Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 22
 Við vitum að það er margt sem börnin læra um tungu- málið í umhverf- inu áður en þau mynda fyrstu orðin. Jóhanna Thelma Einarsdóttir Barnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Rvk. | S. 567 2330 www.bilasmidurinn.is 6 kynningarblað 16. september 2022 FÖSTUDAGURFYRSTU ÁRIN Lestur skiptir mjög miklu máli til að örva málþroska barna. Best er að lesa dag- lega fyrir þau eða oft á dag. Börnin læra meira ef staldr- að er við orð og myndir. starri@frettabladid.is Það hefur ítrekað komið fram í rannsóknum að það skiptir öllu máli að lesa fyrir börn. Þar kemur margt til. Í bókum er flóknara mál en við notum í daglegu tali þannig að með því að lesa fyrir börnin kynnum við fyrir þeim ný orð og flóknari setningar, segir Jóhanna Thelma Einarsdóttir, prófessor í talmeinafræði við læknadeild og á Menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Við vitum að börn læra tungu- málið í gegnum samskipti við umhverfi sitt. Við náum gæða- stund með börnunum með því að lesa fyrir þau og spjalla um bókina. Það er brýnt að beina athyglinni að bókinni, spjalla um myndirnar og skýra út orðin um leið. Börnin virðast læra meira af því ef lesið er með því að ræða um bókina og textann um leið en ef það er bara lesið fyrir börnin án þess að staldra við orð eða myndir. Það skiptir líka máli að lesa oft fyrir börnin, helst á hverjum degi eða oft á dag.“ Best að byrja snemma Börn byrja að mynda fyrstu orðin við eins árs aldur og þá er gott að byrja að lesa fyrir þau eða jafnvel fyrr, segir Jóhanna. „Við vitum að það er margt sem börnin læra um tungumálið í umhverfinu áður en þau mynda fyrstu orðin. Svo skiptir miklu máli að lesa reglulega fyrir börnin, kynna fyrir þeim undraheim bókanna snemma og halda því áfram að lesa fyrir þau fram eftir grunnskólagöngunni.“ Fengist við ýmsar rannsóknir Jóhanna hefur síðustu ár verið að fást við rannsóknir á máltöku barna auk þess að rannsaka stam hjá ýmsum aldurshópum. „Fyrir nokkrum árum gerði ég ásamt félögum mínum Ingibjörgu og Amalíu umfangsmiklar rannsókn- ir á tengslum málþroska barna við lok leikskóla og námsgengi í grunnskólanum. Við hönnuðum próf sem heitir Hljóm en það metur hljóðkerfisvitund barna við lok leikskóla.“ Hljóðkerfisvitundin er einmitt undirstaða þess að ná tökum á umskráningu eða að umskrá bók- stafi í hljóð og orð og spáir fyrir um lestrarnámið, segir Jóhanna. „Við gátum sýnt fram á með því að fylgjast með tæplega 250 börnum í tíu ár að málþroski barna, bæði hljóðkerfisvitundin og mál- skilningurinn við lok leikskóla, spáir fyrir um námsgengi og líðan í grunnskóla.“ Örvun málþroska áhugaverð Hún hefur einnig verið að skoða máltjáningu leikskólabarna og safnað málsýnum frá 2-8 ára börnum ásamt nemendum sínum. „Í tengslum við það verkefni gerðum við bók um tíðni orða í talmáli barna til að finna út hvaða orð börnin eru að nota þegar þau eru að tjá sig á íslensku. Ég gerði líka málþroskaprófið MELB ásamt Þóru samstarfskonu minni í tal- meinafræðinni og Ingibjörgu og Sigurgrími en MELB er staðlað málþroskapróf byggt á rannsókn- um á máltöku barna á Íslandi.“ Mikilvægt að kynna undraheim bókanna „Það er brýnt að beina athyglinni að bókinni, spjalla um myndirnar og skýra út orðin um leið, “ segir Jóhanna Thelma Einarsdóttir, prófessor í tal- meinafræði við læknadeild og á Menntavísinda- svið Háskóla Íslands. FRÉTTA BLAÐIÐ/ERNIR Um þessar mundir segist hún hafa mestan áhuga á því að skoða leiðir til að örva málþroska barna. „Það er vitað að umhverfið hefur mikið að segja um hversu góðan málþroska börnin hafa og þar kemur til bæði magn og gæði eða hvernig og hversu mikið við tölum við börn. Mér finnst það vera grundvallar- mannréttindi að ná góðum tökum á tungumálinu og að geta orðað auðveldlega skoðanir og tilfinn- ingar. Ég hef um nokkurt skeið haft miklar áhyggjur af íslensku- færni fjöltyngdra barna og það er ýmislegt sem bendir til þess að þar þurfum við að gera stórátak.“ Samskiptin mikilvægust Nú eiga bækur í sífellt harðari baráttu við tölvu- og símaskjái og sjónvarpið. Hvað skyldi vera helst til ráða að hennar mati? „Samskiptin skipta hér öllu máli. Við eigum að sýna barninu alla okkar athygli og vera ekki í símanum á meðan við erum að sinna því. Mér finnst til dæmis grátlegt að sjá foreldra og börn á leikvellinum eða úti að ganga þar sem foreldrar eru í símanum meðan þeir eru með barninu í stað þess að spjalla við það. Það er mjög mismunandi hversu ríkulegt málumhverfi barnanna er. Í raun er ákveðið misrétti í gangi. En símar og sjónvarp eru komin til að vera. Það er alla vega betra að horfa með barninu á þætti í sjónvarpinu og spjalla um þá en að láta barnið horfa eitt á barnatímann. Það er líka betra að spjalla um leiki í símanum og orða það sem barnið er að gera í símanum heldur en láta það vera eitt um það.“ Hún segir það vera mikinn mis- skilning að halda að ung börn læri framandi tungumál af því einu að hlusta á það í símanum eins og kom fram í einni rannsókn hjá þeim. „Sumir foreldrar velja líka skjálaust uppeldi fyrir börnin sem getur skapað f leiri jákvæðar sam- verustundir innan fjölskyldunnar. Það er kannski einfaldast að sleppa alveg símanum og sjón- varpi nema um stórhátíðar og helgar.“ n Börn byrja að mynda fyrstu orðin við eins árs aldur og þá er gott að byrja að lesa fyrir þau eða jafnvel fyrr. Foreldrar ættu að halda lestrinum áfram fram eftir grunnskóla- göngunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.