Merkúr - 01.09.1939, Page 55

Merkúr - 01.09.1939, Page 55
53 eyjum, er hann kynni að finna, og fá tíunda hlutann af öllum verðmætum, sem þar fyndust. Þegar þetta var at- hugað, er ekkert undarlegt þótt Portugals- og Spánarkon- ungar vildu ekki umsvifalaust ganga að kröfum þessa ó- þekta sjómanns. 3. ágúst 1492 lagði hinn litli floti Kolumbusar úr höfn frá bænum Palos í Andalúsíu. Skipin voru þrjú og skips- liafnirnar samtals 120 menn. Ferðin byrjaði ekki vel, þvi þegar á fyrsta degi hennar biíaði stýrisumbúnaður eins skipsins, svo leita varð hafnar á Kanarískueyjunum. Við- gerð þessi, þótt lítil væri, tók 4 vikur, og það var fyrst þann 6. sept. að flotinn gat haldið áfram ferð sinni. Ferðin gekk nú vel. Meðvindur og gott veður og skap manna hið besta. Skipin sigldu nú stöðugt í vesturátt, lengra og Iengra út á liina ókunnu leið. Brátt fór að bera á kurr meðal skipshafnanna, sem þótti tilgangslaust að sigla þannig út í óvissuna, altaf lengra og lengra frá heimalandinu. En Kolumbus hafði ráð undir rifi hverju og til þess að glepja hásetunum sýn, færði hann tvennar dagbækur. I aðrar skrifaði hann hinar raunverulegu fjar- lægðir, sem skipin fóru, en hinar miklu styttri fjarlægðir til þess að róa skap skipsmanna sinna. Nú fóru menn að vænta lands og oft var tilkynt að land væri fyrir stafni, en altaf reyndist þetta aðeins skýja- bakkar. 7. okt. breytti -Kolumbus um stefnu og sigldi nú i suðvestur, eftir ráði eins yfirmanna sinna. Loks kom hin margþráða stund, að land sást. Kl. 2 um nótt hinn 12. okt. 1492 sá háseti einn land fyrir stafni. Land þetta reyndist vera eyja og gaf Kolumbus henni nafnið San Salvador (Frelsarinn). Þegar bjart var orðið af degi gekk Kolumbus á land með fána Spánar og helgaði landið Spánarkonungi. Kolumbus sigldi nú skipum sínum til ýmsra eyja og landa í hinum nýja heimi, og reyndust lönd þessi auðug af ýmiskonar gersemum. 16. jan, 1493 liófst heimförin, sem varð ekki cins greið og' förin vestur. Skipin hreptu hin mestu óveður og hugði

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.