Merkúr - 01.09.1939, Side 56
54
Kolumbus að skipin myndu farast. Reit hann frásögn
um landafundi sína og ljet í tunnu, sem kastað var i
liafið, ef ske kynni að heimurinn myndi fá að vita um
liin nýju lönd, þótt hann næði ekki landi. En betur rættisl
úr en á liorfðist, því 4. maí komst hann heilu og höldnu
upp að Portugalsströnd og nokkrum dögum síðar heini
til Palos.
Frægð Kolumbusar átti sjer nú engin takmörk. Kon-
ungurinn og hirðin kepptust um að sýna honum hvlli sína
og aðdáun, og var nú þegar farið að undirbúa ferðir til
landanna, sem hanii liafði fundið. Alls fór Kolumbus 4
ferðir til Vesturlieims. Hin miklu auðæfi, sem nýju lönd-
in færðu Spánverjum urðu þeim samt sem áður til alls
annars en góðs, því áður en langt um leið logaði alt í
deilum og uppreisnum þar vestra, og fór loks svo, að
kostnaður sá, er Spánn hafði af löndum þessum, fór fram
úr tekjum þeim er þau veittu. Þegar svo var komið
glevmdist Kolumbus brátt og fell i ónáð hjá vfirvöld-
unum, og er hann ljest var hann grafinn án nokkurs við-
búnaðar eða viðhafnar, og fór þannig fyrir honum, eins
og mörgum öðrum frægum mönnum, að hylli mannanna
er hverful og lítt á henni byggjandi.
Ameríka var nú fundin, og nú fara verslunarskipin að
leggja leið sína þangað til þess að sækja vörur þær, er
hingað til höfðu komið frá Austurlöndum, og fluttist
þannig hluti heimsverslunarinnar frá austri til vesturs.
Sá stórviðburður annar, er varð til þess að breyta heims-
versluninni og' beina lienni inn á nýjar brautir var, eins
og áður er getið, fundur sjóleiðarinnar til Indlands ár-
ið 1498.
Vasco da Gama fæddist í litlum sjómannabæ í Portu-
gal árið 1496. Árið 1497 var hann skipaður af Manuel,
Portugalskonungi, yfirmaður flota þess, er skyldi reyna
að finna leið til Indlands með því að sigla suður fyrir
Afríku. I júlí 1497 lagði liann af stað með 4 skip, sem
samtals voru 130 tonn, og höfðu 168 manna áhöfn, frá