Fréttablaðið - 16.09.2022, Side 25

Fréttablaðið - 16.09.2022, Side 25
n Skrítin staðreynd vikunnar 16. sept 17. sept 18. sept Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hvað er að gerast um helgina? n Gugusar og Kusk Kex Hostel kl. 20.00 Tónlistarkonurnar gugusar og Kusk koma fram á Kex Hosteli laugardaginn 16. september. Viðburðurinn hefst klukkan 20.00 og það er frítt inn. Gu- gusar þarf ekki að kynna fyrir neinum og Kusk vann Músíktil- raunir í ár og stefnir hátt. n GDRN og Magnús Jóhann – Útgáfuhóf Reykjavik Record Shop kl. 17.00 Útgáfupartí plötunnar Tíu ís- lensk sönglög með þeim GDRN og Magnúsi Jóhanni. Í tilefni útgáfunnar verður lítið útgáfu- gill í Reykjavík Record Shop á Klapparstíg 35. Plötur áritaðar og drykkir í boði. n Mammút og Kælan mikla Gamla bíó kl. 20.00 Í fyrsta sinn leiða böndin saman hesta sína á þessum magnaða viðburði þar sem þau munu spila það helsta af sínum ferlum á tónleikum sem viðburðar- haldarar lýsa sem kraftmikilli, þungri og ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta. n Saga Garðars og Snjólaug Bæjarbíó kl. 20.99 Saga Garparsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir sameina krafta sína og halda uppistandssýn- inguna Allt eðlilegt hér með splunkunýju og bráð- fyndnu gríni fyrir djók- þyrsta áhorfendur. Hljómsveit Sögu tekur nokkur lög. n Kveðjupartý Skuggabaldurs Skuggabaldur kl. 17.00 Djassbúllunni Skuggabaldri verður lokað og staðarhaldarar vilja þakka gestum fyrir frá- bæran tíma og allan djassinn með djass-sessjóni langt fram eftir kvöldi. n Nýdönsk í 35 ár Eldborgarsalur Hörpu kl. 18.00 Nýdanska þarf ekki að kynna fyrir neinum og sveitin hefur átt fjölda slagara sem lifa munu með þjóðinni um ókomna tíð. Eldborgarsalur Hörpu fyllist af fólki af þessu frábæra tilefni og ljóst að dyggustu aðdáendurnir láta sig ekki vanta. n Haustfagnaður Árbæjar og Pallaball Fylkishöllin kl. 20.00 Páll Óskar mætir í Árbæinn þann 17. september en þá eru 9 ár síðan hann var síðast með ball í Fylkishöllinni. Eftir ballið þurfti víst að styrkja húsið þar sem þakið ætlaði nánast að rifna af kofanum, slíkt var stuðið. Staðarhaldarar eiga von á ein- hverju svipuðu í ár. n Frumsýning: Á eigin vegum Borgarleikhúsið, Litli salur kl. 19.00 Á eigin vegum byggir á rómaðri skáldsögu met- söluhöfundarins Krist- ínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006. Leik- stjórn er í höndum Stefáns Jónssonar og Sóley Stefánsdóttir sér um tónlistina. Sig- rún Edda Björnsdóttir fer með aðalhlutverk. Spætur geta vafið tungunni í kringum heilann til að koma í veg fyrir heilahristing þegar þær höggva í trjástofna. Líttu við á BeLLadonna.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna ZHENZI kjóll Fæst í fleiri litum Stærðir 42-56 Verð 11.990 kr ZHENZI kjóll Fæst í fleiri litum Stærðir 42-56 Verð 11.990 kr ZHENZI Kjóll Stærðir 42-56 Verð 11.990 kr með Siggu Kling alla sunnudaga kl. 21.00 SÆTA SVÍNIÐ Borðapantanir og nánari upplýsingar á saetasvinid.is Skemmtilegir vinningar Frí bingóspjöld Hrikalega gaman Geggjað fyrir saumó, vinahópinn eða starfsmannadjamm n Ormsteiti bæjarhátíð 16.-24. september Ormsteiti 2022 er uppskeru- hátíð á Egilsstöðum og vítt og breitt um Fljótsdalshérað. n Sögusmiðja Listasafnið á Akureyri kl. 12.00 Þriðja rafræna listasmiðja Listasafnsins á Akureyri undir yfirskriftinni Sköpun utan línu- legrar dagskrár er nú komin í loftið. Að þessu sinni hefur Vilhjálmur B. Bragason, leikari, leikskáld og tónlistarmaður, umsjón með smiðjunni. Nánari upplýsingar hjá: heida@listak.is. n Heimsókn í gíga Kröflugosa kl. 8.00 Ferð á vegum Ferðafélags Akureyrar. Brottför klukkan 8 að morgni á einkabílum frá FFA við Strandgötu 23. Þóroddur Þóroddsson er fararstjóri og vegalengdin er 20 km. Verðið er 4.500 krónur. Skráning á ffa.is. n Haustkransanámskeið í Elliðaárdal 15.–18. september kl. 10.00 Lokadagur haustkransanám- skeiðs Elliðaárstöðvar í sam- vinnu við Halldóru Lísu Bjargar- dóttur, eiganda blóma- og hönnunarstúdíósins Litahlíðar og fatahönnuðar frá LHÍ. Nám- skeiðið er geysivinsælt og hefst á stuttri skógargöngu. Verð er 12.500 krónur og skráning á elisabetj@or.is. ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 16. september 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.