Merkúr - 01.09.1939, Side 41

Merkúr - 01.09.1939, Side 41
39 ur. Oft koma fyrir atvik og atriði i sambandi við leigu á skipum, sem mjög örðugt er að skera úr og oft verður skipamiðlarinn að leggja á sig mikla vinnu og eyða miklu í kostnað við væntanleg viðskifti, sem er á reynir fara út um þúfur og gefa ekkert í aðra hönd. Um skipaleigur fyrir lengri tíma gilda sjerstakar reglur og skilmálar, en ekki verður getið um það hjer. Alþjóðaráðstefnur og sjerfræðingar hafa samið samningseyðublöð þau, er notuð eru við flutning á hinum ýmsu vörutegundum, t. d. fyrir kol, salt, fisk, timhur o. s. frv. Allir þessir samningar eru venjulegast gerðir á ensku. Skipamiðlarar víðsvegar um heim hafa mikið verk að vinna i viðskiftalífinu og verður að vanda lil mentunar þeirra sem hest. Þannig eru t. d. í Englandi sjerstakir skól- ar þar sem menn, er leggja vilja stund á þennan atvinnu- veg, geta fengið sjermentun á þessu sviði (Institute of Chartered Shipbrokers). Yfirskrift þessarar greinar var um skipamiðlun og styrj- öldina, sem nú er hafin, og mun nú hennar getið í þessu sambandi. Styrjöldin, sem nú geisar hefir auðvitað liaft sínar miklu afleiðingar á siglingar þjóðanna. Það er fljótt að segja til sín, ef einhver stór heimsviðburður gerist, og ein ræða haldin af stjórnmálamanni, sem liefir mikil völd, getur orsakað aukna eftirspurn eftir iskipum og hækkun farmgjalda um heim allan. Mörg undanfarin ár liefir sú stefna verið ríkjandi með- al flestra þjóða að búa sem mest að sínu og vera sem minst háður öðrum. Það er eins og forvígismenn þjóð- anna Iiafi nú árum saman húist við ófriði þeim, er nú er hafinn, og viljað nota tækifærið meðan óveðrið vai1 ekki skollið á, til þess að birgja lönd sín upp af öllum fáanlegum nauðsynjum. Stórþjóðirnar liafa eytt miljón- um i skipahyggingar og styrki til skipafjelaga sem fyrir voru. í þessu samhandi er fróðlegt að geta þess, að frá

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.