Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 6
Innrás í Úkraínu – dagur 204 Karkív Belgorod ÚKRAÍNA RÚSSLAND Míjkolaív Saporísjía Krívíj Ríjg Ísíúm Kupíjansk Oskíl-á Balaklíja Líjman Dnípro Bakhmút SVARTAHAF Donetsk Lúhansk Kerson-hérað Melítopol Maríupol Berdíjansk 50 mílur 80 km KRÍMSKAGI hertekinn 2014 1 2 4 3 Hersetnar borgir Undir stjórn Rússa Rússar sækja fram Meintar gagnsóknir Úkraínuhers Mikil átök Undir stjórn Rússa fyrir 24. febrúar Karkív-svæðið: Gagnsókn Úkraníu heldur áfram og ógnar nú rússnesku stórskotaliði og lo“vörnum. Krívíj Ríjg: E“ir átta rússneskar stýri- —augaárásir á uppistöðulón í nágrenni borgarinnar —æddi y˜r á annað hundrað hús og fólk hefur —utt frá svæðinu. © GRAPHIC NEWSHeimildir: Stríðsrannsóknarstofnunin, Reuters 1 2 Kerson-hérað: Úkraínskar árásir á norður- og vesturhluta svæðisins, sem og norðvestur af Kerson-borg. 3 Lúhansk- hérað Donetsk- hérað KERSON Saporísjía-hérað ÚKRAÍNA RÚSSLAND Odesa Rússland: Myndskeið frá fangelsi í nágrenni Moskvu sýnir auðjöfurinn Jevgeníj Prígozhín, bakhjarl málaliðafyrir- tækisins Wagner Group, bjóða föngum að ganga í rússneska herinn. 4 Kænu- garður Eftir gagnsókn Úkraínuhers, þar sem Rússar voru gerðir afturreka frá hernumdum svæðum, hafa þeir svarað fyrir sig með árásum á innviði Úkraínu. Svo virðist sem víg- línan sé orðin nokkuð stöðug. thp@frettabladid.is ÚKRAÍNA Rússneski herinn hefur hörfað hratt undan gagnsókn Úkra- ínumanna sem hófst í ágústlok. Þeir hafa brugðist við með árásum á innviði, orkuver, stíf lur, brýr og leiðslukerfi í Úkraínu, einkum með stýriflaugum sem skotið er frá Rúss- landi. Þrátt fyrir að hratt hafi gengið á stýriflaugabirgðir frá innrás þeirra í Úkraínu 24. febrúar geta þeir enn skotið á öðrum tug þeirra á degi hverjum. Samkvæmt Wall Street Journal hafa Úkraínumenn endurheimt landsvæði úr höndum Rússa sem er um 8.500 ferkílómetrar að f latar- máli á Karkív-svæðinu. Þar á meðal eru borgirnar Balaklíja, Ísíum og Kupíjansk. Svo virðist sem víglínan sé nokkuð stöðug nú við Oskíl-á þar sem rússneskir hermenn hafast við á austurbakka hennar. Í suðurhluta Úkraínu hefur gagnsókn Úkraínu- manna ekki gengið jafn vel og hefur víglínan þar lítið hreyfst. Úkraínumenn keppast nú við að lagfæra skemmdir á innviðum og segja stjórnvöld að tekist hafi að koma í veg fyrir stórtjón vegna flóða eftir rússneskar stýriflaugaárásir á stíflu í borginni Krívíj Ríjg á mánu- daginn. Þar búa um sjö hundruð þúsund manns og er það fæðingar- borg Volodímírs Selenskíj Úkraínu- forseta. Hann heimsótti borgina Ísíum á miðvikudaginn eftir að hún var frelsuð undan stjórn Rússa. „Úkraínu hefur enn á ný tekist að gera það sem margir töldu ómögu- legt,“ sagði hann vígreifur í Ísíum og að Úkraínuher hefði frelsað mörg hundruð bæi og þorp síðan gagnsóknin hófst. Enn fremur sagði hann að árásir Rússa á innviði hefðu enga hernaðarlega þýðingu. „Að ráðast gegn hundruðum þús- unda saklausra borgara, það er enn önnur ástæða þess að Rússar muni lúta í lægra haldi.“ Á miðvikudag var ekið á bifreið forsetans í Kænugarði en hann slapp ómeiddur. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sótti borgina heim í gær og fundaði með forset- anum. Meðal þess sem bar á góma var aukið efnahagslegt samstarf sambandsins og Úkraínu auk þess sem fyrirhuguð innganga landsins í ESB var rædd. Mörg ár eru þó í að slíkt gæti orðið að veruleika. Evrópusambandið og Banda- ríkin þrýsta nú mjög á NATO-ríkið Tyrkland að hindra að Rússar nýti tyrkneska banka til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Til stendur að herða á núverandi þvingunum, einkum er varða fjármálakerfi, í stað þess að leggja á nýjar. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fundaði með Xi Jinping, leiðtoga Kína, í Úsbekistan í gær þar sem fram fer fundur Samvinnustofnunar Sjanghaí. Vel fór á með þeim þar sem þeir ræddu aukið samstarf ríkjanna, innrásina í Úkraínu og málefni Taív- an. Þeir hittust síðast skömmu fyrir innrás Rússa en Xi hefur ekki farið út fyrir landsteinana síðan Covid- faraldurinn hófst. n Rússar svara gagnsókn Úkraínu með árás á innviði Ursula Von Der Layen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, heimsótti Zelenskí forseta í Kænugarði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPAthp@frettabladid.is BANDARÍKIN Joe Biden Bandaríkja- forseti greindi frá því í gær að með aðkomu stjórnar hans hefði náðst samkomulag í vinnudeilu starfs- manna lestarfyrirtækja. Verkfall, sem átti að hefjast í dag, hefði haft gríðarleg áhrif á vöru- f lutninga og hugsanlega reynst Biden erfitt fyrir þingkosningar í nóvember. „Samkomulagið er staðfesting á því sem ég hef alltaf trúað, verka- lýðsfélög og atvinnurekendur geta unnið saman öllum til hagsbóta,“ sagði Biden í Rósagarði Hvíta húss- ins í gær er hann tilkynnti um sam- komulagið ásamt vinnumálaráð- herranum Marty Walsh. n Biden kom í veg fyrir verkfall Biden og Walsh á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thorgrimur@frettabladid.is HAÍTÍ Fjöldamótmæli brutust út á Haítí í gær eftir að ríkisstjórnin til- kynnti að verð á bensíni yrði rúm- lega tvöfaldað. Ríkisstjórn Haítí tilkynnti þessa verðhækkun á mið- vikudaginn, auk þess sem litlu minni hækkun yrði á dísil og kerósíni. Mótmælendur reistu götuvígi víðs vegar um haítísku höfuðborg- ina Port-au-Prince og í öðrum borg- um landsins og lokuðu götum með grjóthnullungum, bílum og brenn- andi hjólbörðum. Meðal annars réðust mótmælendur inn á heimili stjórnmálamannsins Me André Michel, eins af bandamönnum for- sætisráðherrans Ariels Henry, og létu þar greipa sópa. Haítíski fréttamiðillinn Le Nou- velliste greindi jafnframt frá því að mótmælendur hafi reynt að brjóta sér leið inn á Oasis-hótelið í Port-au- Prince og hafi ruðst inn í útibú Capi- tal-bankans í Pétionville, farið þar um ránshendi og reynt að kveikja í. Ríkisstjórnin hefur útskýrt verð- hækkanirnar með því móti að ekki sé lengur unnt að niðurgreiða elds- neyti með þeim hætti sem áður hefur verið gert. Haítí er eitt fátæk- asta ríki í Ameríku og hefur glímt við verulegan pólitískan óstöðug- leika, síaukið gengjaof beldi og tíð mótmæli í meira en áratug. Mótmælendur krefjast nú afsagn- ar Ariels Henry, sem tók til bráða- birgða við embættum bæði forseta og forsætisráðherra eftir morðið á Jovenel Moïse forseta í fyrra. Ekki er ljóst hvenær Henry hyggst láta af völdum og ásakanir um að hann tengist sjálfur morðinu á Moïse hafa vakið efasemdir um lögmæti stjórnar hans. n Mótmæla hærra bensínverði á Haítí Mótmæli hafa skekið Haítí með reglulegu millibili á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Sjálfstæðisf lokkur- inn lagði fram fyrirspurn í inn- k aupa- og f r a m k væmd a r áði borgarinnar í vikunni um gatna- framkvæmdir á Snorrabraut síð- ustu tíu ár. Óskað er eftir sundurliðuðu yfir- liti vegna verklegra framkvæmda á vegum borgarinnar. Þar verði gerð grein fyrir öllum framkvæmdum á umræddu tímabili, tilgangi þeirra, verktíma, kostnaði og hvort við- komandi verk hafi verið boðið út. Snorrabrautin hefur iðulega verið lokuð undanfarin ár, ýmist til að þrengja, setja umferðarljós eða vegna annara framkvæmda, nú síð- ast við Borgartúnsgatnamótin.  n Vilja fá yfirlit vegna verklegra framkvæmda á Snorrabraut Snorrbraut hefur oft verið erfið viðureign- ar undanfarinn áratug. ragnarjon@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Nú eru 2.536 íbúðir í byggingu í Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í nýrri saman- tekt um uppbyggingu húsnæðis í borginni fyrri hluta ársins. Þetta þýðir að um lítillega fjölgun er að ræða frá síðustu ársfjórðungs- samantekt. Þá var lokið við 532 byggingar á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en rúmur helmingur þeirra var á vegum húsnæðisfélaga eða merktar sem hagkvæmt húsnæði. Gert er ráð fyrir því samkvæmt upplýsingum framkvæmdaaðila að lokið verði við 750 íbúðir á seinni hluta ársins. Heildarfjöldi nýrra íbúða sem lokið yrði að byggja á árinu yrði því 1.282. n Fjöldi nýrra íbúða í Reykjavík á pari við þann fjölda sem byggður var í fyrra 6 Fréttir 16. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.