Merkúr - 01.09.1939, Side 7

Merkúr - 01.09.1939, Side 7
fluarp, Þótt Verslunarskóli íslands sje nú hartnær 35 ára gam- all, og þar af leiðandi búinn að slíta barnsskónum, þá er Nemendasamband skólans tæplega eins árs og því ennþá í deiglunni. Það er því of snemt, enn sem komið er, að spá nokkru nm framtíð sambandsins, ef miða skal við liðna æfi þess. En hitt er víst, að þeir, sem stóðu að stofnun þess — og sennilega margir fleiri — gera sjer miklar vonir um, að það verði með tíð og tíma fært um að inna það hlutverk af höndum, sem því er ætlað, en það er að efla gengi Verslunarskóla íslands, og sameina eldri og gngri nemendur skólans um velferðarmál hans og verslunarstjettarinnar í hcild. Úr Verslunarskólanum hafa nú alls útskrifast nálega 900 nemendur. Þetta er stór hópur, sem miklu fengi á- orkað, ef hann sameiginlega legði höndur á plóginn og beitti sjer fyrir einhverju málefni. Og þetta málefni er nú fyrir hendi, eins og minst er á hjer að framan. Aðalstarf hinnar fyrstu stjórnar sambandsins, hefir verið í því fólgið, að gera spjaldskrá yfir alla þá, sem lokið hafa burtfararprófi úr Verslunarskólanum. Þessu starfi er nú fyrir nokkru lokið, og hefir öllum þeim, sem heimilisfang var vitað um, verið sent umburðarbrjef, þar sem þess er farið á leit, að viðkomandi láti sam- bandinu nokkrar upplýsingar í tje. Væntum vjer að allir þeir, sem þetta brjef fá, bregðist vel og fljótt við, og endursendi þann hluta brjefsins, sem til þess er gerður. Vjer álítum, að það sje afar mikils- vert fyrir sambandið að eiga sem nákvæmasta skrá yfir alla þá, sem útskrifast hafa úr Verslunarskólanum, og fyrir þái sjálfa getur það einnig haft nokkra þýðingu.

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.