Fréttablaðið - 16.09.2022, Side 35

Fréttablaðið - 16.09.2022, Side 35
Forsendur þess að reka djassklúbb, sérstaklega eftir Covid, þær eru bara ekki til staðar. Ég held að lesendur sem hafa hrifist af þessari bók fái talsvert fyrir peninginn við að sjá sýninguna. Sigrún Edda Björnsdóttir fer með aðalhlutverkið í Á eigin vegum, hennar fyrsta ein- leik á fjörutíu ára ferli. Stefán Jónsson, leikstjóri sýningar- innar, segir samstarfið hafa verið yndislegt. Fyrsta frumsýning Borgarleik- hússins á nýju leikári er á laugardag þegar leikhúsið frumsýnir einleik- inn Á eigin vegum, byggðan á sam- nefndri skáldsögu Kristínar Steins- dóttur. Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk ekkjunnar Sigþrúðar sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir en um er að ræða fyrsta einleik hennar á fjörutíu ára leikferli. „Kristín Steinsdóttir er mjög vinsæll höfundur og hefur vakið verðskuldaða hrifningu lesenda. Kannski sérstaklega kvenna sem eru nú sá hópur sem er hvað dug- legastur að sækja leikhús, þannig að þetta fer vel saman. Ég held að lesendur sem hafa hrifist af þess- ari bók fái talsvert fyrir peninginn við að sjá sýninguna því hún segir vonandi ekki bara sögu konunnar, eins og hún birtist í bókinni, heldur sprengir hún inn í f leiri víddir í skynjun og upplifun áhorfandans,“ segir Stefán Jónsson, leikstjóri sýn- ingarinnar. Maríanna Clara Lúthersdóttir og Salka Guðmundsdóttir unnu leik- gerðina upp úr skáldsögu Kristínar Steinsdóttur. Að sögn Stefáns er það vandasamt verk að aðlaga bækur leiksviðinu og telur hann Maríönnu og Sölku hafa tekist það vel að draga fram þá þætti sem hann hreifst af í skáldsögu Kristínar Steinsdóttur. „Það er mikið tekið að aðlaga bækur sviði hjá okkur bókmennta- þjóðinni. Það er vandasamt verk og maður þarf í grunninn að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að bók er eitt listaverk, leikgerðin er annað listaverk og leiksýningin þriðja listaverkið.“ Ósýnilega konan Eins og áður segir leikur Sigrún Edda Sigþrúði, eldri konu sem stundar blaðburð, garðyrkju og jarðarfarir af miklum móð. Spurður um hvers konar manneskju Sigþrúður hafi að geyma segir Stefán: „Ég hef lýst henni svona sem ósýnilegu konunni. Hún er mann- eskja sem fæðist inn í þennan heim við erfiðar aðstæður. Móðir hennar deyr við fæðingu þannig að hún kynnist henni aldrei en það verður henni til happs að hún á fóstru í sínu litla koti norður í landi. Þessi fóstra veitir henni þá ást og atlæti í frumbernsku sem skiptir hvert barn höfuðmáli ef það á annað borð á að komast af.“ Sigþrúður er manneskja sem gefst ekki upp þótt á móti blási en gerir sér litlar vonir enda hefur lífið kennt henni að slíkt hafi lítið upp á sig. En hún býr að ríku innra lífi, ímyndunarafli og húmor. „Andstreymið er mikið frá fyrstu tíð. Hún er fötluð, er með það sem hún kallar selshreifa, samvaxna fingur á annarri hendi. Fyrir hvern sem er, ég tala nú ekki um í sveit fyrir mörgum áratugum, þá er þetta eitthvað sem var tilvalið til eineltis og til þess að gera viðkomandi minni máttar. Hún hrökklast frá námi sem jók ekki framgang hennar í lífinu,“ segir Stefán. Sigþrúður verður ólétt sem tán- ingur eftir ungan frænda bóndans á bænum, hún missir barnið, faðirinn horfinn á braut. Stuttu síðar f lyst hún í nálægt sjávarpláss og tekur saman við mann, þótt ástin sé ekki beinlínis brennandi. Fullorðin f lytja þau á mölina í leit að betra lífi, giftast og Sigþrúði dreymir um annað barn en ekki verður af því. Eiginmaðurinn missir þróttinn með tímanum og deyr. „Hún fer að bera út blöð og lifa meira lífinu, verður svona ein af þessum einstaklingum sem ég per- sónulega hef haft mikinn áhuga á að fylgjast með í borgarlandslag- inu. Þetta fólk sem er að fá sér kaffi í bankanum, situr og les blöðin á Borgarbókasafninu, fer í jarðarfarir hjá ókunnugu fólki sér til stundar- gamans. Þetta er alþýðukona sem berst á móti straumnum alla tíð. Hún á sér samt draum og það er nú kannski það sem er meginþráður verksins, baráttan felst í því að hún þráir að finna rætur sínar,“ segir Stefán. Hokin af reynslu Stefán segir það hafa verið mjög gefandi að vinna með Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. „Hún er náttúrlega hokin af reynslu, fagnar 40 ára leikafmæli um þessar mundir og er að leika í sínum fyrsta einleik. Hún einhenti sér í verkefnið af fullum þunga og tók ríkan þátt í þróun leikgerðarinnar. Svo það hefur bara verið yndislegt að vinna með henni. Hún er mjög framleiðin sem leikkona, býr yfir góðu innsæi og tæknilegri færni.“ Að sýningunni koma einnig Egill Sæbjörnsson sem vinnur leikmynd og myndbönd, Sóley Stefánsdóttir sem vinnur tónlist og hljóðmynd, Stefanía Adolfsdóttir sem gerði búninga og Pálmi Jónsson sem sér um lýsingu. „Þó að hún sé ein á sviðinu þá er hún með öf luga mótleikara sem eru, ekki bara ég, heldur leikmynd- in og einstök vörpunin sem Egill Sæbjörnsson sér um og stórkostleg tónlist sem Sóley Stefánsdóttir hefur samið og Pálmi Jónsson sem er með alltumlykjandi ljósin. Maður skynjar það enn sterkar þegar þú ert bara með einn leikara hvað öll þessi element spila stóran þátt og eru raunverulegir mótleikarar leikar- ans,“ segir Stefán. n Nýjar víddir í upplifun áhorfandans Stefán Jónsson segir það vanda- samt verk að aðlaga bækur að leiksviðinu. Á eigin vegum er byggð á sam- nefndri skáld- sögu Kristínar Steinsdóttur, FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is tsh@frettabladid.is Djassbúllan Skuggabaldur mun syngja sitt síðasta á laugardag en til stendur að loka staðnum. Snorri Helgason, tónleikahaldari Skugga- baldurs, segir dagskrá laugardagsins enn vera í mótun. „Þetta á að vera almenn djamm- sessjón, mjög margir af þeim sem hafa verið að spila hjá okkur ætla að koma og kveðja staðinn. Magnús Trygvason Eliassen trommari er að stilla þessu öllu saman upp en það er ekki alveg niðurneglt hvernig þetta verður,“ segir Snorri og bætir því við að gleðin muni standa yfir fram eftir kvöldi. Spurður um hvort hann eigi von á mörgum kollegum sínum úr tónlist- arsenunni á laugardag segist Snorri gera ráð fyrir því. „Maður finnur bara að djass- senunni þykir rosalega vænt um þennan stað. Enda var þetta, get ég ímyndað mér, dálítil líf lína í gegn- um Covid. Þá er ég ekki að tala um fjárhagslega heldur bara andlega, af því þetta er náttúrlega fólk sem er vant að spila 6-7 sinnum í viku og svo allt í einu datt það bara út. Allar jarðarfarir, öll brúðkaup og slíkt datt út á þessum tíma en Skugga- baldur var opinn.“ Hvað verður um djasssenuna nú þegar helsta djassbúllan er að hverfa á braut? „Ef ég væri talsmaður djasssen- unnar þá gæti ég svarað því. Ég veit ekki hvað gerist en tónlistin er ekki að fara neitt. Þetta var náttúrlega rosalega góður heimavöllur, það var rosalega gott að hafa hann og ég veit til þess að mörg verkefni, margar nýjar hljómsveitir og hugmyndir urðu til á þessu stutta tímabili. Það er eitthvað sem lifir áfram.“ Snorri bætir því við að hann voni að einhver annar taki við boltanum og gefi djasssenunni nýjan heima- völl. Skuggabaldur var opnaður við Austurvöll í fyrrasumar en veit- ingamennirnir Jón Mýrdal og Guð- finnur Karlsson, gjarnan kenndur við Prikið, eiga staðinn saman. Þeir hafa greint frá því að til standi að selja reksturinn. Gekk reksturinn ekki upp? „Forsendur þess að reka djass- klúbb, sérstaklega eftir Covid, þær eru bara ekki til staðar. Þetta var mjög skemmtileg tilraun og við stóðum með tónlistarmönnunum í gegnum þennan heimsfaraldur en þetta bara gekk ekki upp,“ segir Snorri. n Tónlistin lifir þótt Skuggabaldri verði lokað Snorri Helgason segir Skuggabaldur hafa verið góðan heimavöll fyrir djass- senuna en til stendur að loka staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR GEIRSSON FÖSTUDAGUR 16. september 2022 Menning 19FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.