Merkúr - 01.09.1939, Page 36
34
stunda nám við verslunarháskóla. Um þessar mundir
munu t. d. tveir menn frá V. í. stunda slikt nám í Þýska-
landi, og einn hefir verið við enskan háskóla.
Auk þessa, sem hjer hefir verið rætt um, mundi samvinna
milli Háskólans og Verslunarskólans uin þessi mál á marg-
an hátt geta orðið að miklu gagni. En út í það skal ekki
farið nánar hjer. Ef hinsvegar svo færi, að viðskiftadeild
yrði ekki sett á stofn við Háskólann, eða að nemendur
frá Verslunarskólanum fengi þar ekki aðgang, er í raun-
inni ekki um aðra leið að ræða, en að efla framhaldsdeild
V. í. eins og frekast er unnt. Enginn vafi er á, að sú leið
er vel fær. Sá árangur, sem þegar hefir fengist þar, bendir
ótvírætt í þá átt, að ef haldið væri áfram á sömu braut,
mætti mikils af deildinni vænta i framtíðinni. Og á meðan
endanleg lausn er ekki fengin á þessum málum ættu
verslunar- og kaupsýslumenn að taka höndum saman og
styi'kja þessa starfsemi eftir megni. Hún er vissulega
þess virði.
Jeg vil svo að lokum beina þvi til Nemendasambands
Verslunarskólans og verslunarstjettarinnar í lieild, að
veita þessum málum nána athygli á komandi tímum.
Hjer er um mikið menningar- og metnaðarmál að ræða,
bæði fyrir verslunarstjettina og þjóðina sem heild.
Um það verður ekki deilt, að það er ekki aðeins æski-
legt, lieldur nauðsynlegt, að öllum einstaklingum þjóðar-
innar sje gefinn kostur á sem bestri og hagnýtastri ment-
un, hvort sem þeir eru sjómenn, bændur, læknar, verslun-
armenn eða eitthvað annað, því að til þess að byggja upp
þjóðfjelag, sem fært er um að búa á landi voru, ber fyrst
og fremst að vinna að því, að gera sjerlivern einstakling
köllun sinni vaxinn.