Merkúr - 01.09.1939, Side 48
Llr sögu siglinganna.
Eítir Óskar 0. Bíslasnn
Frá upphafi þeirrar sögu, er menn þekkja, hefir ílest
það er æfintýralegast og glæsilegast hefir þótt, verið bund-
ið við liafið og siglingar sæfarendanna. Hugur mannsins
á ströndinni, er hann stóð og horfði út á hið óendanlega
haf, fyltist snemma lönguninni til þess að kanna hina ó-
kunnu stigu þess og kynnast því, seni var hulið hak við
sjóndeildarhringinn. Pai þótt æfintýraþrá mannsins kunni
að hafa átt sinn þátt í því, að hann fór að hætta sjer út á
hafið, mun samt þörf lians fyrir fæðu og ýmsar nauð-
synjar, hafa valdið mestu þar um.
Hið fyrsta skip
mannkynsins, ein-
trjáningurinn, mun
sennilega hafa orðið
til inni í landinu við
stöðuvötn eða ár. Ein-
hverjum náunganum
liefir dottið það snjall-
ræði í lnig að fella trje,
liola það innan og láta
það síðan flytja sig niður eftir ám og um stöðuvötnin, í leit-
inni að fæðu. Og nú er uppgötvunin var gerð í fyrsta sinn,
hófst þróunin í skipasmíðum og siglingum þjóðanna af full-
um krafti, og varð svo ör, áð úr hinum óbrotna eintrján-
ing' varð brátt skip, sem fært var um að sigla með strönd-
um fram og jafnvel milli landa. Strax og skipin verða
hæfari er farið að nota þau til þess að flytja fæðuteg-
undir og ýmsan varning frá einum staðnum á annan, og
myndaðist þar við alveg ný atvinnugrein, sem ekki var
áður til í sögunni, það er siglingar og sjóferðir.
Fursta skip mannkunsins.