hvítu, líkt og margir virðast halda. Ung börn eru vissulega fær um að sjá liti, en heili þeirra er oftast ekki í stakk búinn til þess að skynja þá jafnskýrt og heili eldri barna og fullorðinna. Rauður er þó allra fyrsti grunnliturinn sem börn læra að skynja, rétt nokkurra vikna gömul. Svartur og hvítur eru á önd- verðum meiði á litrófinu og því er vænlegra að velja myndefni fyrir yngstu börnin sem nýtir þessa liti til þess að ná athygli þeirra, fremur en daufari liti. Litir og orð Heimurinn er litríkur staður og með hverjum degi skynjar barnið meira og meira af honum. Börn byrja að skynja liti á milli tveggja og fjögurra mánaða gömul að meðaltali, en það er þó afar ein- staklingsbundið. Til að byrja með eru þau fær um að sjá muninn á grænum tónum og rauðum. Mælt er með því að hvetja þroska barnsins til litaskynjunar með því að láta það leika sér með leikföng og bækur með sterkum litum. Á meðan barnið er að vaxa er gott að segja nöfn hlutanna og liti þeirra í umhverfi barnsins til að hjálpa því að þjálfa orðaforðann og orðtengsl. Einnig er gott að börn leiki sér með litrík leikföng. Það getur verið allt frá litríkum kubbum, vaxlitum, regnbogakubbum eða hvað annað sem er í björtum litum. Þá kunna börn betur að meta grunnliti og liti regnbogans, eins og rauðan, appelsínugulan, grænan, bláan og fleiri, heldur en fínlegri litatóna. Um fimm mánaða aldurinn eru flest börn byrjuð að skynja megnið af litrófinu. Enn skynja þau litatóna þó ekki jafn vel og fullorðnir, og aðrir lykilþættir sjónarinnar eru að þróast á sama tíma. Það eru dýptarskyn, sam- hæfing augna og líkama og sam- sjón, eða samhæfing beggja augna til að sjá einn hlut. Litblinda barna Það getur verið f lókið að vita nákvæmlega hvort barnið sjái alla litina á þessum aldri því þau eru einnig að læra að tala á sama tíma. Það er í raun ekki fyrr en barnið fer að tala og segja orð sem lýsa litum, að það verður fyllilega hægt að vita hvað þau sjái. Því getur verið erfitt að koma almennilega auga á ef börn eru litblind. Þegar barnið er orðið eldra, segjum um 4-6 ára, þá eru nokkrar vísbendingar sem geta bent til þess að barn geti verið litblint. n Barn notar röng orð til að lýsa lit á hlut (sóleyin er rauð, en ekki gul). n Barn litar myndir með röngum litum (málar himininn fjólubláan og grasið appelsínugult). n Barn á erfitt með að greina á milli rauðs og græns vaxlitar til dæmis. n Barn er með óvenju góða nætursjón, einstaklega gott lyktarskyn eða er ljósnæmt. n Barn á erfitt með að greina á milli lita í litlu ljósi eða þegar margir litir eru saman í einu. n Barn sýnir ekki áhuga á að lita í litabækur. n Barn fær höfuðverk við að horfa á rauðar myndir eða texta á grænum bakgrunni. n Nýburar heillast oftast mun meira af svört- um og hvítum mynstrum þar sem litaand- stæður er skarp- ari en í litunum í regnboganum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Childs Farm leggur áherslu á að framleiða mildar og góðar húð- og hrein- lætisvörur fyrir okkar minnstu og viðkvæm- ustu kroppa. Í ungbarna- línunni eru vörur sem hafa sérstaka eiginleika til þess að koma ró á litla huga fyrir háttinn. Mörgum finnst mikilvægt að skapa góðar svefnvenjur fyrir ungbörn en þá er rauði þráðurinn sá að finna ákveðna röð atburða sem gerast á hverju kvöldi fyrir svefninn svo barn- ið finni að nú sé að koma að nætursvefni. Þótt engin þörf sé á að baða börn daglega finnst þeim flestum notalegt í baðinu og það skapar dýrmætt tækifæri fyrir nána samveru. Margir kjósa því að hafa rólegan baðtíma á kvöldin sem hluta af háttatímarútínu barna sinna, og þess vegna hefur Childs Farm þróað vörur sínar með þetta að leiðarljósi. Róandi fyrir svefninn Ein af þessum vörum er Bedtime Bubbles sem er milt og léttfreyð- andi bubblubað sem inniheldur róandi tangerínuolíu ásamt öðrum rakagefandi innihaldsefnum og hefur því ekki þurrkandi áhrif á viðkvæma ungbarnahúð. Vissir þú? n að baðferðir geta haft mjög þurrkandi áhrif á húð okkar allra? Þess vegna skiptir máli að hugsa vel um hvað við setjum í baðið og passa að bera gott rakagefandi krem eða olíu á húðina strax á eftir. Nudd og notalegheit Eftir baðferðir, hvort sem þær hafa verið rólegar eða fjörugar, er tilvalið að ná enn meiri ró og tengingu við barnið með því að gefa því létt nudd. Childs Farm Massage Oil er létt nudd- olía í úðaformi sem inniheldur blöndu fjögurra mismun- andi olía sem gefa húðinni einstakan raka ásamt því að hafa bólgueyðandi og græðandi eigin- leika. Blandan gerir það að verkum að nuddolían getur minnkað húðert- ingu og þurrk. Vissir þú? n að ungbarna- nudd er almennt talin góð leið til þess að sýna barninu ást og umhyggju í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og vel- ferð barna síðar. En Childs Farm nud- dolían er ekki bara góð fyrir ungbarnanudd, heldur er hún frábær sem rakakrem á alla þurra húð. Sumar mömmur hafa meira að segja stolist til þess að bera hana á fótleggi sína eftir rakstur! Þrjóskir þurrkublettir Ekki gleyma að bera á þurrkublettina! Eins og margar Childs Farm vörur er bossakremið ekki bara ætlað til þess að halda bleyju- bossum mjúkum og sætum, heldur er kremið svo græðandi að það hentar einmitt vel á exem og erfiða þurrkubletti. Bossakremið er ilmefnalaust, inniheldur græðandi aloe vera og ofurrakagefandi shea- og kakósmjör. Kremið inniheldur ekki sink og smýgur því hratt inn í húðina og má nota á alla þurrku- bletti ásamt því að vera öruggt fyrir taubleyjur. n Childs Farm fæst í Hagkaupum, Krónunni, Fjarðarkaupum og apótekum um land allt. Í háttinn með Childs Farm Þegar börn skynja regnbogann 8 kynningarblað 16. september 2022 FÖSTUDAGURFYRSTU ÁRIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.