Merkúr - 01.09.1939, Page 33
31
(ensku og þýsku) og nokkrum hluta viðskiftafræðinnar,
eftir eins árs nám. Aðeios þrír nemendur liafa lokið prófi
í öllum greinum deildarinnar, eftir ca. 2)4 árs framhalds-
nám.
Eins og gefur að skilja hefir rekstur slíkrar framlialds-
deildar, með fáum nemendum, haft mikinn kostnað í för
með sjer. Þessi viðleitni Verslunarskólans er því þeim mun
virðingarverðari, þar sem að skólinn hefir sjálfur af sín-
um þrönga fjárhag orðið að greiða mestallann kostnaðinn
af þessu. Þó hafa nokkrir kaupsýslumenn hjer í bænum
sýnt starfsemi þessari þá viðurkenningu og miklu rausn,
að gefa skólannm all-stóra fjárupphæð til eflingar deild-
inni. Ber þeim mikil þökk fyrir það.
Síðastliðinn vetur var settur á stofn hjer í bænum skóli,
sem kallaður er „Viðskiftaháskólinn“. Skóli þessi er sjer-
stök stofnun, sem kostuð er af rikissjóði. Tilgangur lians
mun, eins og nafnið bendir til, vera að veita fræðslu í við-
skiftafræðum. í vetur munu vera um 20 nemendur í
skólanum og eru það alt stúdentar. Annars mun takmark
]>essa skóla vera nokkuð óljóst og starfsemi hans mun öll
enn vera á tilraunastigi.
Til „Viðskiftaháskólans“ er árlega veitt úr ríkissjóði 20
þúsund krónum, sem samsvarar rjettum þúsund krón-
um fyrir hvern nemanda. Til samanburðar má geta þess,
að árlegur stvrkur ríkissjóðs til Verslunarskólans — sem
hefir um 300 nemendur — hefir undanfarin ár aðeins
verið ö þúsund krónur, eða tæplega sautján krónur á
nemanda.
Hjer á landi hafa nokkrum sinnum á síðustu árum
komið fram tillögur um þessi mál, sem þó af ýmsum or-
sökum enn ekki hafa náð fram að ganga.
f hók sinni „íslensk þjóðfræði“, seni út kom árið 1924,
setti núverandi skólastjóri Verslunarskólans, Vilhjálmur
Þ. Gíslason, fram ýmsar mjög eftirtektarverðar tillögur