Merkúr - 01.09.1939, Page 10

Merkúr - 01.09.1939, Page 10
Sícínun nEmendasambands lÍErsIunarskdla Islands. Stofnfundur. Stofnfundur Neinendasambands Verslunarskóla Islands var haldinn í Varðarhúsinu hinn 13. desember 1938 og var settur kl. 20,45 af formanni undirbúningsnefndar- innar, Adolf Björnssyni. Tilnefndi hann fundarstjóra Guðbjarna Guðmundsson, en hann tilnefndi Guðmund Ófeigsson sem fundarritara. Að því loknu gaf fundarstjóri Adolf Björnssyni orðið. Bæddi hann um tildrög þessa fundar og gerði grein fyrir störfum undirbúningsnefndar. Gat ræðumaður, þess, að á síðastliðnum vetri liefði komið fram tillaga innan Mál- fundafjel. Verslunarskóla Islands um að kjósa nefnd til að undirbúa stofnun Nemendasambands skólans. Hefði nú sú nefnd síðan kvatt ýmsa eldri nemendur á fund, þar sein svo núverandi undirbúningsnefnd liefði verið kosin. Því næst bar Adolf fram f. h. nefndarinnar svohljóð- andi tillögu: „Fundur verslunarskóianemenda, lialdinn i Varðarhús- inu 13. des. 1938, samþykkir að stofna Nemendasamband Verslunarskóla Islands.“ Var tillagan samþykt með samhljóða atkvæðum. Því næst las Geir G. Jónsson upp lagafrumvarp það, sem undirbúningsnefndin hafði samið. Fór nokkrum orð- um um fíumvarpið og skýrði liinar ýmsu greinar þess. Aður en lögin voru tekin til umræðu, bar Bergþór Þor- valdsson fram tillögu þess efnis, að samþykt laganna yrði frestað, þar til á framhaldsstofnfundi, sem lialdinn yrði að mánuði liðnum, en jafnframt yrði unnið ötullega að söfnun fjelaga. Allmiklar umræður urðu um þessa tillögu, og var að lokum samþykt miðlunartillaga mn að lögin yrðu sam-

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.