Merkúr - 01.09.1939, Side 30

Merkúr - 01.09.1939, Side 30
UErsIunarskúlinn - Háskólinn Eftir Hjáimar Blöndal. Þegar á það er litið hversu margþætt og þýðingarmikið viðskiftalíf nútímans er orðið, og að afkoma þjóðarbú- skaparins mjög veltur á því, hvernig um verslunar- málin fer, þá er það auðsætt, að þjóðinni er nauðsyn- legt að forj'stuinenn hennar á þessu sviði sjeu vel starfi sínu vaxnir. Þeim er því fyrst og fremst nauðsynlegt að eiga kost á góðri, hagnýtri mentun, engu síður en þeim mönn- um, er öðrum þýðingarmiklum störfum gegna fyrir þjóð- fjelagið. Þótt undarlegt megi virðast, hefir það samt ekki verið óalgengur hugsunarháttur hjá almenningi, að til þess að reka verslun þurfi eklci annað en að hafa það sem kallað er „verslunarvit“ og sje mönnum, sem þeim eigin- leikum sjeu gæddir, í öllu óhætt. Þeir geti bara verslað, grætt og orðið ríkir. Það sje að vísu gott að þeir kunni að Ieggja saman og draga frá. Kanske að kunna að skrifa nafnið sitt skammlaust, en annsað þurfi þeir ekki að kunna. „Verslunarvitinu“ er ætlað að sjá um afganginn. En íslensk verslunarstjett hefir litið öðrum augum á þetta mál. Henni var það fljótlega ljóst, að besta vopn hennar í baráttunni fvrir tilverurjetti sínum var: hagnýt l^ekking á viðfangsefnunum. Það var því engin tilviljun, sem varð þess valdandi, að hin unga og fátæka verslunarstjett stofnaði sinn eigin skóla, Verslunarskóla íslands, fyrir nálega 35 árum. Það var fullvissan um mátt menningarinnar og trúin á fram- tíðarmöguleika frjálsrar íslenskrar verslunarstjettar, á grundvelli þeirrar reynslu, sem stjettin þá þegar hafði aflað

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.