Merkúr - 01.09.1939, Side 34

Merkúr - 01.09.1939, Side 34
32 um nýtt skipulag' á Háskóla íslands. Þar er meðal annars lagt til að sjerstakar deildir í náttúru- og þjóðhagsfræði verði stofnaðar við Háskólann. Síðan gerir hann ráð fyrir að þjóðhagsfræðinni yrði skift í þessa flokka: 1) Almenn hagfræði (og talfræði), 2) Verslunar- og viðskiftafræði, 3) Stjórnfræði, 4) Heilbrigðismál, 5) Búmál og (5) Út- vegsmál. Þetta munu vera fyrstu tillögurnar, sem gerðar hafa verið í þá átt, að verslunar- og viðskiftamál yrðu tekin upp við Háskóla Islands. Síðan hafa þessi mál nokkrum sinnum komið til umræðu hæði meðal stúdenla og kaup- sýslumanna. T. d. voru Verslunarráði og skólastjóra Versl- unarskóla íslands einu sinni sendar tillögur frá ráða- mönnum Háskólans, um sjerstaka kenslu í verslunarfræð- um við Háskólann. Þetta var um það leyti, sem Verslunar- skólinn hóf starfrækslu framhaldsdeildar sinnar. Tillög- urnar þóttu óaðgeng'ilegar og fell því málið niður og hefir að mestu legið niðri síðan. Nú hafa aftur heyrst raddir um, að Háskólinn vilji setja á stofn viðskiftadeild, eða að innlima „Viðskiftaháskól- ann“. Þetta virðist að mörgu leyti vera sjálfsögð ráðstöfun, einkum þar sem Háskólinn er nú i þann veginn að í'lytja í hin nýju húsakvnni sín. Ennfremur mundi þetta að sjálfsögðu hafa í för með sjer mikinn sparnað fyrir ríkissjóð. Hjer skal samt engu um það spáð, livað úr þessu kann að verða í þetta sinn. En ef þessi leið yrði farin, er ein- mitt nú tímabært og nauðsvnlegt að gera sjer grein fyrir því, hver afstaða Háskólans yrði gagnvart verslunarstjett- inni og ekki síst Verslunarskóla Islands. Það er auðsjeð, að ef leysa á þessi mál með hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir augum, er nauðsynlegt að versl- unarstjettinni eða Verslunarskóla Isl., fyrir hennar hönd, gefist kostur á að liafa áhrif á, livernig þessum málum er fyrir komið með þjóð vorri. Því að auðvitað er ekki öðr-

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.