Merkúr - 01.09.1939, Side 45

Merkúr - 01.09.1939, Side 45
43 Af harðfiski voru :»end út 3000 skippund. Seldist hann illa, því að i Miðjarðarhafslöndunum, þar sem helst var markaður fyrir hann, vildu menn miklu heldur norskan fisk. Verst var þó, hvernig komið var um íslenska saltfisk- inn. Hann hafði þá um mörg ár verið seldur til Spánar, og var þar um skeið í góðu gengi, en nú var komið annað liljóð í strokkinn. I Barcelona var þá f jelagsskapur fiskkaupmanna, og hafði haiin einkariett til fiskverslunar. Fjelag þetta keypti mikinn hluta af islenska fiskinum. Það sendi hrjef til allra íslenskra kaupmanna og skiftavina þeirra í Hamhorg og Kaupmannahöfn og er það brjef svo merkileg, söguleg heimild, að rjctt þykir að birta það hjer, til þess að sýna, hvernig saltfiskversluninni var þá komið fyrir trassaska]) og hugsunarleysi Islendinga sjálfra: „Fiskifjelagið i Barcelona neyðist til að gera það kunn- ugt, að fiskur frá íslandi er orðinn svo slæmur seinni árin, að liann er óseljandi hjer, nema fyrir lægsta verð. Þessi fiskverslnn hlýtur því að hætta, því fjelagið vill ekki versla nema með góðar vörur. Á fvrri árum þótti íslenskur fiskur betri en nokkur ann- ar, og borguðu menn 20 konungsmörkum meira fyrir kvintalið af honum heldur en norskum fiski. En á meðan aðrar þjóðir hafa látið sjer ant um að hæta vöru þessa, lítur svo út sem óþverraháttur og hirðuleysi hafi farið í vöxt á Islandi, og eru þá afleiðingarnar: að Islensknr fislc- ur gengur um 36 konungsmörkum minna kvintalið en norskur fiskur.*) Fjelagið hefir látið leiðast til að semja um kaup á 10 skipsförmum, hjer um bil 20.000 kvintals, af íslenskum fiski á þessu misseri, og mundi það, ef varan liefði góð verið, hafa verið fúst á að endurnýja þennan samning eftirleiðis. Ennþá eru aðeins 5 farmar komnir, og er varan *) Konungsmark (Keal) alt að 17 skildingar. Kvintal = 92 pund.

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.