Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 36
snilld enda var hann þá meðvit­ aður um að þær þyrftu að skemmta áhorfendum,“ segir Róbert og nefnir þær myndir Godards sem eru í mestu uppáhaldi hjá honum og höfðu jafnframt gríðarleg áhrif á hann sem kvikmyndagerðarmann. „Þetta eru Breathless, Pierrot le fou, Masculin/Feminin og Weekend þar sem hann lýsir einmitt yfir yfir dauða kvikmyndarinnar. Breath­ less og Masculin/Feminin höfðu Þær myndir þar sem sjálfhverfan var rétt- lætanleg umbyltu kvikmyndaforminu og eru alltaf snilld. Róbert Douglas, kvikmynda­ leikstjóri Uppgefinn eftir baráttu við alvarleg veikindi ákvað fransk svissneski leikstjórinn Jean­Luc Godard að deyja og fékk aðstoð við að kveðja þennan heim í Sviss á þriðjudaginn. Godard var 91 árs og þótt hann sé horfinn á braut munu kvikmyndir hans lifa áfram um ókomna tíð enda markaði hann með mörgum þeirra djúp spor í kvikmyndasöguna og ruddi nýbylgjunni í kvikmyndagerð á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar braut svo um munaði. Kvikmyndagerð Godards hefur meðal annars verið lýst þannig að hann hafi flysjað kvikmyndamiðil­ inn að kjarnanum og fleyg eru þau orð hans að til þess að segja sögu á filmu þurfi aðeins „stúlku og byssu“. Sjálfhverfi byltingarmaðurinn „Nafnbótin „mesti kvikmynda­ gerðarmaður heims“ hefur löngum loðað við Godard og áhrifavald hans er og verður óumdeilt. Godard var „larger than life“ listamaður eins og Picasso og Andy Warhol, sem áttu og stjórnuðu tíðarandanum í heimslistum yfir ákveðið tímabil,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Róbert Douglas. „Hann gerði eitthvað í kringum 100 myndir en var töluvert, eða bara hrikalega, sjálf hverfur í f lestum þeirra, þannig að ég gafst upp eftir eitthvað í kringum fimmtán myndir og því ekki dómbær um hversu sjálf­ hverfur hann varð á endanum,“ segir Róbert sem fer hvergi í graf­ götur með aðdáun sína á þeim myndum sem náðu taki á honum. „En þær myndir þar sem sjálf­ hverfan var réttlætanleg umbyltu kvikmyndaforminu og eru alltaf Bíómynd þarf bara stúlku og byssu Kvikmyndaleikstjórinn Jean­Luc Godard lést í byrjun vikunnar. Áhrif hans á kvikmyndagerð síðustu 60 ára eða svo verða sjálfsagt aldrei ofmetin. Róbert Douglas segist hrifnastur af þeim myndum þar sem réttlæta megi sjálfhverfu Godards sem hafi til dæmis haft áberandi áhrif á hans fyrstu mynd, Íslenska drauminn. toti@frettabladid.is Inngangur að fagurfræði 1. Pierrot le fou, 1965 2. Le mépris (Contempt), 1963 3. Sauve qui peut (la vie) (Every Man for Himself), 1980 4. Masculin féminin, 1966 5. À bout de souffle (Breat­ hless), 1960 6. Adieu au langage (Goodbye to Language), 2014 7. Alphaville, une étrange aventure de Lemmy Caution (Alphaville), 1965 8. 2 ou 3 choses que je sais d’elle (2 or 3 Things I Know About Her), 1967 9. Film socialisme, 2010 10. Vivre sa vie: Film en douze tableaux, 1962 11. Week End, 1967 12. Tout va bien,1972 til dæmis sérstaklega sterk áhrif á kvikmyndastílinn í fyrstu mynd­ inni minni, Íslenski draumurinn.“ Godard fyrir byrjendur Dauði Godards gaf IndieWire tilefni til þess að taka saman lista yfir tólf myndir Godards, ekki bara þær bestu heldur myndir sem virka sem einhvers konar inngangur að allri hans fagurfræði. Þá er sá var­ nagli sleginn að erfitt er að finna réttu orðin til þess að lýsa myndum hans og nánast óhjákvæmilegt sé að horfa á þær að minnsta kosti tvisvar til þess að reyna að fanga merkingu þeirra og njóta þeirra í botn. Að tólf mynda by r jendaáfang­ anum loknum er síðan vísað áfram í myndir á borð við Le petit soldat frá 1963, Nouvelle vague frá 1990, Passion frá 1982, Éloge de l'amour ( I n P r a i s e of Love) frá 2001 og sjónva r psþæt t­ ina Histoire(s) du cinéma frá 1989­ 1999. n Jean Paul­Bel­ mondo og Brigitte Bardot komu sterk inn hjá Godard í annars vegar À bout de souffle sem varð óhjákvæmi­ lega klassísk á stundinni og Le mépris sem enn er nístandi sterkt skilnaðar­ drama. toti@frettabladid.is Hljómsveitin Ólafur Kram hefur verið á fullu síðustu misseri en eftir að hún kom, sá og sigraði á Músíktil­ raunum 2021 sneri hún sér lóðbeint að útgáfu stuttskífunnar nefrennsli/ kossaflens sem kom út það sama ár. Platan var hins vegar tekin upp ári fyrir Músíktilraunirnar þannig að næsta mál var botnlaus vinna við fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Ekki treysta fiskunum, sem kemur út í haust. „Við tókum upp meirihlutann af Ekki treysta fiskunum í vor í Sund­ lauginni Studíó með Árna Hjörvari og það var ótrúlega skemmtilegt. Það var mikill leikur í því ferli, sem við vonum að skíni í gegn í lögun­ um,“ segir Birgitta Björg, trompet­ leikari og söngkona. Á Ekki treysta fiskunum eru ell­ efu lög sem Birgitta segir að séu um allt og ekkert en forsmekkurinn að því sem koma skal í haust er þegar byrjaður að hljóma. Önnur smá­ skífan af plötunni, lagið Aumingja Þuríður, kom út í gær og sú fyrsta, Silkiþræðir, kom út í byrjun ágúst. „Platan er stútfull af súrrealískum textum sem og hversdagslegum, innblásnum af lífinu, bókmenntum og almennu glensi,“ segir Birgitta áður en hún er spurð hvers vegna fiskunum er ekki treystandi. „Titillinn, Ekki treysta f isk­ unum, kemur úr lagi númer fimm á plötunni, Kóngur á þurru landi. Textinn í því lagi var saminn út frá setningunni: Ekki treysta fisk­ unum,“ segir Birgitta og upplýsir að þessi væntanlega bráðum fleygu orð hafi fallið þegar hljómsveitin var að „hangsa“ sem þau gera oft og hún hafi verið að pressa á trommarann Sævar Andra Sigurðarson að koma með einhverja laglínu. „Og hann kallaði til baka, kóf­ sveittur og stressaður: Ekki treysta f iskunum! Við erum ótrúlega spennt að gefa út þessa plötu. Við erum mjög stolt af henni og hlökkum til að leyfa fólki að heyra meira af því sem við höfum verið að bardúsa síðustu mánuði,“ segir Birgitta. n Vissara að treysta fiskunum varlega í haust Krakkarnir eru á fullu en gefa sér tíma til að vara við fiskunum. MYND/AÐSEND 20 Lífið 16. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.