Merkúr - 01.09.1939, Page 52

Merkúr - 01.09.1939, Page 52
50 ingum og siglingum hafi átt sjer stað. En í lok miðald- anna, er hinir stóru landafundir stóðu sem hæst, verður stórkostleg breyting á þessu sviði, og þá gerðust þeir at- burðir, sem gerbreyttu heimsversluninni og fluttu mið- stöðvar liennar, sem öldum saman höfðu verið fyrir botni Miðjarðarhafs og ströndum þess, vestur til Spánar og Portugals. En þeir tveir stórviðburðir, sem mestan þátt áttu í þessu voru það, er Kolumbus fann Ameríku árið 1492 og Vasco da Gama fann sjóleiðina til Indlands árið 1498. Þessara tveggja stórmerku atburða verður nú getið nánar. Kristófer Kolumbus var ítali, en var i spænskri þjón- ustu, er hann fann Ameríku. Hann var sonur fátæks vef- ara og mun hann liafa eytt uppvaxtarárum sínum við vefstól föður síns. En mikil fátækt á heimili föður lians varð snennna til þess, að hann varð að fara að heiman og leita gæfunnar. Þegar hann er um þrítugt skýtur honum upp í Portúgal, sem þá var orðið mikið siglinga land og átti mörgum djörfum sæfarendum á að skipa. Arið 1477 fór Kolumbus í siglingu til Eng'lands, og það sem merki- legt er við þessa ferð hans frá sjónarmiði okkar íslend- inga er, að eftir þvi sem hann segir sjálfur frá kom hann til íslands i þessari ferð sinni. Um þetta atriði í lífi Kol- umbusar hafa fræðimenn deilt mjög, og liafa sumir þeirra bent á það, að hjer á Islandi muni Kolumbus hafa heyrt sögurnar um Vínlandsferðir Islendinga og fengið þaðan hugmynd sína um leitina að nýjum löndum í vesturátt. Aðrir fræðimenn telja Islandsferð Kolumbusar ekki hafa við rök að styðjast, og benda á það, að liann mvndi hafa haldið sögunum um Vínlandsferðirnar meira á loft ef svo hefði verið, þegar hann var að vinna málstað sínum fylgi. í Portugal ríkti um þessar mundir mikill áhugi fyrir siglingum og landafundum, og í höfninni i Lissabon hitt- ust sæfarendur frá öllum þeim þjóðum, er siglingar stund- uðu. Frásagnir frá fjarlægum löndum og áður ókunnum

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.