Merkúr - 01.09.1939, Qupperneq 57
mynni Tejo-árinnar, og sigldi suður með strönd Afríku.
Frá Kap Verde hjelt hann sig mjög djúpt af ströndinni,
og mun þá um tíma hafa verið kominn niður undir
Brazilíustrendur og fyrst í nóvember nálgaðist hann aftur
Afríku, þá skamt frá Góðrarvonarhöfða. Þann 18. nóvem-
ber sigldi hann umhverfis höfðann, og helt nú leið sinni
áfram meðfram suðaustur-strönd Afríku, sem hingað til
var algjörlega ókunn siglingaleið. Á austurströnd Afríku
tók hann arabiskan hafnsögumann, og lagði síðan út á
Indlandshafið. Ferðin yfir liafið tók 23 daga, og 20. mars
1498 varpaði hann akkerum á Calcutta höfn. Hinir inn-
fæddu tóku Vasco da Gama vel i fyrstu, en arabiskir
kaupmenn, sem þar voru, og sáu að hjer var kominn
skæður keppinautur, espuðu þá brátt gegn honum og fór
svo loks að hann varð neyddur til þess að hverfa aftur frá
Indlandi. Heimferðin reyndist mjög örðug, og fyrst 29.
ágúst 1499 komst hann til Portugal, þar sem honum var
tekið með dæmafáum fögnuði. Hann var þegar aðlaður
og gerður að aðmírál.
Sjóleiðin til I'ndlands var nú fundin, en Portugölum var
vel Ijóst, að þeir gætu ekki notfært sjer verslun við Aust-
urlönd meðan áhrifa Araba gætti þar svo mjög, sem raun
var á. Var því gerður út floti árið 1500 til þess að liðka
fyrir versluninni, en þar sem foringi hans fekk engu til
leiðar komið var Vasco da Gama sendur enn út af örk-
inni árið 1502, og nú með stóran flota. Honum tókst að
koma ár sinni vel fyrir horð, en beita varð hann liörku
mikilli áður en það tókst, og er hann helt heim aftur
voru skip hans fnllfermd allskonar kryddvörum og aust-
urlenskum gersemum.
Það er einkennilegt að veita því athygli, að þrátt fyrir
það að skip, sem hæf eru til siglinga á höfum úti, eru
mörg þúsund ára gömul, þektust ekki önnur skip, en þau,
sem knúð voru áfram, annaðhvort með árum eða seglum
eða hvorutveggja, fyr en á 19. öld. Kunnátta mannanna
til þess að vinna á móti náttúruöflunum var ekki komin