Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 14
Hlín óraði ekki fyrir þeim ævin- týrum sem hún hefur lent í þegar hún flutti til Grikklands fyrir tveimur árum. Hún býr í borginni Píraeus skammt frá Aþenu, þar sem hún getur horft út á sjóinn frá svölunum sínum. „Mér líður vel að vera nálægt sjó. Ég er ekki mikið fyrir að synda í sjónum en mér finnst notalegt að hlusta á hann og finna að ég er hluti af náttúrunni. Ég er mikið náttúrubarn,“ segir hún. Hlín er söngkona og rithöfundur og fór reglulega til Grikklands að vinna að verkefnum áður en hún flutti þangað. Hún ber Grikklandi og Grikkjum vel söguna og segir þá flesta ofboðslega almennilegt fólk sem hefur tekið henni vel. Hún er að vinna að fjölda spenn- andi verkefna með ólíku listafólki og er meðan annars að fara að gefa út ljóðadisk, þar sem hún leikles frumsamin ljóð við tónlist eftir tónlistarmanninn Vasilis Choun- tas, sem notar listamannsnafnið Morton í verkinu. „Ég er að vinna þennan disk í samstarfi við Institute for Experi- mental Arts eða Stofnun í tilrauna- listum. Það er alþjóðleg stofnun en var stofnuð í Aþenu árið 2008. Stofnunin vinnur að alls kyns til- raunalist en meðlimir eru frá sjö löndum,“ útskýrir Hlín. „Stofnunin hefur það markmið að vera vettvangur þar sem alls konar listamenn, ljóðskáld, leik- arar, rithöfundar, tónlistarmenn, sviðlistamenn, ljósmyndarar og líka verkfræðingar og tæknimenn geta komið saman, átt samtal og skapað list saman,“ segir Hlín og víkur talinu aftur að komandi ljóðadiski. „Ég les ljóðin á íslensku, en það munu fylgja með þýðingar svo að fólk skilji um hvað ljóðin eru.“ Hlín segir það sameiginlega hug- sjón sína, Vasilis og stofnunarinnar að nota tækni okkar tíma, tónlist og kvikmyndir til að þýða ljóð fyrir fólk. „Ef ljóðið á að lifa af í þessum tækniheimi, þegar fólk er ekki mikið að lesa, ef ljóðið á að verða almenningseign og ekki bara í fílabeinsturni fyrir elítu, þá þarf að nota tónlist og myndlist og allt það sem þýðingarvél, fyrir ljóðin,“ segir hún. „Þegar diskurinn er kominn út er næst á dagskrá að vinna með kvikmyndagerðarfólki sem býr til stuttmyndir í kringum ljóðin.“ Öskraði, skalf og titraði Að sögn Hlínar eru Grikkir mjög duglegir að mæta á ljóðakvöld, jafnvel þeir sem lesa aldrei ljóð. Grísk ljóðakvöld eru mjög ólík sambærilegum viðburðum á Íslandi, oft er spiluð tónlist undir ljóðunum og skáldin lifa sig inn í f lutninginn á máta sem Hlín segir að hún hafi ekki séð á Íslandi nema hjá útlærðum leikurum. „Fyrst þegar ég mætti á ljóða- kvöld í Grikklandi var engin tónlist spiluð. Þetta var bara hefðbundið ljóðakvöld þar sem fólk las upp ljóð. En þetta var samt allt öðruvísi en heima. Hluti af því sem dregur Grikki á ljóðakvöld er flutningurinn sjálfur. Þegar ég sá fyrst grískt skáld flytja ljóð þá var það vinkona mín Adriana Birbili sem las. En hún las ekki bara, hún öskraði sum orðin og hún skalf og titraði. Hún hélt á ljóðinu á blaði og hendurnar á henni titruðu,“ segir Hlín og bætir við hlæjandi: „Ég var næstum hlaupin upp á svið til að taka utan um hana, ná í vatn eða athuga hvort hún þyrfti aðstoð, því ég var bara ekki vön svona miklum tilfinningum á ljóðakvöldum. En sem betur fer var ljóðið stutt og þegar því var lokið sá ég að það var allt í fína með hana, þetta var bara leik- list í hæsta gæðaflokki. Grikkir leika ljóðin, tilfinningin fyrir áherslum og þögnum er mögnuð, upplesturinn minnir á tónlist. Til- vistarleyfið sem menn taka sér til að túlka allan tilfinningaskalann hef ég aldrei séð áður. Þegar ég var að byrja að fara á ljóðakvöld hér úti þá kunni ég mjög litla grísku en ljóðin snertu mig samt mjög djúpt. Þess vegna er ég ekkert hissa þó að fólk sem er ekki vant að lesa bækur, geti farið á svona ljóðakvöld og virkilega notið þeirra.“ Rétt slapp undan skógareldum Upptökum er lokið á ljóða- disknum og hann er að mestu leyti tilbúinn. Hlín segir að fyrsta ljóðið sé formlega komið út. En það er ekki komin nákvæm dagsetning á útgáfu disksins. „Tæknifólkið er að klára sína vinnu og svo er markaðsfólk eitt- hvað að skipuleggja. Ég bíð bara róleg, ég er ekkert að skipta mér af þeirra starfi. Ég hlakka bara til þegar þetta kemur út,“ segir Hlín brosandi og bætir við: „En það munaði litlu að diskur- inn kæmi ekki út. Það hefur verið þó nokkuð af skógareldum í Grikk- landi síðan ég flutti út, misal- varlegum. Anna V, sem er mjög þekktur teknó-tónlistarmaður hér í Grikklandi og fleiri löndum, vann hljóðvinnsluna fyrir þennan disk. Hún er mikill snillingur, enda byrjaði hún að læra þetta fag hjá pabba sínum sem sá um svona vinnu fyrir tónskáldið Vangelis og fleiri stór nöfn í tónlistarsögunni. Tónskáldið, Vasillis, hafði skilið tölvuna sína með öllum hljóð- skránum eftir heima hjá henni þegar það kom upp skógareldur. Anna V býr í útjaðri Aþenu þar sem útsýnið var áður ofboðslega fallegt, þú horfðir á tré og græn svæði svo langt sem augað eygði. En núna sérðu bara meira og minna brunnin svört tré og eyði- mörk. Öll húsgögnin á svölunum hjá henni brunnu. Það er einn stóll sem slapp að mestu en hann er samt með brunagötum, hún hefur hann þar til minningar. Það urðu einhverjar skemmdir á húsinu hennar og það þurfti til dæmis að laga þakið hjá henni, en hún slapp vel að öðru leyti, mörg húsin í kring brunnu til grunna,“ útskýrir Hlín. „En Anna náði sem sagt að bjarga einhverjum hlutum heima hjá sér, og setja í bílinn sinn áður en hún keyrði burtu í svarta- myrkri. Það var svo mikill reykur að hún sá ekkert, hún sá ekki einu sinni götuna, hún keyrði bara áfram í gegnum kolsvartan Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is reykinn því hún þorði ekki að vera þarna. En gögnin með ljóðunum voru sem sagt hluti af því dóti sem hún náði að bjarga.“ Kurteisin borgaði sig Það er mjög margt á dagskrá hjá Hlín fyrir utan að bíða eftir útgáfu ljóðadisksins. Þessa dagana er hún að leika í söngleik með leikhóp sem hún er nýlega komin í sam- starf við. „Ég er að leika og syngja í verki eftir Leonardo Thimo og Theoch- aris Papadopoulos. Við erum að sýna í Aþenu núna en svo förum við í ferðalag með leikritið. Þetta er söngleikur sem er ádeila á nútímamanninn og hans líf. Þarna er ég að leika á grísku og syngja klassíska tónlist á armensku, tékk- nesku, rússnesku og ítölsku, gríska þjóðlagatónlist og fleira. Tónlistin kemur sem sagt héðan og þaðan í tíma og rúmi sem er svolítið skemmtilegt, en krefjandi,“ segir Hlín. „En svo er ég líka að fara að setja upp söngleik sjálf. Það er verk sem ég var búin að vöðlast með í smá tíma en ég áttaði mig ekki á því hvort það ætti að vera ljóðabálkur, leikrit eða skáldsaga. Svo þegar ég fór að leika í þessum söngleik sá ég að formið sem hentar þessu verki mínu best er einmitt söngleikur- inn. En það verkefni er á algjöru byrjunarstigi svo ég get ekki sagt meira frá því núna.“ Hlín segir að það sé svolítið skemmtileg saga að segja frá því hvernig hún kynntist öllu þessu listafólki í Grikklandi. „Þegar ég var nýlega flutt til Aþenu lenti ég í því að þurfa að flytja út úr íbúðinni minni því hún fylltist af pöddum, veggjalýs held ég að þær heiti á íslensku. Ég neyddist til að fara á hótel og þurfti að vera þar í nokkra daga þangað til ég fann aðra íbúð til að búa í. Ég hef unnið á hóteli og veit hvað það getur verið hryllilega erfitt, það er svo margt fólk með hroka og leiðindi við mann í því starfi. Ég lagði mig þess vegna sérstaklega fram um að vera almennileg við konuna í móttökunni,“ segir hún. „Ég spjallaði stundum við hana og einu sinni spurði ég hana hvort það væri í lagi að ég myndi æfa mig að syngja í herberginu mínu. Hún heyrði svo í mér þegar ég var að æfa mig og sagði að henni fyndist ég syngja vel. Þá kom í ljós að hún er sjálf skáld og kvikmyndagerðar- kona. Hún kynnti mig fyrir vinum sínum sem eru listafólk og þannig kynnist ég alls kyns listafólki hér, þegar ég var tiltölulega nýkomin til landsins. Síðan þá hefur þetta undið upp á sig. Mér finnst ég ótrú- lega heppin.“ n Hlín syngur á mótmælum í Aþenu og vin­ kona hennar Andromeda spilar undir. Hlín hefur verið í samstarfi við Institute for Experimental Arts, stofnun sem vinnur að alls kyns til­ rauna list. Þegar ég var nýlega flutt til Aþenu lenti ég í því að ég þurfti að flytja út úr íbúðinni minni því hún fylltist af pöddum. Hlín Leifsdóttir 2 kynningarblað A L LT 16. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.