Merkúr - 01.09.1939, Side 31

Merkúr - 01.09.1939, Side 31
29 sjer, sem livatti hina framsýnu athafnamenn síðustu kyn- slóðar til að hrinda í framkvæmd þessu nauðsynja- og metnaðarmáli sínu. Þeir sáu, að ef íslensk verslunarstjett átti að geta staðist samkepnina við erlenda keppinauta, jafnframt því, að vera sá milliliður milli erlendrar og innlendrar menning- ar, sem lilutverki hennar tilheyrir, þá varð að sjá henni fyrir þeirri mentun, sem að haldi gæti komið og ekki væri lakari en aðrar þjóðir hafa upp á að bjóða. Enda þótt Verslunarskóli íslands hafi lengst af átt við mikla fjárhagslega örðugleika að búa, er óhætt að full- yrða, að hann hefir ávalt leyst hlutverk sitt vel og sam- viskusamlega af hendi. Enda hefir hann frá upphafi notið mikilla vinsælda meðal verslunar- og kaupsýslumanna og áunnið sjer traust alþjóðar. Skólinn hefir undanfarna áratugi kappkostað að fylgj- ast vel með öllum þeim breytingum og framförum, sem orðið liafa á viðskiftalífinu. Hann hefir því stöðugt eflst og aukið starfsemi sína, eftir því, sem meiri kröfur hafa verið gerðar til mentunar verslunarmanna. Námstíminn hefir aukist úr 2 í 5 ár, f jöldi námsgreina hefir þrefaldast, kennaralið skólans hefir fjórfaldast og nemendafjöldinn meira en fimmfaldast. Skólinn hefir nú aðsetur í stórum og' góðum húsakynn- um og hefir umráð yfir flestum þeim nýtísku kenslutækj- um, sem nauðsynleg mega teljast. Þótt alt þetta sje mikils virði, þá er þó enn ótalinn einn mjög þýðingarmikill kostur við skólann. En hann er sá, að skólinn hefir frá upphafi vega sinna verið í mjög' ná- inni samvinnu við verslunarstjettina sjálfa, sem hefir hor- ið hann á örmum sjer og uppörfað hann með gjöfum. Þetta má eflaut teljast megingæfa Verslunarskólans. Því að án þessa nána samstarfs og gagnkvæma skilnings og trausts væri hann nú ekki orðinn ein af fullkomnustu og fjölsóttustu mentastofnunum landsins. Það má segja, að hinum almennu skólamálum versl-

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.